Danir hafa gert breytingu á leikmannahópi sínum eftir tapið á móti Íslandi í fyrsta leik EM 2020.
Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska landsliðsins, ákvað að kalla á Morten ToftOlsen sem kemur inn í hópinn fyrir Jacob Holt.
Morten ToftOlsen er 35 ára gamall og spilar með TSVHannover-Burgdorf í Þýskalandi þar sem hann var valinn leikmaður ársins í fyrra.
Today's replacements!@dhf_haandbold@MKSZhandball#Montenegro@rushandball#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/xdDeUxI6HK
— EHF EURO (@EHFEURO) January 13, 2020
Í vetur hefur Olsen skorað 97 mörk og gefið 64 stoðsendingar í átján leikjum og er því að koma að 8,9 mörkum í leik með Hannover-Burgdorf.
Margir muna líka eftir frammistöðu hans á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 þegar Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum.
Morten Olsen var hetja danska liðsins í Ríó í forföllum Rasmus Lauge og launaði íslenska þjálfaranum traustið að velja sig í fjórtán manna hópinn með því að skora 30 mörk í keppninni.
Morten Olsen tók af skarið og skorað mikilvæg mörk þegar danska liðið vann Ólympíugullið í fyrsta sinn.
Danir mæta Ungverjum í dag og verða að vinna til þess að eiga möguleika á því að komast upp úr riðlinum.