Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Kristján Már Unnarsson skrifar 13. janúar 2020 22:00 Árni Friðriksson lagði upp í loðnuleitina í dag frá olíubryggjunni í Örfirisey í Reykjavík þar sem hann var fylltur af olíu. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. Leiðangursstjórinn kveðst samt ekki of bjartsýnn en vill þó lifa í voninni. Myndir frá brottför voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Um tuttugu manna áhöfn er um borð, þar af fimm vísindamenn, en fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson er leiðangursstjóri. „Ásamt Árna Friðrikssyni þá verða í það minnsta tvö veiðiskip og núna erum við að horfa til að það verði Polar Amaroq, sem er grænlenskt veiðiskip, og Hákon, - þeir muni taka þátt í þessu með okkur. Þar erum við með fólk frá okkur á Hafró um borð hjá þeim,“ segir Birkir. Birkir Bárðarson fiskifræðingur er leiðangursstjóri.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Óvíst var hvort hægt yrði að hefja leiðangurinn í dag vegna veðurs. „Við ætlum að fara austur fyrir land, suður um, og erum svona að sæta lagi eins og veður leyfir, og þar ætlum við að byrja.“ Leitin mun einkum beinast að hafsvæðum undan Norður- og Austurlandi en fregnir hafa verið að berast af loðnu. „Við höfum heyrt af loðnu, reyndar bæði af Vestfjarðamiðum og síðan höfum við núna verið að fá fregnir núna frá Rifsbanka og svo austur um.“ Loðnubrestur í fyrra reyndist áfall fyrir hagkerfið enda er áætlað að jafnvel léleg loðnuvertíð geti skilað 15-20 milljarða króna útflutningsverðmæti. Það er því mikið undir að eitthvað finnist. Áætlað er leiðangurinn taki nítján daga en hann er undir stjórn Hafrannsóknastofnunar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Birkir segir loðnuna mikilvæga afurð en einnig mikilvæga fæðu í vistkerfinu við Ísland. „Við erum ekkert sérstaklega bjartsýnir í ár. Og það er út af því að síðastliðið haust þá kom lítið út úr mælingunni. Og það er á þessum árgangi sem er uppistaðan að veiðistofninum núna,“ segir Birkir. Stefnt er á nítján daga leiðangur. Hann vonast því til að hafa einhver svör í kringum næstu mánaðamót. „En eins og allir, þá bara lifi ég í voninni.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Tengdar fréttir Veiðiskipin Hákon og Bjarni Ólafsson í loðnuleitina með Árna Friðrikssyni Hafrannsóknastofnun stýrir leitinni og mælingum. Kostnaður útgerðanna er um 60 milljónir króna og leggur Hafrannsóknastofnun fram 30 milljónir. 9. janúar 2020 17:25 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. Leiðangursstjórinn kveðst samt ekki of bjartsýnn en vill þó lifa í voninni. Myndir frá brottför voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Um tuttugu manna áhöfn er um borð, þar af fimm vísindamenn, en fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson er leiðangursstjóri. „Ásamt Árna Friðrikssyni þá verða í það minnsta tvö veiðiskip og núna erum við að horfa til að það verði Polar Amaroq, sem er grænlenskt veiðiskip, og Hákon, - þeir muni taka þátt í þessu með okkur. Þar erum við með fólk frá okkur á Hafró um borð hjá þeim,“ segir Birkir. Birkir Bárðarson fiskifræðingur er leiðangursstjóri.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Óvíst var hvort hægt yrði að hefja leiðangurinn í dag vegna veðurs. „Við ætlum að fara austur fyrir land, suður um, og erum svona að sæta lagi eins og veður leyfir, og þar ætlum við að byrja.“ Leitin mun einkum beinast að hafsvæðum undan Norður- og Austurlandi en fregnir hafa verið að berast af loðnu. „Við höfum heyrt af loðnu, reyndar bæði af Vestfjarðamiðum og síðan höfum við núna verið að fá fregnir núna frá Rifsbanka og svo austur um.“ Loðnubrestur í fyrra reyndist áfall fyrir hagkerfið enda er áætlað að jafnvel léleg loðnuvertíð geti skilað 15-20 milljarða króna útflutningsverðmæti. Það er því mikið undir að eitthvað finnist. Áætlað er leiðangurinn taki nítján daga en hann er undir stjórn Hafrannsóknastofnunar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Birkir segir loðnuna mikilvæga afurð en einnig mikilvæga fæðu í vistkerfinu við Ísland. „Við erum ekkert sérstaklega bjartsýnir í ár. Og það er út af því að síðastliðið haust þá kom lítið út úr mælingunni. Og það er á þessum árgangi sem er uppistaðan að veiðistofninum núna,“ segir Birkir. Stefnt er á nítján daga leiðangur. Hann vonast því til að hafa einhver svör í kringum næstu mánaðamót. „En eins og allir, þá bara lifi ég í voninni.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Veiðiskipin Hákon og Bjarni Ólafsson í loðnuleitina með Árna Friðrikssyni Hafrannsóknastofnun stýrir leitinni og mælingum. Kostnaður útgerðanna er um 60 milljónir króna og leggur Hafrannsóknastofnun fram 30 milljónir. 9. janúar 2020 17:25 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
Veiðiskipin Hákon og Bjarni Ólafsson í loðnuleitina með Árna Friðrikssyni Hafrannsóknastofnun stýrir leitinni og mælingum. Kostnaður útgerðanna er um 60 milljónir króna og leggur Hafrannsóknastofnun fram 30 milljónir. 9. janúar 2020 17:25
Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15