Grænkerakrásir Guðrúnar tilnefnd til Gourmand-verðlaunanna Stefán Árni Pálsson skrifar 13. janúar 2020 16:30 Guðrún Sóley tilnefnd til verðlauna fyrir bók sína. mynd/Rut Sigurðardóttir Matreiðslubók fjölmiðlakonunnar Guðrúnar Sóleyjar Gestsdóttur, Grænkerakrásir, var á dögunum tilnefnd í tveimur flokkum til alþjóðlegu Gourmand-matreiðslubókaverðlaunanna, annars vegar í flokki bóka um grænkerafæði og hins vegar í flokki skandínavískra bóka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgáfufélaginu Sölku. Bækur frá fleiri en 200 löndum og landsvæðum keppast um tilnefningu árlega en tilkynnt er um sigurvegara snemma sumars á viðburðum í París og Macao í Kína. Gourmand-verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1995. Grænkerakrásir komu út fyrir jólin í fyrra. Guðrún Sóley hefur alla tíð verið matargat og sælkeri sem veit fátt betra en að borða góðan mat, helst með mikilli sósu, í góðum félagsskap. Fyrir nokkrum árum ákvað hún að stíga skrefið til fulls og verða alfarið vegan. Þá hófst nýr kafli sem sneri að því að fóta sig með ný hráefni og nýjar forsendur í matargerð. „Sá kafli stendur enn yfir og er eitt skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekist á við,“ segir Guðrún Sóley og bætir við: „Heill heimur opnaðist fyrir mér og ég trúði varla möguleikunum sem öll þessi hráefni bjóða upp á; kryddin, ferska grænmetið, baunirnar, ávextirnir, jurtirnar, hneturnar, fræin. Pastað! Pizzurnar! Hamborgararnir! Kökurnar, kruðeríið og sælgætið. Og sósurnar – maður lifandi, sósurnar.“ Veganismi er ekki tiltekið mataræði, hann er ekki meinlætastefna og allra síst megrun. Hann er hugmyndafræði sem miðar að því að binda endi á kerfisbundið ofbeldi gegn dýrum, taka skilvirk og risastór skref í átt að umhverfisvernd og tryggja okkur hreysti, vellíðan og hamingju. „Hver einasta máltíð sem ég borða er litrík, bragðmikil og stútfull af vítamínum og góðri næringu. Ég neita að borða leiðinlegan mat, til þess er lífið of stutt,“ segir Guðrún Sóley og hlær. „Þess vegna einsetti ég mér að setja saman uppskriftir sem eru VEGAN og fullar af fjöri, kryddi og djúsi. Þær ættu að gagnast öllum, hvort sem markmiðið er að borða örlítið meira grænt, prófa kjötlausan dag eða geta boðið veganistanum í fjölskyldunni upp á eitthvað gómsætt í matarboðum.“ Bókmenntir Vegan Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Matreiðslubók fjölmiðlakonunnar Guðrúnar Sóleyjar Gestsdóttur, Grænkerakrásir, var á dögunum tilnefnd í tveimur flokkum til alþjóðlegu Gourmand-matreiðslubókaverðlaunanna, annars vegar í flokki bóka um grænkerafæði og hins vegar í flokki skandínavískra bóka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgáfufélaginu Sölku. Bækur frá fleiri en 200 löndum og landsvæðum keppast um tilnefningu árlega en tilkynnt er um sigurvegara snemma sumars á viðburðum í París og Macao í Kína. Gourmand-verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1995. Grænkerakrásir komu út fyrir jólin í fyrra. Guðrún Sóley hefur alla tíð verið matargat og sælkeri sem veit fátt betra en að borða góðan mat, helst með mikilli sósu, í góðum félagsskap. Fyrir nokkrum árum ákvað hún að stíga skrefið til fulls og verða alfarið vegan. Þá hófst nýr kafli sem sneri að því að fóta sig með ný hráefni og nýjar forsendur í matargerð. „Sá kafli stendur enn yfir og er eitt skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekist á við,“ segir Guðrún Sóley og bætir við: „Heill heimur opnaðist fyrir mér og ég trúði varla möguleikunum sem öll þessi hráefni bjóða upp á; kryddin, ferska grænmetið, baunirnar, ávextirnir, jurtirnar, hneturnar, fræin. Pastað! Pizzurnar! Hamborgararnir! Kökurnar, kruðeríið og sælgætið. Og sósurnar – maður lifandi, sósurnar.“ Veganismi er ekki tiltekið mataræði, hann er ekki meinlætastefna og allra síst megrun. Hann er hugmyndafræði sem miðar að því að binda endi á kerfisbundið ofbeldi gegn dýrum, taka skilvirk og risastór skref í átt að umhverfisvernd og tryggja okkur hreysti, vellíðan og hamingju. „Hver einasta máltíð sem ég borða er litrík, bragðmikil og stútfull af vítamínum og góðri næringu. Ég neita að borða leiðinlegan mat, til þess er lífið of stutt,“ segir Guðrún Sóley og hlær. „Þess vegna einsetti ég mér að setja saman uppskriftir sem eru VEGAN og fullar af fjöri, kryddi og djúsi. Þær ættu að gagnast öllum, hvort sem markmiðið er að borða örlítið meira grænt, prófa kjötlausan dag eða geta boðið veganistanum í fjölskyldunni upp á eitthvað gómsætt í matarboðum.“
Bókmenntir Vegan Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira