Spánverjar í úrslit á þriðja Evrópumótinu í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2020 21:17 Raúl Entrerrios hefur leikið einkar vel fyrir Spán á EM. vísir/epa Spánn vann Slóveníu, 34-32, í seinni undanúrslitaleik Evrópumótsins í handbolta í kvöld. Spánverjar mæta Króötum í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Spánn hefur komist í úrslit á þremur Evrópumótum í röð. Árið 2016 tapaði liðið fyrir þýsku strákunum hans Dags Sigurðssonar en unnu Svíþjóð fyrir tveimur árum. Spánverjar geta því varið Evrópumeistaratitilinn með sigri í úrslitaleiknum á sunnudaginn. .@RFEBalonmano are in their 3rd EHF EURO final in as many tournaments - impressive stuff. #ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/GsspEzHeZ7— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2020 Slóvenar byrjuðu leikinn ágætlega en Spánverjar náðu undirtökunum um miðjan fyrri hálfleik. Þeir skoruðu þá fimm mörk gegn einu og náðu fjögurra marka forskoti, 13-9. Í hálfleik munaði svo fimm mörkum á liðunum, 20-15. Í seinni hálfleik hleyptu Spánverjar Slóvenum aldrei nær sér en þremur mörkum fyrr en undir lokin. Slóvenía þjarmaði þá að Spáni og Jure Dolenec minnkaði muninn í eitt mark, 33-32, þegar rúm mínúta var eftir. Eftir langa lokasókn kom Alex Dujshebaev Spáni svo í 34-32 þegar 13 sekúndur voru eftir. Dujshebaev, Raúl Entrerrios og Ángel Fernández skoruðu sex mörk hver fyrir Spán. Dolenec skoraði sjö mörk fyrir Slóveníu og Blaz Janc sex. Slóvenía mætir Noregi í leiknum um 3. sætið á EM á morgun. Watch the Game Highlights from Spain vs. Slovenia, 01/24/2020 pic.twitter.com/jUcX5vMGOr— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2020 EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Króatar í úrslit eftir tvíframlengdan spennutrylli Undanúrslitaleikur Króatíu og Noregs á EM 2020 verður lengi í minnum hafður. 24. janúar 2020 18:51 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Spánn vann Slóveníu, 34-32, í seinni undanúrslitaleik Evrópumótsins í handbolta í kvöld. Spánverjar mæta Króötum í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Spánn hefur komist í úrslit á þremur Evrópumótum í röð. Árið 2016 tapaði liðið fyrir þýsku strákunum hans Dags Sigurðssonar en unnu Svíþjóð fyrir tveimur árum. Spánverjar geta því varið Evrópumeistaratitilinn með sigri í úrslitaleiknum á sunnudaginn. .@RFEBalonmano are in their 3rd EHF EURO final in as many tournaments - impressive stuff. #ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/GsspEzHeZ7— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2020 Slóvenar byrjuðu leikinn ágætlega en Spánverjar náðu undirtökunum um miðjan fyrri hálfleik. Þeir skoruðu þá fimm mörk gegn einu og náðu fjögurra marka forskoti, 13-9. Í hálfleik munaði svo fimm mörkum á liðunum, 20-15. Í seinni hálfleik hleyptu Spánverjar Slóvenum aldrei nær sér en þremur mörkum fyrr en undir lokin. Slóvenía þjarmaði þá að Spáni og Jure Dolenec minnkaði muninn í eitt mark, 33-32, þegar rúm mínúta var eftir. Eftir langa lokasókn kom Alex Dujshebaev Spáni svo í 34-32 þegar 13 sekúndur voru eftir. Dujshebaev, Raúl Entrerrios og Ángel Fernández skoruðu sex mörk hver fyrir Spán. Dolenec skoraði sjö mörk fyrir Slóveníu og Blaz Janc sex. Slóvenía mætir Noregi í leiknum um 3. sætið á EM á morgun. Watch the Game Highlights from Spain vs. Slovenia, 01/24/2020 pic.twitter.com/jUcX5vMGOr— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2020
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Króatar í úrslit eftir tvíframlengdan spennutrylli Undanúrslitaleikur Króatíu og Noregs á EM 2020 verður lengi í minnum hafður. 24. janúar 2020 18:51 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Króatar í úrslit eftir tvíframlengdan spennutrylli Undanúrslitaleikur Króatíu og Noregs á EM 2020 verður lengi í minnum hafður. 24. janúar 2020 18:51