Innlent

Sóttu slasaðan sjómann

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Áhöfnin á TF-EIR sótti skipverjann í nótt.
Áhöfnin á TF-EIR sótti skipverjann í nótt. vísir/vilhelm

Skipstjóri frystitogara sem staddur var 40 sjómílur austur af Norðfjarðarhorni hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í nótt og óskaði eftir aðstoð vegna slasaðs skipverja um borð.

Eftir samráð við þyrlulækni var ákveðið að kalla út áhöfnina á TF-EIR til að sækja manninn.

Að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni var TF-EIR komin að skipinu um áttaleytið í morgun og hífði hún manninn um borð.

Var ákveðið að fljúga með hann til Egilsstaða þar sem sjúkraflugvél Mýflugs beið. Var hann fluttur með vélinni undir læknishendur í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×