Guardiola ósáttur með „Emptyhad“: Ég veit ekki af hverju var ekki fullt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2020 10:00 Það mættu mun færri en vanalega á Etihad leikvanginn um helgina en ekki þó alveg svona fáir. Getty/ Tim Goode Pep Guardiola talaði um lélega mætingu stuðningsmanna Manchester City á bikarleiknum á móti Fulham um helgina. Manchester City setti þar upp sýningu í 4-0 sigri á b-deildarliðinu. Það mættu reyndar 39.223 á leikinn sem var í þriðja sæti yfir þá leiki í enska bikarnum um helgina þar sem voru flestir áhorfendur. Í sjónvarpsútsendingu leiksins var það hins vegar mjög áberandi hversu mörg sæti voru auð og þar voru miklu færri en mæta vanalega á heimaleiki liðsins. Pep Guardiola was disappointed with Man City fans today. He hopes more of them turn up on Wednesday.https://t.co/XjIRNFGY33pic.twitter.com/1WDKrM0FeI— BBC Sport (@BBCSport) January 26, 2020 „Það var ekki fullt í dag og ég veit ekki af hverju,“ sagði Pep Guardiola en vonaðist eftir því að fleiri myndu mæta í vikunni á seinni undanúrslitaleik liðsins á móti Manchester United í enska deildabikarnum. „Þar fáum við tækifæri til að tryggja okkur leik á Wembley þriðja árið í röð. Vonandi koma stuðningsmennirnir okkar og fleiri heldur en í dag,“ sagði Guardiola en Manchester City er í góðum málum eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum. „Vonandi getur stuðningsfólkið stutt okkur meira og hjálpað okkur að spila þennan leik af skynsemi,“ sagði Guardiola. Það fór eflaust ekki vel í harða stuðningsmenn félagsins að lesa um „Emptyhad“ í stað Ethiad á samfélasmiðlum í kringum leikinn. Miðaverðið á leikinn um helgina var frá 10 til 35 pundum fyrir fullorða og frá 1 til 20 pundum fyrir krakka sem eru ekki orðnir átján ára. Það er frá 1600 til 5700 krónur fyrir fullorðna og frá 163 til 3200 krónum fyrir börn. Það hafa komið 54.391 manns að meðaltali á deildarleiki Manchester City í vetur og yfir 50 þúsund hafa komið að meðaltali á leiki liðsins í Meistaradeildinni. Þessi aðsókn á móti er því stór breyting frá því og líka frá fyrsta bikarleik tímabilsins á móti Port Vale þar sem mættur 52.433 eða 13.210 fleiri en á móti Fulham um helgina. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Guardiola hefur gagnrýnt stuðninginn frá Manchester City fólki því hann var líka vonsvikinn með að félagið seldui aðeins 25 af 30 þúsund miðum sem það fékk á undanúrslit enska bikarsins á móti Brighton á síðustu leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
Pep Guardiola talaði um lélega mætingu stuðningsmanna Manchester City á bikarleiknum á móti Fulham um helgina. Manchester City setti þar upp sýningu í 4-0 sigri á b-deildarliðinu. Það mættu reyndar 39.223 á leikinn sem var í þriðja sæti yfir þá leiki í enska bikarnum um helgina þar sem voru flestir áhorfendur. Í sjónvarpsútsendingu leiksins var það hins vegar mjög áberandi hversu mörg sæti voru auð og þar voru miklu færri en mæta vanalega á heimaleiki liðsins. Pep Guardiola was disappointed with Man City fans today. He hopes more of them turn up on Wednesday.https://t.co/XjIRNFGY33pic.twitter.com/1WDKrM0FeI— BBC Sport (@BBCSport) January 26, 2020 „Það var ekki fullt í dag og ég veit ekki af hverju,“ sagði Pep Guardiola en vonaðist eftir því að fleiri myndu mæta í vikunni á seinni undanúrslitaleik liðsins á móti Manchester United í enska deildabikarnum. „Þar fáum við tækifæri til að tryggja okkur leik á Wembley þriðja árið í röð. Vonandi koma stuðningsmennirnir okkar og fleiri heldur en í dag,“ sagði Guardiola en Manchester City er í góðum málum eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum. „Vonandi getur stuðningsfólkið stutt okkur meira og hjálpað okkur að spila þennan leik af skynsemi,“ sagði Guardiola. Það fór eflaust ekki vel í harða stuðningsmenn félagsins að lesa um „Emptyhad“ í stað Ethiad á samfélasmiðlum í kringum leikinn. Miðaverðið á leikinn um helgina var frá 10 til 35 pundum fyrir fullorða og frá 1 til 20 pundum fyrir krakka sem eru ekki orðnir átján ára. Það er frá 1600 til 5700 krónur fyrir fullorðna og frá 163 til 3200 krónum fyrir börn. Það hafa komið 54.391 manns að meðaltali á deildarleiki Manchester City í vetur og yfir 50 þúsund hafa komið að meðaltali á leiki liðsins í Meistaradeildinni. Þessi aðsókn á móti er því stór breyting frá því og líka frá fyrsta bikarleik tímabilsins á móti Port Vale þar sem mættur 52.433 eða 13.210 fleiri en á móti Fulham um helgina. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Guardiola hefur gagnrýnt stuðninginn frá Manchester City fólki því hann var líka vonsvikinn með að félagið seldui aðeins 25 af 30 þúsund miðum sem það fékk á undanúrslit enska bikarsins á móti Brighton á síðustu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira