Segir skrítið að nefna að fleiri gjöld verði lögð á sjávarútveginn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. janúar 2020 11:55 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra. Vísir/vilhelm Sjávarútvegsráðherra segir að ef loðnubrestur verði annað árið í röð hafi það áhrif á þjóðarbúið, sjávarútvegsfyrirtæki og þau samfélög sem þau starfa innan. Hann segir útilokað að sjávarútvegurinn taki þátt í að fjármagna rannsóknir á lífríki sjávar. Nóg sé um gjöld á greinina og skrítið að nefna fleiri. Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson kom úr tólf daga leiðangri ásamt fjórum öðrum skipum í gær þar sem leitað var að loðnu. Birkir Bárðarson leiðangursstjóri sagði að á sínum ferli hefði hann aldrei fundið svo lítið magn loðnu og í þessum túr. Febrúarleiðangurinn sé eftir og því eigi ekki að gefa upp alla von en útlitið sé ekki bjart um að mælt verði með loðnuveiðum í ár. Það væri þá annað árið í röð sem loðnubrestur verður hér. Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegsráðherra. „Ef að þetta gengur eftir svona ég ítreka það að við eigum febrúarleiðangurinn en ef þetta verður svona þá hefur þetta áhrif á þjóðarbúið og fyrirtæki og samfélög sem að sem þau starfa innan.“ Aðspurður um hvort að stjórnvöld myndu grípa inn í og aðstoða samfélög sem yrðu mögulega fyrir áföllum ef það yrði loðnubrestur segir Kristján: „Það er allt til umræðu í þeim efnum en umræðan hefur ekki náð þangað því leit ekki lokið en fordæmi fyrir inngripi stjórnvalda þegar áföll verða í atvinnulífinu síðasta inngrip er samfélagið á Suðurnesjum þegar flugfélagið Wow fór í gjaldþrot.“ Fram kom í fréttum í gær að mikilvægt væri að rannsaka mun betur hvað væri að gerast í sjónum kringum Ísland vegna loftslagsbreytinga. Kristján segir að ríkisstjórnin hafi sett á annað hundrað milljónir í loðnurannsóknir hjá Hafrannsóknarstofnun og þeir fjármunir eigi að nýtast í meiri rannsóknir. Í samtali fréttastofu við vísindamenn hafa þeir bent á að Norðmenn hafi sett gjald á sjávarútvegsfyrirtæki þar um að þau taki þátt í að greiða fyrir rannsóknir á hafinu og lífríki sjávar. Kristján Þór segir útilokað að það yrði gert hér á landi. Sjávarútvegur Skattar og tollar Tengdar fréttir Lítil von um loðnuveiði Leiðangursstjóri hafrannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar sem kemur í höfn í Reykjavík nú í hádeginu segir að fyrstu mælingar á loðnu bendi til þess að í ár sé aftur loðnubrestur á Íslandsmiðum. 25. janúar 2020 12:15 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir að ef loðnubrestur verði annað árið í röð hafi það áhrif á þjóðarbúið, sjávarútvegsfyrirtæki og þau samfélög sem þau starfa innan. Hann segir útilokað að sjávarútvegurinn taki þátt í að fjármagna rannsóknir á lífríki sjávar. Nóg sé um gjöld á greinina og skrítið að nefna fleiri. Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson kom úr tólf daga leiðangri ásamt fjórum öðrum skipum í gær þar sem leitað var að loðnu. Birkir Bárðarson leiðangursstjóri sagði að á sínum ferli hefði hann aldrei fundið svo lítið magn loðnu og í þessum túr. Febrúarleiðangurinn sé eftir og því eigi ekki að gefa upp alla von en útlitið sé ekki bjart um að mælt verði með loðnuveiðum í ár. Það væri þá annað árið í röð sem loðnubrestur verður hér. Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegsráðherra. „Ef að þetta gengur eftir svona ég ítreka það að við eigum febrúarleiðangurinn en ef þetta verður svona þá hefur þetta áhrif á þjóðarbúið og fyrirtæki og samfélög sem að sem þau starfa innan.“ Aðspurður um hvort að stjórnvöld myndu grípa inn í og aðstoða samfélög sem yrðu mögulega fyrir áföllum ef það yrði loðnubrestur segir Kristján: „Það er allt til umræðu í þeim efnum en umræðan hefur ekki náð þangað því leit ekki lokið en fordæmi fyrir inngripi stjórnvalda þegar áföll verða í atvinnulífinu síðasta inngrip er samfélagið á Suðurnesjum þegar flugfélagið Wow fór í gjaldþrot.“ Fram kom í fréttum í gær að mikilvægt væri að rannsaka mun betur hvað væri að gerast í sjónum kringum Ísland vegna loftslagsbreytinga. Kristján segir að ríkisstjórnin hafi sett á annað hundrað milljónir í loðnurannsóknir hjá Hafrannsóknarstofnun og þeir fjármunir eigi að nýtast í meiri rannsóknir. Í samtali fréttastofu við vísindamenn hafa þeir bent á að Norðmenn hafi sett gjald á sjávarútvegsfyrirtæki þar um að þau taki þátt í að greiða fyrir rannsóknir á hafinu og lífríki sjávar. Kristján Þór segir útilokað að það yrði gert hér á landi.
Sjávarútvegur Skattar og tollar Tengdar fréttir Lítil von um loðnuveiði Leiðangursstjóri hafrannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar sem kemur í höfn í Reykjavík nú í hádeginu segir að fyrstu mælingar á loðnu bendi til þess að í ár sé aftur loðnubrestur á Íslandsmiðum. 25. janúar 2020 12:15 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Lítil von um loðnuveiði Leiðangursstjóri hafrannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar sem kemur í höfn í Reykjavík nú í hádeginu segir að fyrstu mælingar á loðnu bendi til þess að í ár sé aftur loðnubrestur á Íslandsmiðum. 25. janúar 2020 12:15