Segir Íslendinga skelfilega eftirbáta Norðurlandaþjóðanna í heimahjúkrun Birgir Olgeirsson og Sylvía Hall skrifa 26. janúar 2020 16:51 Ólafur Þór Gunnarsson ræddi stöðu hjúkrunarfræðinga í Sprengisandi í morgun. Vísir/Vilhelm Íslendingar eru skelfilegar eftirbátar Norðurlandaþjóðanna þegar kemur að heimahjúkrun segir varaformaður Velferðarnefndar. Með því að auka heimahjúkrun væri hægt að minnka fráflæðisvanda Landspítalans til muna og skapa þar með betri starfsaðstæður fyrir hjúkrunarfræðinga. Ólafur Þór Gunnarsson, varaformaður velferðarnefndar Alþingis, og Teitur Guðmundsson læknir ræddu stöðu sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði Ólafur að bæta þyrftu starfsaðstæður sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga svo þeir sem hafa menntað sig í þeim fræðum fáist til að sinna þessu krefjandi starfi. Ekki sé lengur hægt að ganga út frá því að litið sé á það sem dyggð að vinna mikið. Búa þurfi þannig um hnútana að starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga sé aðlaðandi. Álagið sé of mikið á Landspítalanum, sér í lagi bráðamóttökunni, þar sem leysa þarf fráflæðisvandann því of margir séu á spítalanum sem þurfi ekki að vera þar. Báðir voru þeir Ólafur og Teitur sammála um að vandinn yrði ekki einungis leystur með auknu fjármagni, fara þyrfti í kerfisbreytingu til að ná settu marki. Var heimahjúkrun nefnd þar sérstaklega. „Í 120 þúsund manna samfélagi í Svíþjóð settu þau upp öflugt teymi lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra þjónustuaðila sem fóru heim til veikasta fólksins, sinnti því heima í miklu miklu meira mæli heldur en við gerum hérna. Það eru lygilegar tölur sem koma út úr slíkum verkefnum. Innlögnum þessa fólks fækkar um nærri því níutíu prósent,” segir Ólafur Þór. Ólafur benti á að Íslendingar séu skelfilegir eftirbátar Norðurlandaþjóðanna þegar kemur að heimahjúkrun. „Við erum til að mynda núna að nota 0,1 prósent af vergri landsframleiðslu á ári í heimahjúkrun á meðan hin Norðurlöndin eru að meðaltali að nota eitt prósent, það er að segja að þau eru að nota næstum því tíu sinnum meira en við. Þarna þurfum við virkilega að taka okkur á.” Ólafur er þeirra skoðunar að allt samfélagið þurfi að þrýsta á það að gengið verði til samninga við opinbera starfsmenn. „Ég held að við þurfum öll í rauninni, allt samfélagið þarf að auka þrýstinginn á alla sem sitja við þetta borð,” segir Ólafur Þór.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Heilbrigðismál Sprengisandur Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Sjá meira
Íslendingar eru skelfilegar eftirbátar Norðurlandaþjóðanna þegar kemur að heimahjúkrun segir varaformaður Velferðarnefndar. Með því að auka heimahjúkrun væri hægt að minnka fráflæðisvanda Landspítalans til muna og skapa þar með betri starfsaðstæður fyrir hjúkrunarfræðinga. Ólafur Þór Gunnarsson, varaformaður velferðarnefndar Alþingis, og Teitur Guðmundsson læknir ræddu stöðu sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði Ólafur að bæta þyrftu starfsaðstæður sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga svo þeir sem hafa menntað sig í þeim fræðum fáist til að sinna þessu krefjandi starfi. Ekki sé lengur hægt að ganga út frá því að litið sé á það sem dyggð að vinna mikið. Búa þurfi þannig um hnútana að starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga sé aðlaðandi. Álagið sé of mikið á Landspítalanum, sér í lagi bráðamóttökunni, þar sem leysa þarf fráflæðisvandann því of margir séu á spítalanum sem þurfi ekki að vera þar. Báðir voru þeir Ólafur og Teitur sammála um að vandinn yrði ekki einungis leystur með auknu fjármagni, fara þyrfti í kerfisbreytingu til að ná settu marki. Var heimahjúkrun nefnd þar sérstaklega. „Í 120 þúsund manna samfélagi í Svíþjóð settu þau upp öflugt teymi lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra þjónustuaðila sem fóru heim til veikasta fólksins, sinnti því heima í miklu miklu meira mæli heldur en við gerum hérna. Það eru lygilegar tölur sem koma út úr slíkum verkefnum. Innlögnum þessa fólks fækkar um nærri því níutíu prósent,” segir Ólafur Þór. Ólafur benti á að Íslendingar séu skelfilegir eftirbátar Norðurlandaþjóðanna þegar kemur að heimahjúkrun. „Við erum til að mynda núna að nota 0,1 prósent af vergri landsframleiðslu á ári í heimahjúkrun á meðan hin Norðurlöndin eru að meðaltali að nota eitt prósent, það er að segja að þau eru að nota næstum því tíu sinnum meira en við. Þarna þurfum við virkilega að taka okkur á.” Ólafur er þeirra skoðunar að allt samfélagið þurfi að þrýsta á það að gengið verði til samninga við opinbera starfsmenn. „Ég held að við þurfum öll í rauninni, allt samfélagið þarf að auka þrýstinginn á alla sem sitja við þetta borð,” segir Ólafur Þór.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Heilbrigðismál Sprengisandur Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Sjá meira