„Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. ágúst 2020 19:12 Frá og með næsta miðvikudegi verða allir skimaðir fyrir kórónuveirunni við landamærin og síðan aftur eftir fjóra til fimm daga að lokinni sóttkví. Forsætisráðherra segir ekki hægt að lofa veirufríu landi en verið sé að lágmarka áhættuna. Ferðamálaráðherra segir þetta vonbrigði. Nýjar reglur eiga við um alla komufarþega, hvort sem þeir eru búsettir hér á landi eða annars staðar. Gjald verður áfram tekið við fyrri sýnatöku við landamærin. Þá tekur við fjögurra til fimm daga sóttkví, eftir því hvort hún lendi á helgi, og önnur sýnataka sem verður gjaldfrjáls. „Við erum að byggja á þeirri aðferðarfræði sem við ákváðum að ráðast í þegar við réðumst í skimun á landamærum. En við erum hins vegar að herða af því við metum að það sé nauðsynlegt. Annars vegar vegna þess að við erum að kljást við smit hér innanlands sem við erum ekki með fulla þekkingu á hvernig hefur gengið manna á milli. Og hins vegar vegna þeirrar augljósu staðreyndar að faraldurinn er í miklum vexti í löndunum í kringum okkur,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Fyrirkomulagið verður endurskoðað vikulega. ,,Sérstaklega þá þau lönd sem gætu breyst í einfalda skimun á nýjan leik, miðað við bæði fjölda smita þar en ekki síst hvernig faraldurinn er að þróast í því landi vegna þess að það er ljóst að hann er að fara upp á við víða,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Minnkar líkur á að veiran berist til landsins Sóttvarnarlæknir mælti með þessari leið þegar hann lagði níu valkosti fyrir ríkisstjórn í fyrradag. „Ég tel að þetta muni minnka líkurnar á því að veiran komist hingað inn,“ segir Þórólfur Guðnason. Með skimun hafi hingað til tekist að koma í veg fyrir að fimmtíu manns hafi borið smit inn í landið. Samt sem áður hafi nú um eitt hundrað og tuttugu manns smitast af einu afbrigði veirunnar sem ekki sé ljóst hvernig komist hafi inn í landið. „Þannig að ef við fáum tíu eða tuttugufalt svona faraldur gætum við verið í verulegum vandræðum hér innanlands og það er þeim grunni sem ég tel að við þurfum að vera mjög hörð. Sérstaklega á meðan faraldurinn er í vexti,“ segir Þórólfur. „Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi. Við sjáum að það loforð getur enginn gefið. en við erum að reyna lágmarka áhættuna hér innanlands þannig að röskunin verði sem minnst,“ segir forsætisráðherra. Þannig verði mögulega hægt draga úr öðrum takmörkunum innanlands og koma samfélaginu í eðlilegra horf. Kostnaður og álag vegna skimana og sýntaöku ætti að vera viðráðanlegt þar sem viðbúið er að aðgerðin dragi verulega úr fjölda ferðamanna. Hversu mikið liggur ekki fyrir. Ákvörðunin erfið og vonbrigðum blandin „Það eru auðvitað vonbrigði að taka svona ákvörðun og ekki auðvelt að taka svona ákvörðun. En við höfum verið skýr með það allan tímann að fylgja ráðleggingum sóttvarnaryfirvalda og þessi ráðlegging var mjög skýr,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Skoða þurfi frekari aðgerðir til að koma til móts við ferðaþjónustuna. „Fólk sem kannski bjó sig undir það að geta viðhaldið einhverjum rekstri í vetur. Það kann að breytast hjá mörgum fyrirtækjum ef við sjáum mjög fáa koma. Þannig ég held að við hljótum að endurmeta það eins og annað í þessu verkefni,“ segir Þórdís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðaþjónusta fatlaðra Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Frá og með næsta miðvikudegi verða allir skimaðir fyrir kórónuveirunni við landamærin og síðan aftur eftir fjóra til fimm daga að lokinni sóttkví. Forsætisráðherra segir ekki hægt að lofa veirufríu landi en verið sé að lágmarka áhættuna. Ferðamálaráðherra segir þetta vonbrigði. Nýjar reglur eiga við um alla komufarþega, hvort sem þeir eru búsettir hér á landi eða annars staðar. Gjald verður áfram tekið við fyrri sýnatöku við landamærin. Þá tekur við fjögurra til fimm daga sóttkví, eftir því hvort hún lendi á helgi, og önnur sýnataka sem verður gjaldfrjáls. „Við erum að byggja á þeirri aðferðarfræði sem við ákváðum að ráðast í þegar við réðumst í skimun á landamærum. En við erum hins vegar að herða af því við metum að það sé nauðsynlegt. Annars vegar vegna þess að við erum að kljást við smit hér innanlands sem við erum ekki með fulla þekkingu á hvernig hefur gengið manna á milli. Og hins vegar vegna þeirrar augljósu staðreyndar að faraldurinn er í miklum vexti í löndunum í kringum okkur,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Fyrirkomulagið verður endurskoðað vikulega. ,,Sérstaklega þá þau lönd sem gætu breyst í einfalda skimun á nýjan leik, miðað við bæði fjölda smita þar en ekki síst hvernig faraldurinn er að þróast í því landi vegna þess að það er ljóst að hann er að fara upp á við víða,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Minnkar líkur á að veiran berist til landsins Sóttvarnarlæknir mælti með þessari leið þegar hann lagði níu valkosti fyrir ríkisstjórn í fyrradag. „Ég tel að þetta muni minnka líkurnar á því að veiran komist hingað inn,“ segir Þórólfur Guðnason. Með skimun hafi hingað til tekist að koma í veg fyrir að fimmtíu manns hafi borið smit inn í landið. Samt sem áður hafi nú um eitt hundrað og tuttugu manns smitast af einu afbrigði veirunnar sem ekki sé ljóst hvernig komist hafi inn í landið. „Þannig að ef við fáum tíu eða tuttugufalt svona faraldur gætum við verið í verulegum vandræðum hér innanlands og það er þeim grunni sem ég tel að við þurfum að vera mjög hörð. Sérstaklega á meðan faraldurinn er í vexti,“ segir Þórólfur. „Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi. Við sjáum að það loforð getur enginn gefið. en við erum að reyna lágmarka áhættuna hér innanlands þannig að röskunin verði sem minnst,“ segir forsætisráðherra. Þannig verði mögulega hægt draga úr öðrum takmörkunum innanlands og koma samfélaginu í eðlilegra horf. Kostnaður og álag vegna skimana og sýntaöku ætti að vera viðráðanlegt þar sem viðbúið er að aðgerðin dragi verulega úr fjölda ferðamanna. Hversu mikið liggur ekki fyrir. Ákvörðunin erfið og vonbrigðum blandin „Það eru auðvitað vonbrigði að taka svona ákvörðun og ekki auðvelt að taka svona ákvörðun. En við höfum verið skýr með það allan tímann að fylgja ráðleggingum sóttvarnaryfirvalda og þessi ráðlegging var mjög skýr,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Skoða þurfi frekari aðgerðir til að koma til móts við ferðaþjónustuna. „Fólk sem kannski bjó sig undir það að geta viðhaldið einhverjum rekstri í vetur. Það kann að breytast hjá mörgum fyrirtækjum ef við sjáum mjög fáa koma. Þannig ég held að við hljótum að endurmeta það eins og annað í þessu verkefni,“ segir Þórdís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðaþjónusta fatlaðra Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira