Framkvæmdastjórinn hefur trú á að Cintamani opni aftur Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. janúar 2020 16:30 Það var tómlegt um að litast í verslun Cintamani á Laugavegi í dag. Vísir/arnar Dagný Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Cintamani, segist vongóð um að verslanir fyrirtækisins opni aftur innan tíðar. Stjórn Cintamani sendi frá sér tilkynningu fyrir hádegi í dag þar sem fram kom að fataframleiðandinn hafi verið gefinn upp til gjaldþrotaskipta. Reksturinn hafi gengið brösuglega undanfarin ár og hefur reglulega verið reynt að selja hann. Dagný Guðmundsdóttir reiknar með því að verslanirnar verði keyptar en mikill áhugi sé á þeim.Aðsend Í samtali við Vísi segist Dagný lítið mega tjá sig um framvindu dagsins. Íslandsbanki sé búinn að leysa til sín allar eignir félagsins og hefur nú sett þær á sölu, eins og greint var frá á heimasíðu bankans í hádeginu. Dagný segist vita til þess að áhugi sé á sölunni og að nokkur tilboð hafi borist í eignirnar. Sjá einnig: Sjá fram á betri tíma eftir mögur ár Því segist Dagný ekki gera ráð fyrir öðru en að verslanir Cintamani verði keyptar og opni fljótlega aftur. Fólk sem á gjafakort í versluninni ætti því að geta leyst þau út áður en langt um líður. Aðspurð um hvað þetta þýði fyrir starfsfólk Cintamani segir Dagný ekki geta fullyrt neitt í þeim efnum. Það muni ráðast af söluferlinu. Upplýsingarnar sem fengust frá Íslandsbanka voru á almennum nótum: Eignir Cintamani séu í opnu söluferli í samræmi við verklagsreglur bankans og er ferlið enn yfirstandandi. Tilboðsfrestur er til 3. febrúar næstkomandi og verður tekin afstaða til tilboða eftir 5. febrúar. Frekari upplýsingar sé því ekki hægt að veita á þessari stundu. Gjaldþrot Tíska og hönnun Verslun Tengdar fréttir Hlutafé Cintamani aukið um 300 milljónir Cintamani tapaði tæplega 127 milljónum króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi fataframleiðandans, borið saman við 13 milljóna króna hagnað árið áður. 3. október 2018 07:30 Sjá fram á betrí tíma eftir mögur ár Rekstur Cintamani hefur gengið erfiðlega undanfarin tvö ár. Félagið hefur tvívegis verið sett í söluferli en tilboðum var hafnað. Dagný Guðmundsdóttir tók því nýverið aftur við rekstri fataframleiðandans og hefur ráðist í umtalsverðar breytingar á rekstrinum. 5. desember 2018 08:49 Cintamani er gjaldþrota Stjórn Cintamani hefur gefið félagið upp til gjaldþrotaskipta. 29. janúar 2020 11:46 Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er engin samkeppni, þetta er fákeppni“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira
Dagný Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Cintamani, segist vongóð um að verslanir fyrirtækisins opni aftur innan tíðar. Stjórn Cintamani sendi frá sér tilkynningu fyrir hádegi í dag þar sem fram kom að fataframleiðandinn hafi verið gefinn upp til gjaldþrotaskipta. Reksturinn hafi gengið brösuglega undanfarin ár og hefur reglulega verið reynt að selja hann. Dagný Guðmundsdóttir reiknar með því að verslanirnar verði keyptar en mikill áhugi sé á þeim.Aðsend Í samtali við Vísi segist Dagný lítið mega tjá sig um framvindu dagsins. Íslandsbanki sé búinn að leysa til sín allar eignir félagsins og hefur nú sett þær á sölu, eins og greint var frá á heimasíðu bankans í hádeginu. Dagný segist vita til þess að áhugi sé á sölunni og að nokkur tilboð hafi borist í eignirnar. Sjá einnig: Sjá fram á betri tíma eftir mögur ár Því segist Dagný ekki gera ráð fyrir öðru en að verslanir Cintamani verði keyptar og opni fljótlega aftur. Fólk sem á gjafakort í versluninni ætti því að geta leyst þau út áður en langt um líður. Aðspurð um hvað þetta þýði fyrir starfsfólk Cintamani segir Dagný ekki geta fullyrt neitt í þeim efnum. Það muni ráðast af söluferlinu. Upplýsingarnar sem fengust frá Íslandsbanka voru á almennum nótum: Eignir Cintamani séu í opnu söluferli í samræmi við verklagsreglur bankans og er ferlið enn yfirstandandi. Tilboðsfrestur er til 3. febrúar næstkomandi og verður tekin afstaða til tilboða eftir 5. febrúar. Frekari upplýsingar sé því ekki hægt að veita á þessari stundu.
Gjaldþrot Tíska og hönnun Verslun Tengdar fréttir Hlutafé Cintamani aukið um 300 milljónir Cintamani tapaði tæplega 127 milljónum króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi fataframleiðandans, borið saman við 13 milljóna króna hagnað árið áður. 3. október 2018 07:30 Sjá fram á betrí tíma eftir mögur ár Rekstur Cintamani hefur gengið erfiðlega undanfarin tvö ár. Félagið hefur tvívegis verið sett í söluferli en tilboðum var hafnað. Dagný Guðmundsdóttir tók því nýverið aftur við rekstri fataframleiðandans og hefur ráðist í umtalsverðar breytingar á rekstrinum. 5. desember 2018 08:49 Cintamani er gjaldþrota Stjórn Cintamani hefur gefið félagið upp til gjaldþrotaskipta. 29. janúar 2020 11:46 Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er engin samkeppni, þetta er fákeppni“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira
Hlutafé Cintamani aukið um 300 milljónir Cintamani tapaði tæplega 127 milljónum króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi fataframleiðandans, borið saman við 13 milljóna króna hagnað árið áður. 3. október 2018 07:30
Sjá fram á betrí tíma eftir mögur ár Rekstur Cintamani hefur gengið erfiðlega undanfarin tvö ár. Félagið hefur tvívegis verið sett í söluferli en tilboðum var hafnað. Dagný Guðmundsdóttir tók því nýverið aftur við rekstri fataframleiðandans og hefur ráðist í umtalsverðar breytingar á rekstrinum. 5. desember 2018 08:49
Cintamani er gjaldþrota Stjórn Cintamani hefur gefið félagið upp til gjaldþrotaskipta. 29. janúar 2020 11:46