Innlent

Ása Ólafsdóttir nýr forseti Lagadeildar HÍ

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ása og Trausti Fannar virðast klár í ný verkefni.
Ása og Trausti Fannar virðast klár í ný verkefni.

Ása Ólafsdóttir er nýr deildarforseti Lagadeildar Háskóla Íslands. Þetta var niðurstaðan á deildarfundi lagadeildar í gær. Hún tekur við sem deildarforseti til tveggja ára frá og með 1. júlí næstkomandi.

Ása tekur við stöðunni af Eiríki Jónssyni lagaprófessor sem er nýr dómari við Landsrétt.

Trausti Fannar Valsson, dósent við lagadeild, var kosinn varadeildarforseti fyrir sama tímabil. Hann tekur við stöðunni af Ásu sem gegndi því undanfarin tvö ár.


Tengdar fréttir

Eiríkur verður dómari við Landsrétt

Forseti Íslands hefur fallist á tillögu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra um að Eiríkur Jónsson, prófessor, verði skipaður dómari við Landsrétt frá og með 1. september næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×