Tólf konur valdar í fjölmiðlaþjálfun Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. janúar 2020 15:00 Silja Úlfarsdóttir og Ásta Sigríður Fjeldsted eru á meðal þeirra sem fá fjölmiðlaþjálfunina hjá FKA. Félag kvenna í atvinnulífinu og Ríkisútvarpið hafa hleypt af stokkunum verkefni til þriggja ára sem ætlað er að auka fjölbreytni viðmælenda í íslenskum fjölmiðlum. Verkefninu er um leið ætlað að bæta aðgengi fjölmiðlafólks að konum með sérþekkingu sem algengt er að skorti þegar leitað er að viðmælendum í fréttir og fréttatengda þætti. Auk Ríkisútvarpsins og FKA kemur starfsfólk Stöðvar 2 og Hringbrautar að framtakinu að þessu sinni. Um verður að ræða eins dags hagnýta þjálfun laugardaginn 8. febrúar 2020 í húsakynnum Ríkisútvarpsins í Efstaleiti 1. Sérstök valnefnd sá um yfirferð umsókna og hefur skilað tillögum til FKA. Hana skipuðu Hulda Bjarnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri FKA, Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, sjónvarpskona hjá Stöð 2, Gunnar Hansson, útvarpsmaður á Rás 1 og Sigmundur Ernir Rúnarsson, sjónvarpsstjóri á Hringbraut. Til stóð að velja tíu konur en urðu þær á endanum tólf. Nöfnin má sjá hér að neðan en meðal kvennanna er frjálsíþróttakempan Silja Úlfarsdóttir og Ásta Sigríður Fjeldsted formaður Viðskiptaráðs. Íþróttir: Silja Úlfarsdóttir Nýsköpun: Elísabet Hjaltadóttir Kolbrún Hrafnkelsdóttir Orkumál: Kolbrún Reinholdsdóttir Sjávarútvegur: Ásta Dís Óladóttir Erla Ósk Pétursdóttir Alþjóða stjórnmál: Guðrún Helga Jóhannsdóttir Upplýsingatækni: Ásta Fjeldsted Ragnhildur Ágústsdóttir Viðskipti: Ásthildur Otharsdóttir Vísindi: Bryndís Marteinsdóttir Hulda Ragnheiður Árnadóttir formaður FKA verður fulltrúi stjórnar á námskeiðinu. Reynslumiklir leiðbeinendur Þátttakendur fá þar leiðsögn reynds fjölmiðlafólks og tækifæri til að spreyta sig sem viðmælendur við raunverulegar aðstæður í útvarpi og sjónvarpi. Þátttakendur læra m.a. um framkomu í fjölmiðlum, fá undirbúning fyrir viðtöl, setja sig í spor fréttamannsins og fara í viðtöl í myndverum Ríkisútvarpsins. Leiðbeinendur eru Þórhallur Gunnarsson, fjölmiðlamaður og Andrés Jónsson almannatengill. Einnig koma Sirrý Arnardóttir stjórnendaþjálfari, háskólakennari, rithöfundur og fyrrverandi fjölmiðlakona og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, sjónvarpskona hjá Stöð 2, ástríðukokkur og bókaútgefandi að þjálfuninni. Þátttakendur fá einnig tækifæri til að hitta og spjalla við Bergstein Sigurðsson og Huldu Geirsdóttur, fjölmiðlafólk á Ríkisútvarpinu. FKA gerði könnun meðal frétta- og dagskrárgerðarmanna í fréttatengdum þáttum á ljósvakamiðlum Ríkisútvarpsins, Stöðvar 2 og Hringbraut. Spurt var hvort erfiðara væri að finna konur sem viðmælendur á einhverjum tilteknum sérsviðum. Níu sérsvið voru oftast nefnd; Sjávarútvegur og tæknimál voru þar efst á blaði, auk upplýsingatækni, upplýsingaöryggis, orkumála, íþrótta, viðskipta, nýsköpunar, vísinda og stjórnmála. Því var óskað eftir konum með sérþekkingu á þessum sviðum í þetta skipti. Þá segir í tilkynningu á vef FKA að konunum 104 sem komust ekki í tólf manna lokahópinn verði boðið á þriggja tíma námskeið hjá Eddu Hermannsdóttur, samskiptastjóra Íslandsbanka. Fjölmiðlar Tengdar fréttir 120 konur berjast um tíu laus sæti í viðmælendaþjálfun Rúmlega 120 konur með sérfræðiþekkingu vilja taka þátt í Hagnýtu viðmælendanámskeið sem Félag kvenna í atvinnulífinu stendur fyrir í samstarfi við RÚV, starfsfólk Stöðvar 2 og Hringbrautar. 16. janúar 2020 10:48 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Félag kvenna í atvinnulífinu og Ríkisútvarpið hafa hleypt af stokkunum verkefni til þriggja ára sem ætlað er að auka fjölbreytni viðmælenda í íslenskum fjölmiðlum. Verkefninu er um leið ætlað að bæta aðgengi fjölmiðlafólks að konum með sérþekkingu sem algengt er að skorti þegar leitað er að viðmælendum í fréttir og fréttatengda þætti. Auk Ríkisútvarpsins og FKA kemur starfsfólk Stöðvar 2 og Hringbrautar að framtakinu að þessu sinni. Um verður að ræða eins dags hagnýta þjálfun laugardaginn 8. febrúar 2020 í húsakynnum Ríkisútvarpsins í Efstaleiti 1. Sérstök valnefnd sá um yfirferð umsókna og hefur skilað tillögum til FKA. Hana skipuðu Hulda Bjarnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri FKA, Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, sjónvarpskona hjá Stöð 2, Gunnar Hansson, útvarpsmaður á Rás 1 og Sigmundur Ernir Rúnarsson, sjónvarpsstjóri á Hringbraut. Til stóð að velja tíu konur en urðu þær á endanum tólf. Nöfnin má sjá hér að neðan en meðal kvennanna er frjálsíþróttakempan Silja Úlfarsdóttir og Ásta Sigríður Fjeldsted formaður Viðskiptaráðs. Íþróttir: Silja Úlfarsdóttir Nýsköpun: Elísabet Hjaltadóttir Kolbrún Hrafnkelsdóttir Orkumál: Kolbrún Reinholdsdóttir Sjávarútvegur: Ásta Dís Óladóttir Erla Ósk Pétursdóttir Alþjóða stjórnmál: Guðrún Helga Jóhannsdóttir Upplýsingatækni: Ásta Fjeldsted Ragnhildur Ágústsdóttir Viðskipti: Ásthildur Otharsdóttir Vísindi: Bryndís Marteinsdóttir Hulda Ragnheiður Árnadóttir formaður FKA verður fulltrúi stjórnar á námskeiðinu. Reynslumiklir leiðbeinendur Þátttakendur fá þar leiðsögn reynds fjölmiðlafólks og tækifæri til að spreyta sig sem viðmælendur við raunverulegar aðstæður í útvarpi og sjónvarpi. Þátttakendur læra m.a. um framkomu í fjölmiðlum, fá undirbúning fyrir viðtöl, setja sig í spor fréttamannsins og fara í viðtöl í myndverum Ríkisútvarpsins. Leiðbeinendur eru Þórhallur Gunnarsson, fjölmiðlamaður og Andrés Jónsson almannatengill. Einnig koma Sirrý Arnardóttir stjórnendaþjálfari, háskólakennari, rithöfundur og fyrrverandi fjölmiðlakona og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, sjónvarpskona hjá Stöð 2, ástríðukokkur og bókaútgefandi að þjálfuninni. Þátttakendur fá einnig tækifæri til að hitta og spjalla við Bergstein Sigurðsson og Huldu Geirsdóttur, fjölmiðlafólk á Ríkisútvarpinu. FKA gerði könnun meðal frétta- og dagskrárgerðarmanna í fréttatengdum þáttum á ljósvakamiðlum Ríkisútvarpsins, Stöðvar 2 og Hringbraut. Spurt var hvort erfiðara væri að finna konur sem viðmælendur á einhverjum tilteknum sérsviðum. Níu sérsvið voru oftast nefnd; Sjávarútvegur og tæknimál voru þar efst á blaði, auk upplýsingatækni, upplýsingaöryggis, orkumála, íþrótta, viðskipta, nýsköpunar, vísinda og stjórnmála. Því var óskað eftir konum með sérþekkingu á þessum sviðum í þetta skipti. Þá segir í tilkynningu á vef FKA að konunum 104 sem komust ekki í tólf manna lokahópinn verði boðið á þriggja tíma námskeið hjá Eddu Hermannsdóttur, samskiptastjóra Íslandsbanka.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir 120 konur berjast um tíu laus sæti í viðmælendaþjálfun Rúmlega 120 konur með sérfræðiþekkingu vilja taka þátt í Hagnýtu viðmælendanámskeið sem Félag kvenna í atvinnulífinu stendur fyrir í samstarfi við RÚV, starfsfólk Stöðvar 2 og Hringbrautar. 16. janúar 2020 10:48 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
120 konur berjast um tíu laus sæti í viðmælendaþjálfun Rúmlega 120 konur með sérfræðiþekkingu vilja taka þátt í Hagnýtu viðmælendanámskeið sem Félag kvenna í atvinnulífinu stendur fyrir í samstarfi við RÚV, starfsfólk Stöðvar 2 og Hringbrautar. 16. janúar 2020 10:48