Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir fjallinu Þorbirni á Reykjanesi. Nokkuð landris hefur mælst þar síðustu daga og þá hefur jarðskjálftahrina verið í gangi á svæðinu. Sérfræðingar funda þessa stundina í Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð og fáum við nýjustu fréttir af málinu í fréttatímanum.

Þá verður fjallað um útbreiðslu kórónaveirunnar og einnig farið yfir atkvæðagreiðslu Eflingar vegna verkfalls félagsmanna stéttarfélagsins hjá Reykjavíkurborg. Yfirgnæfandi hluti þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu verkfallsaðgerðir.

Þá segjum við frá stöðunni í löggæslu á Íslandi en í skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustóra sem kom út um áramót ættu lögreglumenn á vera rúmlega þrjú hundruð fleiri en vel ætti að vera. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og á Vísi, klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×