Misjöfn viðbrögð íbúa Grindavíkur við jarðhræringunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 27. janúar 2020 20:31 Viðbrögð bæjarbúa í Grindavík við jarðhræringum við fjallið Þorbjörn voru misjöfn þegar rætt var við þá í dag en flestir voru þó sammála um að staðan væri óþægileg. Forsvarsfólk Bláa lónsins og HS orku bentu á orð vísindamanna um að líklegast væri að ekkert gerðist en að hins vegar væri verið að undirbúa allar sviðsmyndir. Land hefur risið vestan við Þorbjörn. Íbúar eru nokkuð órólegir. Herborg Harðardóttir, íbúi í Grindavík, segist hafa orðið vör við mikið umtal vegna hræringanna. „Þau voru nú að tala um það í sjoppunni, „ef hann fer að skjálfa, þá fer ég.“ Ég líka,“ segir Herborg. „Þetta er eina umræðuefnið núna, svona að manni finnst,“ segir Sigurður Þór Magnússon, starfsmaður Carbon Recycling International. Hann segir hljóðið í íbúum misjafnt. „Það eru margir sem eru mjög stressaðir yfir þessu en aðrir sem hafa engar áhyggjur af þessu.“ Helga Dís Jakobsdóttir, íbúi í Grindavík, segist hafa verði skelkuð fyrst um sinn. „En svo þegar maður les tilkynningarnar og allt um þetta þá eru þetta nokkrar sviðsmyndir sem er verið að setja upp og það er náttúrulega verið að undirbúa hverja og eina.“ Halla María Svansdóttir, einn eigandi Hjá Höllu í Grindavík segir Grindvíkingum nokkuð brugðið, en telur þó að flestir séu „nokkuð rólegir.“ Kristín Guðmundsdóttir, íbúi í Grindavík, segist aftur á móti engar áhyggjur hafa. Hún sé vön jarðskjálftum og öðru slíku. Guðbjörg Ólína Guðnadóttir, annar íbúi í Grindavík, segist vera örlítið hrædd, en hún fylgist vel með fréttum. Almennt eru íbúar í Grindavík sem fréttastofa ræddi við í dag, ánægðir með upplýsingar viðbragðsaðila og sumir vilja vera við öllu búnir. Íbúar sem fréttastofa ræddi við segjast þegar hafa leitt hugann að því hvernig ætti að forgangsraða eigum sínum og hvað ætti að taka með ef til rýmingar á bænum kæmi. Viðbragðsáætlanir til staðar hjá Bláa lóninu og HS Orku Þá eru forsvarsmenn Bláa lónsins einnig viðbúnir ef til goss kæmi. „Við erum með viðbragðsáætlanir hér í húsi bæði hvað varðar rýmingamál og áhrif á mannvirki,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri þróunar-, sölu- og markaðssviðs Bláa lónsins. „Svo höfum við líka verið að vinna ytri áætlanir með öðrum hagaðilum á svæðinu.“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri þróunar-, sölu- og markaðssviðs Bláa lónsins.Vísir Hún segir að forsvarsmenn lónsins hafi fyrst og fremst verið að upplýsa framlínufólk innan fyrirtækisins um stöðu mála. „Það getur þá svarað fyrirspurnum ef þær koma. Svo höfum við verið að setja texta á okkar vefsvæði.“ Helga býst ekki við því að það dragi úr ásókn í Bláa lónið vegna þróunarinnar á svæðinu síðustu daga. „Ég á ekki von á því, sér í lagi þar sem okkar sérfræðingar eru að tala um að þetta sé verkefni til að fylgjast með næstu ár og áratugina.“ Ferðamenn sem heimsóttu lónið í dag voru misvel upplýstir um stöðu mála. Skammt frá Bláa lóninu er svo orkuverið í Svartsengi sem fyrirtækið HS Orka rekur en það sér Suðurnesjamönnum bæði fyrir heitu vatni og raforku. Forstjóri þess segir óábyrgt af sér að fara út í hvaða afleiðingar hinar ýmsu sviðsmyndir á þróun mála gætu haft í för með sér. „Sama hvaða sviðsmynd við nefnum. Það er algjörlega óábyrgt af mér að vera að túlka það eitthvað sérstaklega, hér og nú. Við erum með mjög vel hannaðar virkjanir, góð mannvirki og öflugt starfsfólk. Ég er mjög rólegur yfir því sem gæti komið upp. Við höfum viðbragðsáætlanir við öllu slíku,“ segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku.Vísir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Viðbrögð bæjarbúa í Grindavík við jarðhræringum við fjallið Þorbjörn voru misjöfn þegar rætt var við þá í dag en flestir voru þó sammála um að staðan væri óþægileg. Forsvarsfólk Bláa lónsins og HS orku bentu á orð vísindamanna um að líklegast væri að ekkert gerðist en að hins vegar væri verið að undirbúa allar sviðsmyndir. Land hefur risið vestan við Þorbjörn. Íbúar eru nokkuð órólegir. Herborg Harðardóttir, íbúi í Grindavík, segist hafa orðið vör við mikið umtal vegna hræringanna. „Þau voru nú að tala um það í sjoppunni, „ef hann fer að skjálfa, þá fer ég.“ Ég líka,“ segir Herborg. „Þetta er eina umræðuefnið núna, svona að manni finnst,“ segir Sigurður Þór Magnússon, starfsmaður Carbon Recycling International. Hann segir hljóðið í íbúum misjafnt. „Það eru margir sem eru mjög stressaðir yfir þessu en aðrir sem hafa engar áhyggjur af þessu.“ Helga Dís Jakobsdóttir, íbúi í Grindavík, segist hafa verði skelkuð fyrst um sinn. „En svo þegar maður les tilkynningarnar og allt um þetta þá eru þetta nokkrar sviðsmyndir sem er verið að setja upp og það er náttúrulega verið að undirbúa hverja og eina.“ Halla María Svansdóttir, einn eigandi Hjá Höllu í Grindavík segir Grindvíkingum nokkuð brugðið, en telur þó að flestir séu „nokkuð rólegir.“ Kristín Guðmundsdóttir, íbúi í Grindavík, segist aftur á móti engar áhyggjur hafa. Hún sé vön jarðskjálftum og öðru slíku. Guðbjörg Ólína Guðnadóttir, annar íbúi í Grindavík, segist vera örlítið hrædd, en hún fylgist vel með fréttum. Almennt eru íbúar í Grindavík sem fréttastofa ræddi við í dag, ánægðir með upplýsingar viðbragðsaðila og sumir vilja vera við öllu búnir. Íbúar sem fréttastofa ræddi við segjast þegar hafa leitt hugann að því hvernig ætti að forgangsraða eigum sínum og hvað ætti að taka með ef til rýmingar á bænum kæmi. Viðbragðsáætlanir til staðar hjá Bláa lóninu og HS Orku Þá eru forsvarsmenn Bláa lónsins einnig viðbúnir ef til goss kæmi. „Við erum með viðbragðsáætlanir hér í húsi bæði hvað varðar rýmingamál og áhrif á mannvirki,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri þróunar-, sölu- og markaðssviðs Bláa lónsins. „Svo höfum við líka verið að vinna ytri áætlanir með öðrum hagaðilum á svæðinu.“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri þróunar-, sölu- og markaðssviðs Bláa lónsins.Vísir Hún segir að forsvarsmenn lónsins hafi fyrst og fremst verið að upplýsa framlínufólk innan fyrirtækisins um stöðu mála. „Það getur þá svarað fyrirspurnum ef þær koma. Svo höfum við verið að setja texta á okkar vefsvæði.“ Helga býst ekki við því að það dragi úr ásókn í Bláa lónið vegna þróunarinnar á svæðinu síðustu daga. „Ég á ekki von á því, sér í lagi þar sem okkar sérfræðingar eru að tala um að þetta sé verkefni til að fylgjast með næstu ár og áratugina.“ Ferðamenn sem heimsóttu lónið í dag voru misvel upplýstir um stöðu mála. Skammt frá Bláa lóninu er svo orkuverið í Svartsengi sem fyrirtækið HS Orka rekur en það sér Suðurnesjamönnum bæði fyrir heitu vatni og raforku. Forstjóri þess segir óábyrgt af sér að fara út í hvaða afleiðingar hinar ýmsu sviðsmyndir á þróun mála gætu haft í för með sér. „Sama hvaða sviðsmynd við nefnum. Það er algjörlega óábyrgt af mér að vera að túlka það eitthvað sérstaklega, hér og nú. Við erum með mjög vel hannaðar virkjanir, góð mannvirki og öflugt starfsfólk. Ég er mjög rólegur yfir því sem gæti komið upp. Við höfum viðbragðsáætlanir við öllu slíku,“ segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku.Vísir
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent