Hefja undirbúning verkfallsaðgerða hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. janúar 2020 15:39 Mynd er af fundi samninganefndarinnar í dag 10. janúar þar sem tillaga um vinnustöðvun var samþykkt. Nefndin er skipuð félagsmönnum Eflingar hjá borginni. efling Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur samþykkt tillögu um vinnustöðvun sem áformað er að hefjist í febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Þar segir að félagsmenn þurfi að samþykkja tillöguna og að undirbúningur sé hafinn á skrifstofum Eflingar fyrir atkvæðagreiðslu. Samkvæmt tillögunni verða hálfir og heilir verkfallsdagar með stigvaxandi þéttleika fyrri hluta febrúarmánuðar og ótímabundið verkfall frá mánudeginum 17. febrúar. Rúmlega 1800 starfsmenn Reykjavíkurborgar starfa undir kjarasamningi Eflingar. Þar af eru yfir 1000 á leikskólum, 710 í umönnunarstörfum á Velferðarsviði og um 140 í fjölbreyttum störfum á Umhverfis- og skipulagssviði. „Reykjavíkurborg hefur enga viðleitni sýnt til að koma til móts við vanda láglaunafólksins sem heldur uppi grunnþjónustu borgarinnar eða til að standa við eigin fagurgala um borgina sem vinnustað jöfnuðar. Reykjavíkurborg hefur sýnt starfsfólki sínu á lægstu laununum vanvirðingu í þessum viðræðum, með framkomu sinni, töfum og sinnuleysi,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formaður Eflingar. „Við höfum fengið nóg. Við krefjumst þess að gengið verði frá sanngjörnum samningi sem fyrst. Við bindum vonir við fundinn í næstu viku.“ Tillögu samninganefndar Eflingar um vinnustöðvun má sjá hér fyrir neðan: Fundur samninganefndar Eflingar - stéttarfélags gagnvart Reykjavíkurborg haldinn 10. janúar 2020 kl. 13:30 í salarkynnum Ríkissáttasemjara, Borgartúni 21, samþykkir að láta fara fram atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar skv. 15. grein laga 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Samningaviðræður um framlagðar kröfur Eflingar - stéttarfélags vegna endurnýjunar kjarasamnings við Reykjavíkurborg fyrir hönd félagsmanna Eflingar hafa reynst árangurslausar þrátt fyrir milligöngu ríkissáttasemjara. Yfirlýsing um að félagið telji viðræðurnar árangurslausar var send til ríkissáttasemjara og Reykjavíkurborgar þann 20. desember 2019 og staðfest á fundi 10. janúar 2020. Vinnustöðvunin tekur til félagsmanna Eflingar sem vinna hjá Reykjavíkurborg skv. kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Eflingar - stéttarfélags sem rann út þann 31. mars 2019. Vinnustöðvunin tekur til allra þeirra starfa sem unnin eru samkvæmt ofangreindum samningi. Vinnustöðvunin er með þeim hætti að félagsmenn leggja niður vinnu annars vegar tímabundið á tilgreindum dögum og hins vegar ótímabundið frá tiltekinni dagsetningu. - Þriðjudagur 4. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 á hádegi og fram til klukkan 23:59. - Fimmtudagur 6. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. - Þriðjudagur 11. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 12:00 á hádegi og fram til klukkan 23:59. - Miðvikudagur 12. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. - Fimmtudagur 13. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. - Mánudagur 17. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og ótímabundið eftir það.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann Benedikt saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann. Nú sé vinnustaðurinn orðinn nær fjandsamlegur fjölskyldu- og einkalífi. 4. desember 2019 12:48 Efling slítur viðræðum við Reykjavíkurborg Bréf þess efnis var sent ríkissáttasemjara og Reykjavíkurborg eftir hádegi í dag. 20. desember 2019 16:39 Telur að niðurskurðurinn hafi aldrei verið lagfærður Stéttarfélagið Efling hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Reykjavíkurborg. Bréf þess efnis var sent ríkissáttasemjara og Reykjavíkurborg eftir hádegi í dag. 20. desember 2019 22:17 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur samþykkt tillögu um vinnustöðvun sem áformað er að hefjist í febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Þar segir að félagsmenn þurfi að samþykkja tillöguna og að undirbúningur sé hafinn á skrifstofum Eflingar fyrir atkvæðagreiðslu. Samkvæmt tillögunni verða hálfir og heilir verkfallsdagar með stigvaxandi þéttleika fyrri hluta febrúarmánuðar og ótímabundið verkfall frá mánudeginum 17. febrúar. Rúmlega 1800 starfsmenn Reykjavíkurborgar starfa undir kjarasamningi Eflingar. Þar af eru yfir 1000 á leikskólum, 710 í umönnunarstörfum á Velferðarsviði og um 140 í fjölbreyttum störfum á Umhverfis- og skipulagssviði. „Reykjavíkurborg hefur enga viðleitni sýnt til að koma til móts við vanda láglaunafólksins sem heldur uppi grunnþjónustu borgarinnar eða til að standa við eigin fagurgala um borgina sem vinnustað jöfnuðar. Reykjavíkurborg hefur sýnt starfsfólki sínu á lægstu laununum vanvirðingu í þessum viðræðum, með framkomu sinni, töfum og sinnuleysi,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formaður Eflingar. „Við höfum fengið nóg. Við krefjumst þess að gengið verði frá sanngjörnum samningi sem fyrst. Við bindum vonir við fundinn í næstu viku.“ Tillögu samninganefndar Eflingar um vinnustöðvun má sjá hér fyrir neðan: Fundur samninganefndar Eflingar - stéttarfélags gagnvart Reykjavíkurborg haldinn 10. janúar 2020 kl. 13:30 í salarkynnum Ríkissáttasemjara, Borgartúni 21, samþykkir að láta fara fram atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar skv. 15. grein laga 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Samningaviðræður um framlagðar kröfur Eflingar - stéttarfélags vegna endurnýjunar kjarasamnings við Reykjavíkurborg fyrir hönd félagsmanna Eflingar hafa reynst árangurslausar þrátt fyrir milligöngu ríkissáttasemjara. Yfirlýsing um að félagið telji viðræðurnar árangurslausar var send til ríkissáttasemjara og Reykjavíkurborgar þann 20. desember 2019 og staðfest á fundi 10. janúar 2020. Vinnustöðvunin tekur til félagsmanna Eflingar sem vinna hjá Reykjavíkurborg skv. kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Eflingar - stéttarfélags sem rann út þann 31. mars 2019. Vinnustöðvunin tekur til allra þeirra starfa sem unnin eru samkvæmt ofangreindum samningi. Vinnustöðvunin er með þeim hætti að félagsmenn leggja niður vinnu annars vegar tímabundið á tilgreindum dögum og hins vegar ótímabundið frá tiltekinni dagsetningu. - Þriðjudagur 4. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 á hádegi og fram til klukkan 23:59. - Fimmtudagur 6. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. - Þriðjudagur 11. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 12:00 á hádegi og fram til klukkan 23:59. - Miðvikudagur 12. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. - Fimmtudagur 13. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. - Mánudagur 17. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og ótímabundið eftir það.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann Benedikt saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann. Nú sé vinnustaðurinn orðinn nær fjandsamlegur fjölskyldu- og einkalífi. 4. desember 2019 12:48 Efling slítur viðræðum við Reykjavíkurborg Bréf þess efnis var sent ríkissáttasemjara og Reykjavíkurborg eftir hádegi í dag. 20. desember 2019 16:39 Telur að niðurskurðurinn hafi aldrei verið lagfærður Stéttarfélagið Efling hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Reykjavíkurborg. Bréf þess efnis var sent ríkissáttasemjara og Reykjavíkurborg eftir hádegi í dag. 20. desember 2019 22:17 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann Benedikt saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann. Nú sé vinnustaðurinn orðinn nær fjandsamlegur fjölskyldu- og einkalífi. 4. desember 2019 12:48
Efling slítur viðræðum við Reykjavíkurborg Bréf þess efnis var sent ríkissáttasemjara og Reykjavíkurborg eftir hádegi í dag. 20. desember 2019 16:39
Telur að niðurskurðurinn hafi aldrei verið lagfærður Stéttarfélagið Efling hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Reykjavíkurborg. Bréf þess efnis var sent ríkissáttasemjara og Reykjavíkurborg eftir hádegi í dag. 20. desember 2019 22:17