Upptökur sýna fangaverði og hjúkrunarfræðing hæðast að sárveikum fanga sem dó Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2020 21:30 Þetta var árið 2015 en upptökur úr öryggismyndavélum fangelsisins voru nýverið birtar opinberlega vegna lögsóknar fjölskyldu Ellis vegna dauða hans. Vísir/Getty Í stað þess að veita hinum 26 ára gamla Terral Ellis viðeigandi læknisaðstoð hæddust fangaverðir og hjúkrunarfræðingur í Ottawa sýslu í Bandaríkjunum að honum þegar Ellis bað um hjálp og sagðist vera veikur. Hjálparbeiðnir hans voru ítrekað hunsaðar og var hann settur í einangrun. Nokkrum klukkutímum síðar dó hann. Þetta var árið 2015 en upptökur úr öryggismyndavélum fangelsisins voru nýverið birtar opinberlega vegna lögsóknar fjölskyldu Ellis vegna dauða hans. „Ég held ég sé að deyja,“ sagði Ellis klukkan tíu að morgni 22. október 2015. Fangaverðir hlógu að honum og grínuðust með „drenginn sem kallaði úlfur“ og hunsuðu kvein hans. Nokkru síðar kom hjúkrunarfræðingur. Í stað þess að huga að honum sagðist Theresa Horn vera „dauðþreytt“ á að þurfa að eiga við hann og það væri ekkert að honum. Hótaði hún að láta hlekkja hann við gólfið á einangrunarklefa hans. Skömmu seinna var hann dáinn og við krufningu kom í ljós að hann hafði dáið vegna ígerðar frá lungnabólgu. Málið á sér nokkurn aðdraganda en farið er yfir það í frétt Washington Post en sú frétt byggir á gögnum lögmanns fjölskyldu Ellis og áðurnefndum upptökum. Hér að neðan má svo sjá hluta úr upptökunum sem um ræðir. Ellis gaf sig fram þann 10. október 2015 vegna gamallar handtökuskipunar vegna ölvunaraksturs. Hann gerði það að ráðleggingu afa síns og sagði vini sem hann eignaðist í fangelsinu að hann vildi koma lífi sínu á réttan kjöl fyrir barnungan son sinn. Einn vinur hans, Michael Harrington, skrifaði bréf þar sem hann sagði Ellis hafa verið í við hestaheilsu þegar hann kom fyrst í fangelsið. Þeir hafi stundað líkamsrækt saman á hverjum degi. Harrington var þó færður í einangrun í sex daga eftir rifrildi við fangaverði. Þegar hann sneri aftur lá Ellis í koju sinni og fann hann til í bakinu. Rúmfastur í átta daga Upptökurnar sýna að Ellis var rúmfastur í átta daga. Harrington sagði í bréfi sínu að hann hefði þurft að mata Ellis á þessum tíma og óttaðist hann að Ellis þjáðist af ofþornun því hann svitnaði svo mikið. Allar beiðnir fanganna um að Ellis fengi læknisþjónustu voru hunsaðar. Það var ekki fyrr en 19. október að hjúkrunarfræðingurinn Theresa Horn skoðaði Ellis og greindi hann með rifbein úr liði og skipaði honum að vera í koju sinni. Harrington skrifaði að Ellis hafði áhyggjur af versnandi ástandi sínu. Hann bað fangavörð um hjálp en sá sakaði hann um að þykjast vera veikur til að sleppa úr fangelsi. „Þeir eru ekki að fara að hjálpa mér, er það nokkuð?“ spurði Ellis Harrington. „Ég held að ég muni deyja,“ sagði hann svo. Þann 21. október sýna upptökur að Ellis virtist fá einhvers konar kast. Aðrir fangar kölluðu eftir hjálp með miklum látum. Fangaverðir brugðu á það ráð að hringja í Theresu Horn en hún var ekki á vakt og sagði þeim að hringja á sjúkrabíl. Sjúkraflutningafólk mætti þá á vettvang og upptökur sýna að fangaverðir gerðu grín að Ellis og ræddu sín á milli að hann væri að þykjast. Sjúkrasaga hans gæfi ekki í skyn að hann hefði fengið svona kast áður. Sjúkraflutningafólkið virtist ekki sinna Ellis lengi, miðað við upptökurnar, og Harrington sagði það vegna þess að fangaverðirnir hafi sagt þeim að Ellis væri að þykjast. Þeir ættu ekki að færa hann á sjúkrahús nema hann væri í lífshættu. Færður í einangrun til að kæla sig niður Skömmu seinna var hann færður í einangrunarklefa en þar var ekki rúm, klósett né vaskur. Þar að auki var hann ekki með öðrum föngum, sem höfðu verið að fylgjast með honum og hjálpa honum. Charles Shoemaker, fangelsisstjórinn, sagði við vitnisburð að hann hefði flutt Ellis í einangrun því hann hefði þurft að „kæla sig niður“. Ellis var í einangrun í tuttugu tíma. Fangaverðir áttu að fylgjast með honum á fimmtán mínútna fresti en upptökurnar sýna að þeir gerðu það ekki. Þær sýna einnig að Ellis engdist af sársauka og bað ítrekað um hjálp. Þegar hann bað einn fangavörð um að hringja á sjúkrabíl, sagðist sá ætla að gera það en hringdi ekki. Snemma morguns 22. október bað Ellis fangavörð um að gefa sér vatn, en sá neitaði. Enn og aftur voru ítrekaðar hjálparbeiðnir hans hunsaðar. Upptökurnar sýna einnig að á þeim tíma neitaði Shoemaker að hringja á sjúkrabíl. Lögmaður hans segir fangelsisstjórann ekki hafa vitað af veikindum Ellis og að hann hafi reitt sig á heilbrigðisstarfsfólk til að annast Ellis. Hótaði að hlekkja hann við gólfið Í lögsókn fjölskyldu Ellis er hjúkrunarfræðingurinn Theresa Horn sökuð um að hafa falsað skýrslu um að hún hafi skoðað Ellis klukkan 9:45 þann morgun. Upptökurnar sýna að hún var ekki einu sinni mætt til vinnu þá. Þegar hún mætti til vinnu grátbað Ellis hana um að skoða fætur hans, því þeir væru að verða svartir en samkvæmt lögsókninni er það til marks um ígerð. „Hlusta þú á mig og þegiðu,“ öskraði Horn á Ellis. Hún sagðist þreytt á honum og að ef hann hætti ekki að kvarta yrði hann hlekkjaður við gólfið. Skömmu síðar fannst hann meðvitundarlaus í klefa sínum og tóku starfsmenn fangelsisins eftir því að fætur hans voru óeðlilegir á lit og kaldir. Sjúkraflutningafólkið flutti Ellis á sjúkrahús og var hann úrskurðaður látinn. Eftir að sjúkraflutningafólkið var á brott með Ellis, stakk Horn upp á því við Shoemaker að Ellis hefði framið sjálfsvíg. Gerist á hverjum degi Tveimur dögum seinna skrifuðu sextán samfangar Ellis undir skjal þar sem þeir lofuðu því að bera vitni vegna málsins. Í skjali þessu fóru fangarnir, og Harrington þeirra á meðal, yfir málið frá þeirra sjónarhorni. „Allt sem þeir sögðu í bréfinu var rétt,“ sagði Daniel Smolens, lögmaður fjölskyldu Ellis, við Washington Post. „Það tók okkur bara nokkur ár að sannreyna það.“ Smolens hefur flutt fjölda sambærilegra mála en segir þetta það erfiðasta. „Ef þú ert ekki með þau gögn sem ég er með, þá er þetta bara einhver strákur sem dó í fangelsi af því að hann varð veikur,“ sagði Smolens. „Ég vil að fólk skilji að þetta er að gerast, alla daga, í fangelsum um öll Bandaríkin.“ Bandaríkin Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Í stað þess að veita hinum 26 ára gamla Terral Ellis viðeigandi læknisaðstoð hæddust fangaverðir og hjúkrunarfræðingur í Ottawa sýslu í Bandaríkjunum að honum þegar Ellis bað um hjálp og sagðist vera veikur. Hjálparbeiðnir hans voru ítrekað hunsaðar og var hann settur í einangrun. Nokkrum klukkutímum síðar dó hann. Þetta var árið 2015 en upptökur úr öryggismyndavélum fangelsisins voru nýverið birtar opinberlega vegna lögsóknar fjölskyldu Ellis vegna dauða hans. „Ég held ég sé að deyja,“ sagði Ellis klukkan tíu að morgni 22. október 2015. Fangaverðir hlógu að honum og grínuðust með „drenginn sem kallaði úlfur“ og hunsuðu kvein hans. Nokkru síðar kom hjúkrunarfræðingur. Í stað þess að huga að honum sagðist Theresa Horn vera „dauðþreytt“ á að þurfa að eiga við hann og það væri ekkert að honum. Hótaði hún að láta hlekkja hann við gólfið á einangrunarklefa hans. Skömmu seinna var hann dáinn og við krufningu kom í ljós að hann hafði dáið vegna ígerðar frá lungnabólgu. Málið á sér nokkurn aðdraganda en farið er yfir það í frétt Washington Post en sú frétt byggir á gögnum lögmanns fjölskyldu Ellis og áðurnefndum upptökum. Hér að neðan má svo sjá hluta úr upptökunum sem um ræðir. Ellis gaf sig fram þann 10. október 2015 vegna gamallar handtökuskipunar vegna ölvunaraksturs. Hann gerði það að ráðleggingu afa síns og sagði vini sem hann eignaðist í fangelsinu að hann vildi koma lífi sínu á réttan kjöl fyrir barnungan son sinn. Einn vinur hans, Michael Harrington, skrifaði bréf þar sem hann sagði Ellis hafa verið í við hestaheilsu þegar hann kom fyrst í fangelsið. Þeir hafi stundað líkamsrækt saman á hverjum degi. Harrington var þó færður í einangrun í sex daga eftir rifrildi við fangaverði. Þegar hann sneri aftur lá Ellis í koju sinni og fann hann til í bakinu. Rúmfastur í átta daga Upptökurnar sýna að Ellis var rúmfastur í átta daga. Harrington sagði í bréfi sínu að hann hefði þurft að mata Ellis á þessum tíma og óttaðist hann að Ellis þjáðist af ofþornun því hann svitnaði svo mikið. Allar beiðnir fanganna um að Ellis fengi læknisþjónustu voru hunsaðar. Það var ekki fyrr en 19. október að hjúkrunarfræðingurinn Theresa Horn skoðaði Ellis og greindi hann með rifbein úr liði og skipaði honum að vera í koju sinni. Harrington skrifaði að Ellis hafði áhyggjur af versnandi ástandi sínu. Hann bað fangavörð um hjálp en sá sakaði hann um að þykjast vera veikur til að sleppa úr fangelsi. „Þeir eru ekki að fara að hjálpa mér, er það nokkuð?“ spurði Ellis Harrington. „Ég held að ég muni deyja,“ sagði hann svo. Þann 21. október sýna upptökur að Ellis virtist fá einhvers konar kast. Aðrir fangar kölluðu eftir hjálp með miklum látum. Fangaverðir brugðu á það ráð að hringja í Theresu Horn en hún var ekki á vakt og sagði þeim að hringja á sjúkrabíl. Sjúkraflutningafólk mætti þá á vettvang og upptökur sýna að fangaverðir gerðu grín að Ellis og ræddu sín á milli að hann væri að þykjast. Sjúkrasaga hans gæfi ekki í skyn að hann hefði fengið svona kast áður. Sjúkraflutningafólkið virtist ekki sinna Ellis lengi, miðað við upptökurnar, og Harrington sagði það vegna þess að fangaverðirnir hafi sagt þeim að Ellis væri að þykjast. Þeir ættu ekki að færa hann á sjúkrahús nema hann væri í lífshættu. Færður í einangrun til að kæla sig niður Skömmu seinna var hann færður í einangrunarklefa en þar var ekki rúm, klósett né vaskur. Þar að auki var hann ekki með öðrum föngum, sem höfðu verið að fylgjast með honum og hjálpa honum. Charles Shoemaker, fangelsisstjórinn, sagði við vitnisburð að hann hefði flutt Ellis í einangrun því hann hefði þurft að „kæla sig niður“. Ellis var í einangrun í tuttugu tíma. Fangaverðir áttu að fylgjast með honum á fimmtán mínútna fresti en upptökurnar sýna að þeir gerðu það ekki. Þær sýna einnig að Ellis engdist af sársauka og bað ítrekað um hjálp. Þegar hann bað einn fangavörð um að hringja á sjúkrabíl, sagðist sá ætla að gera það en hringdi ekki. Snemma morguns 22. október bað Ellis fangavörð um að gefa sér vatn, en sá neitaði. Enn og aftur voru ítrekaðar hjálparbeiðnir hans hunsaðar. Upptökurnar sýna einnig að á þeim tíma neitaði Shoemaker að hringja á sjúkrabíl. Lögmaður hans segir fangelsisstjórann ekki hafa vitað af veikindum Ellis og að hann hafi reitt sig á heilbrigðisstarfsfólk til að annast Ellis. Hótaði að hlekkja hann við gólfið Í lögsókn fjölskyldu Ellis er hjúkrunarfræðingurinn Theresa Horn sökuð um að hafa falsað skýrslu um að hún hafi skoðað Ellis klukkan 9:45 þann morgun. Upptökurnar sýna að hún var ekki einu sinni mætt til vinnu þá. Þegar hún mætti til vinnu grátbað Ellis hana um að skoða fætur hans, því þeir væru að verða svartir en samkvæmt lögsókninni er það til marks um ígerð. „Hlusta þú á mig og þegiðu,“ öskraði Horn á Ellis. Hún sagðist þreytt á honum og að ef hann hætti ekki að kvarta yrði hann hlekkjaður við gólfið. Skömmu síðar fannst hann meðvitundarlaus í klefa sínum og tóku starfsmenn fangelsisins eftir því að fætur hans voru óeðlilegir á lit og kaldir. Sjúkraflutningafólkið flutti Ellis á sjúkrahús og var hann úrskurðaður látinn. Eftir að sjúkraflutningafólkið var á brott með Ellis, stakk Horn upp á því við Shoemaker að Ellis hefði framið sjálfsvíg. Gerist á hverjum degi Tveimur dögum seinna skrifuðu sextán samfangar Ellis undir skjal þar sem þeir lofuðu því að bera vitni vegna málsins. Í skjali þessu fóru fangarnir, og Harrington þeirra á meðal, yfir málið frá þeirra sjónarhorni. „Allt sem þeir sögðu í bréfinu var rétt,“ sagði Daniel Smolens, lögmaður fjölskyldu Ellis, við Washington Post. „Það tók okkur bara nokkur ár að sannreyna það.“ Smolens hefur flutt fjölda sambærilegra mála en segir þetta það erfiðasta. „Ef þú ert ekki með þau gögn sem ég er með, þá er þetta bara einhver strákur sem dó í fangelsi af því að hann varð veikur,“ sagði Smolens. „Ég vil að fólk skilji að þetta er að gerast, alla daga, í fangelsum um öll Bandaríkin.“
Bandaríkin Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira