Ágúst: Þurfum að finna meiri gleði og ástríðu Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 29. janúar 2020 20:20 Ágúst og hans menn eru í vandræðum. vísir/bára Valsmenn töpuðu 96-68 í Dominos deild karla í kvöld á heimavelli á móti Keflavík. Valsmenn komu ekki tánum þar sem gestirnir höfðu hælana en þeir voru að elta allan leikinn án árangurs. Valsmenn eru búnir að vera í miklu basli í Dominos deildinni uppá síðkastið en þeir eru bara búnir að vinna 2 af seinustu 12 leikjum sínum í deildinni eftir góða byrjun. „Við byrjuðum mjög illa og urðum bara fljótt litlir í okkur. Við vorum bara að elta allan leikinn,” sagði Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals svekktur eftir leik kvöldsins. Það mætti halda að Keflvíkingar hafi verið að skjóta í stærri körfu en þeir settu meira en 50% af þriggja stigum sínum í leiknum. Varnarleikur Vals var fyrir neðan allar hellur en Keflvíkingar voru sömuleiðis að nýta færin sín vel. „Þeir hitta náttúrulega vel á móti okkur. Þeir hitta vel yfir 50% úr þristunum sínum. Síðan má líka spyrja sig hvort þetta sé bara góð hittni hjá þeim eða bara slæmur varnarleikur hjá okkur. Við vorum að hjálpa af stöðum sem við áttum ekki að vera að hjálpa svo þetta skrifast að miklu leyti bara á lélelgan varnarleik hjá okkur.” Keflvíkingar voru ekki bara að hitta vel úr þristum heldur voru þeir líka að fá fullt af opnum sniðskotum. Ágúst hefur alltaf lagt upp með að sín lið spili góðan varnarleik og verji körfuna. Liðið gerði það hinsvegar alls ekki í kvöld en gestirnir komust oftar en ekki í nákvæmlegu þau skot sem þeir vildu. „Ég er bara langt því frá að vera sáttur með okkar leik hérna í kvöld. Við getum spilað miklu betur en við gerðum. Við þurfum að finna miklu meiri gleði og ástríðu fyrir því sem við erum að gera. Það kemur þarna kafli í lok þriðja þar sem við vorum fínir. Þriðji leikhluti var svo sem allt í lagi hjá okkur. Við unnum hann og náðum þessu síðan niður í 12 stig í upphafi fjórða. Síðan skoruðu þeir bara einhverjar 4-5 körfur í röð og klára leikinn.” Það tóku eflaust einhverjir glöggir áhorfendur eftir því að Pavel Ermolinskij spilaði ekkert í fjórða leikhluta í kvöld. Pavel er á sínum degi einn besti leikmaður deildarinnar en hann hefur ekki alveg verið að hitta á sína besta daga síðan að flutti sig yfir Vatnsmýrina úr Vesturbænum. „Ég var að fara að setja hann aftur inná þegar við náðum þessu niður í 12 stig en síðan skoruðu þessar 4-5 körfur í röð. Þá var maður bara að hugsa um að það er stutt í næsta leik og maður þarf að halda mönnum ferskum.” Félagsskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin. Sumir eru pottþétt að spá í því hvort Valsmenn munu ekki reyna að bæta við sig leikmanni áður en glugginn lokar til að styrkja sig í baráttunni. Gústi staðfesti aftur á móti að það kemur enginn liðsstyrkur í Valsliðið áður en glugginn lokar. „Við erum bara að hugsa um það sem við getum gert. Við erum að bæta okkar leik þrátt fyrir að þetta hafi verið skref aftur á bak. Vonandi getum þá bara tekið tvö skref áfram í næsta leik, en hann er bara á næsta mánudag. ” Dominos-deild karla Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Valsmenn töpuðu 96-68 í Dominos deild karla í kvöld á heimavelli á móti Keflavík. Valsmenn komu ekki tánum þar sem gestirnir höfðu hælana en þeir voru að elta allan leikinn án árangurs. Valsmenn eru búnir að vera í miklu basli í Dominos deildinni uppá síðkastið en þeir eru bara búnir að vinna 2 af seinustu 12 leikjum sínum í deildinni eftir góða byrjun. „Við byrjuðum mjög illa og urðum bara fljótt litlir í okkur. Við vorum bara að elta allan leikinn,” sagði Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals svekktur eftir leik kvöldsins. Það mætti halda að Keflvíkingar hafi verið að skjóta í stærri körfu en þeir settu meira en 50% af þriggja stigum sínum í leiknum. Varnarleikur Vals var fyrir neðan allar hellur en Keflvíkingar voru sömuleiðis að nýta færin sín vel. „Þeir hitta náttúrulega vel á móti okkur. Þeir hitta vel yfir 50% úr þristunum sínum. Síðan má líka spyrja sig hvort þetta sé bara góð hittni hjá þeim eða bara slæmur varnarleikur hjá okkur. Við vorum að hjálpa af stöðum sem við áttum ekki að vera að hjálpa svo þetta skrifast að miklu leyti bara á lélelgan varnarleik hjá okkur.” Keflvíkingar voru ekki bara að hitta vel úr þristum heldur voru þeir líka að fá fullt af opnum sniðskotum. Ágúst hefur alltaf lagt upp með að sín lið spili góðan varnarleik og verji körfuna. Liðið gerði það hinsvegar alls ekki í kvöld en gestirnir komust oftar en ekki í nákvæmlegu þau skot sem þeir vildu. „Ég er bara langt því frá að vera sáttur með okkar leik hérna í kvöld. Við getum spilað miklu betur en við gerðum. Við þurfum að finna miklu meiri gleði og ástríðu fyrir því sem við erum að gera. Það kemur þarna kafli í lok þriðja þar sem við vorum fínir. Þriðji leikhluti var svo sem allt í lagi hjá okkur. Við unnum hann og náðum þessu síðan niður í 12 stig í upphafi fjórða. Síðan skoruðu þeir bara einhverjar 4-5 körfur í röð og klára leikinn.” Það tóku eflaust einhverjir glöggir áhorfendur eftir því að Pavel Ermolinskij spilaði ekkert í fjórða leikhluta í kvöld. Pavel er á sínum degi einn besti leikmaður deildarinnar en hann hefur ekki alveg verið að hitta á sína besta daga síðan að flutti sig yfir Vatnsmýrina úr Vesturbænum. „Ég var að fara að setja hann aftur inná þegar við náðum þessu niður í 12 stig en síðan skoruðu þessar 4-5 körfur í röð. Þá var maður bara að hugsa um að það er stutt í næsta leik og maður þarf að halda mönnum ferskum.” Félagsskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin. Sumir eru pottþétt að spá í því hvort Valsmenn munu ekki reyna að bæta við sig leikmanni áður en glugginn lokar til að styrkja sig í baráttunni. Gústi staðfesti aftur á móti að það kemur enginn liðsstyrkur í Valsliðið áður en glugginn lokar. „Við erum bara að hugsa um það sem við getum gert. Við erum að bæta okkar leik þrátt fyrir að þetta hafi verið skref aftur á bak. Vonandi getum þá bara tekið tvö skref áfram í næsta leik, en hann er bara á næsta mánudag. ”
Dominos-deild karla Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik