Segir Íslendinga skelfilega eftirbáta Norðurlandaþjóðanna í heimahjúkrun Birgir Olgeirsson og Sylvía Hall skrifa 26. janúar 2020 16:51 Ólafur Þór Gunnarsson ræddi stöðu hjúkrunarfræðinga í Sprengisandi í morgun. Vísir/Vilhelm Íslendingar eru skelfilegar eftirbátar Norðurlandaþjóðanna þegar kemur að heimahjúkrun segir varaformaður Velferðarnefndar. Með því að auka heimahjúkrun væri hægt að minnka fráflæðisvanda Landspítalans til muna og skapa þar með betri starfsaðstæður fyrir hjúkrunarfræðinga. Ólafur Þór Gunnarsson, varaformaður velferðarnefndar Alþingis, og Teitur Guðmundsson læknir ræddu stöðu sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði Ólafur að bæta þyrftu starfsaðstæður sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga svo þeir sem hafa menntað sig í þeim fræðum fáist til að sinna þessu krefjandi starfi. Ekki sé lengur hægt að ganga út frá því að litið sé á það sem dyggð að vinna mikið. Búa þurfi þannig um hnútana að starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga sé aðlaðandi. Álagið sé of mikið á Landspítalanum, sér í lagi bráðamóttökunni, þar sem leysa þarf fráflæðisvandann því of margir séu á spítalanum sem þurfi ekki að vera þar. Báðir voru þeir Ólafur og Teitur sammála um að vandinn yrði ekki einungis leystur með auknu fjármagni, fara þyrfti í kerfisbreytingu til að ná settu marki. Var heimahjúkrun nefnd þar sérstaklega. „Í 120 þúsund manna samfélagi í Svíþjóð settu þau upp öflugt teymi lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra þjónustuaðila sem fóru heim til veikasta fólksins, sinnti því heima í miklu miklu meira mæli heldur en við gerum hérna. Það eru lygilegar tölur sem koma út úr slíkum verkefnum. Innlögnum þessa fólks fækkar um nærri því níutíu prósent,” segir Ólafur Þór. Ólafur benti á að Íslendingar séu skelfilegir eftirbátar Norðurlandaþjóðanna þegar kemur að heimahjúkrun. „Við erum til að mynda núna að nota 0,1 prósent af vergri landsframleiðslu á ári í heimahjúkrun á meðan hin Norðurlöndin eru að meðaltali að nota eitt prósent, það er að segja að þau eru að nota næstum því tíu sinnum meira en við. Þarna þurfum við virkilega að taka okkur á.” Ólafur er þeirra skoðunar að allt samfélagið þurfi að þrýsta á það að gengið verði til samninga við opinbera starfsmenn. „Ég held að við þurfum öll í rauninni, allt samfélagið þarf að auka þrýstinginn á alla sem sitja við þetta borð,” segir Ólafur Þór.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Heilbrigðismál Sprengisandur Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Íslendingar eru skelfilegar eftirbátar Norðurlandaþjóðanna þegar kemur að heimahjúkrun segir varaformaður Velferðarnefndar. Með því að auka heimahjúkrun væri hægt að minnka fráflæðisvanda Landspítalans til muna og skapa þar með betri starfsaðstæður fyrir hjúkrunarfræðinga. Ólafur Þór Gunnarsson, varaformaður velferðarnefndar Alþingis, og Teitur Guðmundsson læknir ræddu stöðu sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði Ólafur að bæta þyrftu starfsaðstæður sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga svo þeir sem hafa menntað sig í þeim fræðum fáist til að sinna þessu krefjandi starfi. Ekki sé lengur hægt að ganga út frá því að litið sé á það sem dyggð að vinna mikið. Búa þurfi þannig um hnútana að starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga sé aðlaðandi. Álagið sé of mikið á Landspítalanum, sér í lagi bráðamóttökunni, þar sem leysa þarf fráflæðisvandann því of margir séu á spítalanum sem þurfi ekki að vera þar. Báðir voru þeir Ólafur og Teitur sammála um að vandinn yrði ekki einungis leystur með auknu fjármagni, fara þyrfti í kerfisbreytingu til að ná settu marki. Var heimahjúkrun nefnd þar sérstaklega. „Í 120 þúsund manna samfélagi í Svíþjóð settu þau upp öflugt teymi lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra þjónustuaðila sem fóru heim til veikasta fólksins, sinnti því heima í miklu miklu meira mæli heldur en við gerum hérna. Það eru lygilegar tölur sem koma út úr slíkum verkefnum. Innlögnum þessa fólks fækkar um nærri því níutíu prósent,” segir Ólafur Þór. Ólafur benti á að Íslendingar séu skelfilegir eftirbátar Norðurlandaþjóðanna þegar kemur að heimahjúkrun. „Við erum til að mynda núna að nota 0,1 prósent af vergri landsframleiðslu á ári í heimahjúkrun á meðan hin Norðurlöndin eru að meðaltali að nota eitt prósent, það er að segja að þau eru að nota næstum því tíu sinnum meira en við. Þarna þurfum við virkilega að taka okkur á.” Ólafur er þeirra skoðunar að allt samfélagið þurfi að þrýsta á það að gengið verði til samninga við opinbera starfsmenn. „Ég held að við þurfum öll í rauninni, allt samfélagið þarf að auka þrýstinginn á alla sem sitja við þetta borð,” segir Ólafur Þór.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Heilbrigðismál Sprengisandur Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira