Sportpakkinn: Refirnir geta komist í úrslit í fyrsta sinn í 20 ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2020 18:15 Jamie Vardy snýr aftur í kvöld. vísir/getty Það ræðst í kvöld og annað kvöld hvaða lið leika til úrslita í enska deildabikarnum. Aston Villa mætir Leicester City í kvöld og Manchester liðin, City og United, eigast við annað kvöld. Arnar Björnsson fór yfir leik Villa og Leicester. Markahrókurinn Jamie Vardy verður með Leicester í kvöld. Hann meiddist í 4-1 sigri á West Ham á miðvikudaginn í síðustu viku og var ekki með þegar Leicester vann Brentford í ensku bikarkeppninni á laugardag. Vardy er markahæstur í úrvalsdeildinni, er búinn að skora 17 mörk en hefur ekki skorað í fimm síðustu leikjum. Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester, segir að þótt hann sé ekki búinn að jafna sig ætli hann að tefla honum fram. Kelechi Iheanacho gæti spilað með Vardy í framlínunni. Strákurinn skoraði gegn Brentford um helgina. Það var hans sjöunda mark í tólf leikjum á leiktíðinni. Nampalys Mendy og Wes Morgan verða ekki með en Wilfred Ndidi gæti spilað sinn fyrsta leik í langan tíma eftir meiðsli. Heilum 23 stigum munar á liðunum í úrvalsdeildinni. Villa er í 16. sæti en Leicester í því þriðja. Brasilíumaðurinn Wesley, sem Aston Villa keypti á 22 milljónir punda frá Club Brugge síðastliðið sumar, sleit krossbönd í hné á nýársdag og spilar ekki meira í vetur. Villa sótti annan leikmann í belgísku deildina, Mbwana Samatta kom til félagsins í síðustu viku. Hann var keyptur frá Genk á tíu milljónir punda. Aston Villa hefur átta sinnum komist í úrslit deildabikarsins, síðast fyrir 10 árum þegar liðið tapaði fyrir Manchester United, 2-1. Síðast vann liðið deildabikarinn 1996, vann þá Leeds 3-0 í úrslitum. Það var fimmti sigur liðsins í deildabikarnum. Leicester hefur fimm sinnum komist í úrslit þessarar keppni, síðast fyrir 20 árum, vann þá Aston Villa í undanúrslitum og Tranmere Rovers í úrslitaleiknum, 2-1. Klippa: Sportpakkinn: Villa og Leicester berjast um sæti í úrslitaleiknum Enski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Leicester ekki komist í úrslit deildabikarsins síðan Arnar lék með liðinu Leicester City getur komist í úrslitaleik enska deildabikarsins í fyrsta sinn í 20 ár. 28. janúar 2020 13:30 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
Það ræðst í kvöld og annað kvöld hvaða lið leika til úrslita í enska deildabikarnum. Aston Villa mætir Leicester City í kvöld og Manchester liðin, City og United, eigast við annað kvöld. Arnar Björnsson fór yfir leik Villa og Leicester. Markahrókurinn Jamie Vardy verður með Leicester í kvöld. Hann meiddist í 4-1 sigri á West Ham á miðvikudaginn í síðustu viku og var ekki með þegar Leicester vann Brentford í ensku bikarkeppninni á laugardag. Vardy er markahæstur í úrvalsdeildinni, er búinn að skora 17 mörk en hefur ekki skorað í fimm síðustu leikjum. Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester, segir að þótt hann sé ekki búinn að jafna sig ætli hann að tefla honum fram. Kelechi Iheanacho gæti spilað með Vardy í framlínunni. Strákurinn skoraði gegn Brentford um helgina. Það var hans sjöunda mark í tólf leikjum á leiktíðinni. Nampalys Mendy og Wes Morgan verða ekki með en Wilfred Ndidi gæti spilað sinn fyrsta leik í langan tíma eftir meiðsli. Heilum 23 stigum munar á liðunum í úrvalsdeildinni. Villa er í 16. sæti en Leicester í því þriðja. Brasilíumaðurinn Wesley, sem Aston Villa keypti á 22 milljónir punda frá Club Brugge síðastliðið sumar, sleit krossbönd í hné á nýársdag og spilar ekki meira í vetur. Villa sótti annan leikmann í belgísku deildina, Mbwana Samatta kom til félagsins í síðustu viku. Hann var keyptur frá Genk á tíu milljónir punda. Aston Villa hefur átta sinnum komist í úrslit deildabikarsins, síðast fyrir 10 árum þegar liðið tapaði fyrir Manchester United, 2-1. Síðast vann liðið deildabikarinn 1996, vann þá Leeds 3-0 í úrslitum. Það var fimmti sigur liðsins í deildabikarnum. Leicester hefur fimm sinnum komist í úrslit þessarar keppni, síðast fyrir 20 árum, vann þá Aston Villa í undanúrslitum og Tranmere Rovers í úrslitaleiknum, 2-1. Klippa: Sportpakkinn: Villa og Leicester berjast um sæti í úrslitaleiknum
Enski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Leicester ekki komist í úrslit deildabikarsins síðan Arnar lék með liðinu Leicester City getur komist í úrslitaleik enska deildabikarsins í fyrsta sinn í 20 ár. 28. janúar 2020 13:30 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
Leicester ekki komist í úrslit deildabikarsins síðan Arnar lék með liðinu Leicester City getur komist í úrslitaleik enska deildabikarsins í fyrsta sinn í 20 ár. 28. janúar 2020 13:30