Flóttamönnum heitið langtímaaðstoð við aðlögun Heimsljós kynnir 14. janúar 2020 09:55 Aya Mohammed Abdullah fyrrverandi flóttamaður sem nú býr í Sviss ávarpaði þátttakendur á ráðstefnunni í Genf. UNHCR. Á alþjóðlegri þriggja daga ráðstefnu um málefni flóttamanna í síðasta mánuði var þeim meðal annars heitið langtímaaðstoð við að aðlagast betur þeim samfélögum sem þeir dvelja í víðs vegar um heiminn. Í frétt Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) kemur fram að rúmlega 70 milljónir einstaklinga eru á vergangi í heiminum, þeirra á meðal 25,9 milljónir flóttamanna. Markmið ráðstefnunnar, sem haldin var í Genf, var að bregðast við aðstæðum þeirra millljóna sem hafa flúið stríð og ofsóknir. Jafnframt að bregðast við nýjum aðstæðum í þeim samfélögum sem veita flóttafólki skjól, en þau eru aðallega í þróunarríkjum. Alls sóttu ráðstefnuna – Global Refugee Forum – um þrjú þúsund þátttakendur, þjóðarleiðtogar, leiðtogar Sameinuðu þjóðanna, forráðamenn alþjóðlegra stofnana, leiðtogar úr viðskiptaheiminum og fulltrúar félagasamtaka. Ragnhildur Arnljótsdótir verðandi fastafulltrúi Íslands gagnvart Evrópuráðinu flutti ávarp fyrir Íslands hönd á fundinum eins og áður hefur verið sagt frá í frétt utanríkisráðuneytisins. Filippo Grandi flóttamannastjóri Sameinuðu þjóðanna lauk lofsorði á þau verkefni sem unnið er að í ýmsum löndum og þann víðtæka stuðning sem flóttamönnum var heitið á fundinum. Fyrirheit um stuðning af ýmsu tagi voru orðin alls 770 í lok ráðstefnunnar. „Hér er árangur í smíðum. Það er skylda okkar að láta þetta ganga upp,“ sagði Grandi. Fyrirheitin voru meðal annars um störf, skólapláss fyrir börn flóttamanna, nýjar stefnur stjórnvalda, lausnir eins og búsetukjör, hrein orka, innviðir og betri stuðningur við gistisamfélög og -þjóðir. Frekari fyrirheit eru væntanleg, segir í frétt UNHCR. Ísland veitir fjárstuðning til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og nýr rammasamningur hefur verið gerður til fjögurra ára fyrir tímabilið 2020 til 2023. Flóttamannastofnun SÞ er áherslustofnum í stefnu Íslands um alþjóðlega þróunarsamvinnu og gegnir lykilhlutverki í mannúðaraðstoð og neyðarviðbrögðum á heimsvísu. Í samstarfi við UNHCR eru 85 flóttamenn væntanlegir til Íslands á árinu.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent
Á alþjóðlegri þriggja daga ráðstefnu um málefni flóttamanna í síðasta mánuði var þeim meðal annars heitið langtímaaðstoð við að aðlagast betur þeim samfélögum sem þeir dvelja í víðs vegar um heiminn. Í frétt Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) kemur fram að rúmlega 70 milljónir einstaklinga eru á vergangi í heiminum, þeirra á meðal 25,9 milljónir flóttamanna. Markmið ráðstefnunnar, sem haldin var í Genf, var að bregðast við aðstæðum þeirra millljóna sem hafa flúið stríð og ofsóknir. Jafnframt að bregðast við nýjum aðstæðum í þeim samfélögum sem veita flóttafólki skjól, en þau eru aðallega í þróunarríkjum. Alls sóttu ráðstefnuna – Global Refugee Forum – um þrjú þúsund þátttakendur, þjóðarleiðtogar, leiðtogar Sameinuðu þjóðanna, forráðamenn alþjóðlegra stofnana, leiðtogar úr viðskiptaheiminum og fulltrúar félagasamtaka. Ragnhildur Arnljótsdótir verðandi fastafulltrúi Íslands gagnvart Evrópuráðinu flutti ávarp fyrir Íslands hönd á fundinum eins og áður hefur verið sagt frá í frétt utanríkisráðuneytisins. Filippo Grandi flóttamannastjóri Sameinuðu þjóðanna lauk lofsorði á þau verkefni sem unnið er að í ýmsum löndum og þann víðtæka stuðning sem flóttamönnum var heitið á fundinum. Fyrirheit um stuðning af ýmsu tagi voru orðin alls 770 í lok ráðstefnunnar. „Hér er árangur í smíðum. Það er skylda okkar að láta þetta ganga upp,“ sagði Grandi. Fyrirheitin voru meðal annars um störf, skólapláss fyrir börn flóttamanna, nýjar stefnur stjórnvalda, lausnir eins og búsetukjör, hrein orka, innviðir og betri stuðningur við gistisamfélög og -þjóðir. Frekari fyrirheit eru væntanleg, segir í frétt UNHCR. Ísland veitir fjárstuðning til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og nýr rammasamningur hefur verið gerður til fjögurra ára fyrir tímabilið 2020 til 2023. Flóttamannastofnun SÞ er áherslustofnum í stefnu Íslands um alþjóðlega þróunarsamvinnu og gegnir lykilhlutverki í mannúðaraðstoð og neyðarviðbrögðum á heimsvísu. Í samstarfi við UNHCR eru 85 flóttamenn væntanlegir til Íslands á árinu.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent