Margir ósáttir eftir að Regína og Max voru send heim: „Hneyksli“ Andri Eysteinsson skrifar 11. janúar 2020 14:42 Max og Regína á úrslitastundu í gær. Vísir/Marinó Flóvent Söngkonan Regína Ósk var í gær send heim eftir símakosningu skemmtiþáttarins Allir geta dansað og lýkur þar með þátttöku Regínu og Max Petrov. Ljóst er af viðbrögðunum við úrslitunum að þau Regína og Max áttu mikinn fjölda aðdáenda og voru margir ekki par sáttir með að sjá þau send heim. Þetta #rexit í Allir geta dansað er hneyksli!— Stefán Eiríksson (@StefanEiriks) January 10, 2020 Er einn mesti Max Petrov maður landsins og er brjálaður!!! #allirgetadansað— Styrmir Sigurðsson (@StySig) January 10, 2020 Þar á meðal voru sjálfir dómarar þáttarins en Regína og Max fengu góða dóma frá þeim Jóhanni Gunnari Arnarsyni, Karenu Reeve og Selmu Björnsdóttur, áður en þau lutu í lægra haldi í símakosningunni.Regína og Max dönsuðu í gærkvöld Quickstep við lagið Billy-A-Dick með Bette Midler, fengu þau tvær áttur og eina níu frá dómurunum. Allt kom hins vegar fyrir ekki eins og áður sagði og voru þau send heim eftir símakosningu. Fjöldi aðdáenda lét skoðun sína í kjölfarið í ljós á netinu. Hvatt var til þess að símakosningum yrði hætt í ljósi úrslitanna, kallað eftir því að hægt verði að kalla eitt par aftur inn í keppnina, ákvörðun þjóðarinnar sögð skammarleg og spurt hvort áhorfendur væru blindir eða hvort hæfileikar skiptu engu máli í keppninni. Regína Ósk fór yfir tíma sinn í þáttunum í færslu á Facebook síðu sinni og í útvarpsþættinum Bakaríið á Bylgjunni í morgun. Í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun sagði Regína að erfitt væri að kveðja þættina eftir svo góða frammistöðu. „Ég hefði verið aðeins sáttari ef eitthvað hefði klikkað eða við fengið lélegar einkunnir en það klikkaði ekkert og einkunnirnar voru góðar,“ sagði Regína sem segir eingöngu hafa munað örfáum atkvæðum. „Ég var mjög hissa. Þátturinn kom inn í líf mitt á rosalega góðum tíma, hann stækkaði mig og auðgaði líf mitt á rosalega mikinn hátt,“ sagði Regína Ósk sem bætir því við að henni líði ótrúlega vel bæði á sál og líkama. Áhorfendur eru alls ekki sáttir með að fá ekki að sjá Max og Regínu dansa meira.Vísir/Marínó Flóvent Regína segir mikinn tíma hafa farið í æfingar með Max Petrov en á köflum hafi ekki verið hægt að æfa saman vegna óviðráðanlegra aðstæðna. „Minn dansherra er frá Rússlandi og var að eignast barn. Það var allskonar að gerast í hans lífi,“ segir Regína. Quicksteppið í gær er ekki síðasti dansinn sem Regína ætlar að dansa en hún segist hafa velt því fyrir sér með eiginmanni sínum að skrá sig hjá danskennara. Hún segist hafa fundið fyrir því að hún sé frekar latin-dansari en Ballroom-dansari og er rúmban hennar uppáhaldsdans.„Nú verður bara að fara að einbeita sér að einhverju öðru. Leiðinlegt því það átti að vera æfing í dag, næst átti að vera Cha-cha-cha og ég var búin að kaupa búning,“sagði Regína Ósk hjá þeim Svavari og Einari í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. Allir geta dansað Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Söngkonan Regína Ósk var í gær send heim eftir símakosningu skemmtiþáttarins Allir geta dansað og lýkur þar með þátttöku Regínu og Max Petrov. Ljóst er af viðbrögðunum við úrslitunum að þau Regína og Max áttu mikinn fjölda aðdáenda og voru margir ekki par sáttir með að sjá þau send heim. Þetta #rexit í Allir geta dansað er hneyksli!— Stefán Eiríksson (@StefanEiriks) January 10, 2020 Er einn mesti Max Petrov maður landsins og er brjálaður!!! #allirgetadansað— Styrmir Sigurðsson (@StySig) January 10, 2020 Þar á meðal voru sjálfir dómarar þáttarins en Regína og Max fengu góða dóma frá þeim Jóhanni Gunnari Arnarsyni, Karenu Reeve og Selmu Björnsdóttur, áður en þau lutu í lægra haldi í símakosningunni.Regína og Max dönsuðu í gærkvöld Quickstep við lagið Billy-A-Dick með Bette Midler, fengu þau tvær áttur og eina níu frá dómurunum. Allt kom hins vegar fyrir ekki eins og áður sagði og voru þau send heim eftir símakosningu. Fjöldi aðdáenda lét skoðun sína í kjölfarið í ljós á netinu. Hvatt var til þess að símakosningum yrði hætt í ljósi úrslitanna, kallað eftir því að hægt verði að kalla eitt par aftur inn í keppnina, ákvörðun þjóðarinnar sögð skammarleg og spurt hvort áhorfendur væru blindir eða hvort hæfileikar skiptu engu máli í keppninni. Regína Ósk fór yfir tíma sinn í þáttunum í færslu á Facebook síðu sinni og í útvarpsþættinum Bakaríið á Bylgjunni í morgun. Í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun sagði Regína að erfitt væri að kveðja þættina eftir svo góða frammistöðu. „Ég hefði verið aðeins sáttari ef eitthvað hefði klikkað eða við fengið lélegar einkunnir en það klikkaði ekkert og einkunnirnar voru góðar,“ sagði Regína sem segir eingöngu hafa munað örfáum atkvæðum. „Ég var mjög hissa. Þátturinn kom inn í líf mitt á rosalega góðum tíma, hann stækkaði mig og auðgaði líf mitt á rosalega mikinn hátt,“ sagði Regína Ósk sem bætir því við að henni líði ótrúlega vel bæði á sál og líkama. Áhorfendur eru alls ekki sáttir með að fá ekki að sjá Max og Regínu dansa meira.Vísir/Marínó Flóvent Regína segir mikinn tíma hafa farið í æfingar með Max Petrov en á köflum hafi ekki verið hægt að æfa saman vegna óviðráðanlegra aðstæðna. „Minn dansherra er frá Rússlandi og var að eignast barn. Það var allskonar að gerast í hans lífi,“ segir Regína. Quicksteppið í gær er ekki síðasti dansinn sem Regína ætlar að dansa en hún segist hafa velt því fyrir sér með eiginmanni sínum að skrá sig hjá danskennara. Hún segist hafa fundið fyrir því að hún sé frekar latin-dansari en Ballroom-dansari og er rúmban hennar uppáhaldsdans.„Nú verður bara að fara að einbeita sér að einhverju öðru. Leiðinlegt því það átti að vera æfing í dag, næst átti að vera Cha-cha-cha og ég var búin að kaupa búning,“sagði Regína Ósk hjá þeim Svavari og Einari í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun.
Allir geta dansað Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“