Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2020 09:36 Frá Torreveija á Spáni. Vísir/Getty Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur fengið staðfest að tveir Íslendingar hafi verið lagðir inn á sjúkrahús í Alicante á Spáni. Fólkið er hins vegar ekki með Wuhan-kórónaveiru, líkt og grunur var um, samkvæmt upplýsingum frá Maríu Mjöll Jónsdóttur, deildarstjóra upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu. Spænski miðillinn Cadena SER greindi frá því í gær að íslenskt par hefði verið sett í einangrun á Torreveija-sjúkrahúsinu á Alicante vegna gruns um að þau hefðu smitast af veirunni. Í fréttinni kom fram að fólkið, 66 ára kona og 52 ára karlmaður, hefði verið í Kína en einungis annað þeirra sýndi einkenni veirusmits. Ekki fengust frekari upplýsingar um líðan eða stöðu Íslendinganna á Alicante frá utanríkisráðuneytinu, utan þess að fólkið reyndist ekki smitað af veirunni. Borgaraþjónustan beinir því eftir sem áður til Íslendinga á svæðinu að taka tillit til leiðbeininga frá sóttvarnalækni og fyrirmælum stjórnvalda á staðnum um hvert skuli leita ef grunur kemur upp um smit. Sjá einnig: Lýsa yfir óvissustigi vegna kórónaveirunnar Spænsk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu um mögulegt smit á svæðinu, að sögn Kjartan Hreins Njálssonar, aðstoðarmanns Landlæknis. Ekkert kom hins vegar fram um þjóðerni viðkomandi einstaklinga í tilkynningunni. Þá bendir Kjartan á að þegar hafi verið fleiri möguleg Wuhan-veirusmit til rannsóknar á Spáni, og slíkt eigi raunar við um mörg lönd í Evrópu. Þannig sé það ekki óvænt að möguleg tilfelli séu til skoðunar á Spáni, og sérstaklega á miklum ferðamannastað. Ekki hafa greinst tilfelli af Wuhan-veirunni á Spáni til þessa, og tilfelli Íslendinganna nú meðtalið. Íslendingar í Kína hvattir til að láta vita af sér Nú eru alls að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. Hert hefur verið á ferðabönnum í landinu og er almenningi í sumum borgum nú skylt að ganga um með grímur fyrir vitunum svo hefta megi frekari útbreiðslu veirunnar. Veiran hefur ekki enn greinst hér á landi en ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna veirunnar. Utanríkisráðuneytið beinir því til Íslendinga í Kína að þeim sé frjálst að láta vita um ferðir sínar með því að senda póst á help@mfa.is. Gott sé að búa yfir slíkum upplýsingum ef ástandið skyldi breytast. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjustu upplýsingum um stöðu Íslendinganna. Heilbrigðismál Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Wuhan-veiran: Íslenskt par sagt í einangrun á Spáni Íslenskt par hefur verið sett í einangrun á Torrevieja sjúkrahúsinu í Alicante á Spáni vegna gruns um að þau séu smituð af Wuhan-veirunni. 27. janúar 2020 22:22 Kínverjar krefjast afsökunarbeiðni vegna skopmyndar Jyllands-Posten Á myndinni má sjá kínverska fánann teiknaðan nema gulu stjörnunum hefur verið skipt út fyrir kórónaveirunni. 28. janúar 2020 09:02 Fyrsta staðfesta Wuhan-veirutilfellið í Þýskalandi Heilbrigðisyfirvöld í Þýskalandi hafa staðfest að fyrsta tilfelli kórónaveirusmits hafi greinst í Þýskalandi. 28. janúar 2020 09:38 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur fengið staðfest að tveir Íslendingar hafi verið lagðir inn á sjúkrahús í Alicante á Spáni. Fólkið er hins vegar ekki með Wuhan-kórónaveiru, líkt og grunur var um, samkvæmt upplýsingum frá Maríu Mjöll Jónsdóttur, deildarstjóra upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu. Spænski miðillinn Cadena SER greindi frá því í gær að íslenskt par hefði verið sett í einangrun á Torreveija-sjúkrahúsinu á Alicante vegna gruns um að þau hefðu smitast af veirunni. Í fréttinni kom fram að fólkið, 66 ára kona og 52 ára karlmaður, hefði verið í Kína en einungis annað þeirra sýndi einkenni veirusmits. Ekki fengust frekari upplýsingar um líðan eða stöðu Íslendinganna á Alicante frá utanríkisráðuneytinu, utan þess að fólkið reyndist ekki smitað af veirunni. Borgaraþjónustan beinir því eftir sem áður til Íslendinga á svæðinu að taka tillit til leiðbeininga frá sóttvarnalækni og fyrirmælum stjórnvalda á staðnum um hvert skuli leita ef grunur kemur upp um smit. Sjá einnig: Lýsa yfir óvissustigi vegna kórónaveirunnar Spænsk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu um mögulegt smit á svæðinu, að sögn Kjartan Hreins Njálssonar, aðstoðarmanns Landlæknis. Ekkert kom hins vegar fram um þjóðerni viðkomandi einstaklinga í tilkynningunni. Þá bendir Kjartan á að þegar hafi verið fleiri möguleg Wuhan-veirusmit til rannsóknar á Spáni, og slíkt eigi raunar við um mörg lönd í Evrópu. Þannig sé það ekki óvænt að möguleg tilfelli séu til skoðunar á Spáni, og sérstaklega á miklum ferðamannastað. Ekki hafa greinst tilfelli af Wuhan-veirunni á Spáni til þessa, og tilfelli Íslendinganna nú meðtalið. Íslendingar í Kína hvattir til að láta vita af sér Nú eru alls að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. Hert hefur verið á ferðabönnum í landinu og er almenningi í sumum borgum nú skylt að ganga um með grímur fyrir vitunum svo hefta megi frekari útbreiðslu veirunnar. Veiran hefur ekki enn greinst hér á landi en ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna veirunnar. Utanríkisráðuneytið beinir því til Íslendinga í Kína að þeim sé frjálst að láta vita um ferðir sínar með því að senda póst á help@mfa.is. Gott sé að búa yfir slíkum upplýsingum ef ástandið skyldi breytast. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjustu upplýsingum um stöðu Íslendinganna.
Heilbrigðismál Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Wuhan-veiran: Íslenskt par sagt í einangrun á Spáni Íslenskt par hefur verið sett í einangrun á Torrevieja sjúkrahúsinu í Alicante á Spáni vegna gruns um að þau séu smituð af Wuhan-veirunni. 27. janúar 2020 22:22 Kínverjar krefjast afsökunarbeiðni vegna skopmyndar Jyllands-Posten Á myndinni má sjá kínverska fánann teiknaðan nema gulu stjörnunum hefur verið skipt út fyrir kórónaveirunni. 28. janúar 2020 09:02 Fyrsta staðfesta Wuhan-veirutilfellið í Þýskalandi Heilbrigðisyfirvöld í Þýskalandi hafa staðfest að fyrsta tilfelli kórónaveirusmits hafi greinst í Þýskalandi. 28. janúar 2020 09:38 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20
Wuhan-veiran: Íslenskt par sagt í einangrun á Spáni Íslenskt par hefur verið sett í einangrun á Torrevieja sjúkrahúsinu í Alicante á Spáni vegna gruns um að þau séu smituð af Wuhan-veirunni. 27. janúar 2020 22:22
Kínverjar krefjast afsökunarbeiðni vegna skopmyndar Jyllands-Posten Á myndinni má sjá kínverska fánann teiknaðan nema gulu stjörnunum hefur verið skipt út fyrir kórónaveirunni. 28. janúar 2020 09:02
Fyrsta staðfesta Wuhan-veirutilfellið í Þýskalandi Heilbrigðisyfirvöld í Þýskalandi hafa staðfest að fyrsta tilfelli kórónaveirusmits hafi greinst í Þýskalandi. 28. janúar 2020 09:38