Eftirminnilegustu leikirnir við Ungverja á stórmótum: Þrjú mörk á sig í fyrri hálfleik, draumabyrjun á heimavelli og Voldemortinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2020 08:30 Ísland og Ungverjaland mætast í sextánda sinn á stórmóti í dag. Ísland mætir Ungverjalandi í þriðja og síðasta leik sínum í E-riðli Evrópumótsins í handbolta 2020 í Malmö í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Ísland er með fjögur stig á toppi riðilsins og er öruggt með sæti í milliriðli II. Íslendingar þurfa þó að vinna Ungverja til að taka tvö stig með sér. Í tilefni af leiknum gegn Ungverjalandi í dag hefur Vísir rifjað upp fjóra eftirminnilegustu leiki Íslendinga og Ungverja á stórmótum í gegnum tíðina.Ísland 22-16 Ungverjaland, ÓL 1992Guðmundur Hrafnkelsson varði vel gegn Ungverjum á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992.vísir/afpÍslenska vörnin skellti í lás í fyrri hálfleiknum gegn Ungverjalandi í þriðja leik sínum í A-riðli á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Ísland spilaði frábæran varnarleik í fyrri hálfleik og Ungverjaland skoraði aðeins þrjú mörk. Íslendingar buðu reyndar sjálfir ekki upp á neina flugeldasýningu í sókninni og skoruðu bara átta mörk. Leikurinn opnaðist aðeins í seinni hálfleik og Íslendingar juku muninn, náðu mest níu marka forskoti og unnu á endanum sex marka sigur, 22-16. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Ungverjalandi á stórmóti. Guðmundur Hrafnkelsson átti stórleik í íslenska markinu og varði 20 skot, eða rúmlega helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Ísland endaði í 2. sæti A-riðils með sjö stig af tíu mögulegum. Íslendingar enduðu að lokum í 4. sæti sem var besti árangur þeirra á Ólympíuleikum.Mörk Íslands: Valdimar Grímsson 6/4, Héðinn Gilsson 4, Geir Sveinsson 4, Sigurður Bjarnason 3, Birgir Sigurðsson 2, Einar Gunnar Sigurðsson 2, Jakob Sigurðsson 1.Ísland 23-20 Ungverjaland, HM 1995Júlíus Jónasson skoraði fimm mörk gegn Ungverjum á HM 1995. Á þessari mynd, sem birtist í DV, hefur hann sig til flugs og lætur vaða á ungverska markið.skjáskot af timarit.isÍslendingar héldu HM 1995 og ætluðu sér stóra hluti á heimavelli. Og byrjunin lofaði góðu. Ísland vann örugga sigra á Bandaríkjunum í Túnis í fyrstu tveimur leikjum sínum á HM og mætti svo Ungverjalandi í þeim þriðja. Ungverjar skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins en það var í eina skiptið sem þeir voru með forystuna. Íslendingar unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 11-9. Ísland var áfram með frumkvæðið í seinni hálfleik en Ungverjaland minnkaði muninn í 21-20 þegar lítið var eftir. Þá tók Valdimar Grímsson til sinna ráða og kláraði leikinn. Hann var markahæstur Íslendinga með níu mörk. Ísland vann á endanum þriggja marka sigur, 23-20, en þetta var í fyrsta sinn sem Ísland vann fyrstu þrjá leiki sína á HM. Svo fór allt í steik, Ísland tapaði fjórum síðustu leikjum sínum á HM og endaði í 14. sæti sem þóttu mikil vonbrigði. Eftir HM 1995 hætti Þorbergur Aðalsteinsson sem landsliðsþjálfari og við starfi hans tók Þorbjörn Jensson.Mörk Íslands: Valdimar Grímsson 9/5, Júlíus Jónasson 5, Geir Sveinsson 4, Sigurður Sveinsson 3, Dagur Sigurðsson 1, Jón Kristjánsson 1.Ísland 32-26 Ungverjaland, HM 2011Ísland byrjaði HM 2011 á því að vinna sex marka sigur á Ungverjalandi.vísir/epaÍsland hefur aldrei farið jafn vel af stað á stórmóti og á HM 2011. Ísland vann alla fimm leiki sína í B-riðli með samtals 38 mörkum og leit hrikalega vel út. Í fyrsta leiknum á HM 2011 sigraði Ísland Ungverjaland með sex marka mun, 32-26. Staðan í hálfleik var 14-11, Íslendingum í vil. Aron Pálmarsson fór mikinn í seinni hálfleik og skoraði þá sjö af átta mörkum sínum. Alexander Petersson skoraði fimm mörk og var stórgóður í vörninni. „Vörnin var frábær hjá okkur í þessum leik og ég var sáttur við hana eiginlega allan tímann,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson við Fréttablaðið eftir leikinn. Eftir frábæra byrjun á mótinu fór loftið úr íslensku blöðrunni og Íslendingar töpuðu síðustu fjórum leikjum sínum á mótinu. Niðurstaðan var samt 6. sæti sem er næstbesti árangur Íslands á HM.Mörk Íslands: Aron Pálmarsson 8, Alexander Petersson 5, Guðjón Valur Sigurðsson 4, Arnór Atlason 4, Ólafur Stefánsson 4/1, Róbert Gunnarsson 3, Ingimundur Ingimundarson 2, Þórir Ólafsson 1, Snorri Steinn Guðjónsson 1/1.Ísland 33-34 Ungverjaland, ÓL 2012Róbert Gunnarsson í baráttu við ungverska varnarmenn í leiknum hræðilega á Ólympíuleikunum í London fyrir átta árum.vísir/epaLeikurinn sem má ekki tala um. Voldemortinn í sögu íslenska handboltalandsliðsins. Það er of sárt að rifja hann upp. Pass.Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 8, Aron Pálmarsson 6, Róbert Gunnarsson 5, Arnór Atlason 4, Ólafur Stefánsson 3. EM 2020 í handbolta Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira
Ísland mætir Ungverjalandi í þriðja og síðasta leik sínum í E-riðli Evrópumótsins í handbolta 2020 í Malmö í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Ísland er með fjögur stig á toppi riðilsins og er öruggt með sæti í milliriðli II. Íslendingar þurfa þó að vinna Ungverja til að taka tvö stig með sér. Í tilefni af leiknum gegn Ungverjalandi í dag hefur Vísir rifjað upp fjóra eftirminnilegustu leiki Íslendinga og Ungverja á stórmótum í gegnum tíðina.Ísland 22-16 Ungverjaland, ÓL 1992Guðmundur Hrafnkelsson varði vel gegn Ungverjum á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992.vísir/afpÍslenska vörnin skellti í lás í fyrri hálfleiknum gegn Ungverjalandi í þriðja leik sínum í A-riðli á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Ísland spilaði frábæran varnarleik í fyrri hálfleik og Ungverjaland skoraði aðeins þrjú mörk. Íslendingar buðu reyndar sjálfir ekki upp á neina flugeldasýningu í sókninni og skoruðu bara átta mörk. Leikurinn opnaðist aðeins í seinni hálfleik og Íslendingar juku muninn, náðu mest níu marka forskoti og unnu á endanum sex marka sigur, 22-16. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Ungverjalandi á stórmóti. Guðmundur Hrafnkelsson átti stórleik í íslenska markinu og varði 20 skot, eða rúmlega helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Ísland endaði í 2. sæti A-riðils með sjö stig af tíu mögulegum. Íslendingar enduðu að lokum í 4. sæti sem var besti árangur þeirra á Ólympíuleikum.Mörk Íslands: Valdimar Grímsson 6/4, Héðinn Gilsson 4, Geir Sveinsson 4, Sigurður Bjarnason 3, Birgir Sigurðsson 2, Einar Gunnar Sigurðsson 2, Jakob Sigurðsson 1.Ísland 23-20 Ungverjaland, HM 1995Júlíus Jónasson skoraði fimm mörk gegn Ungverjum á HM 1995. Á þessari mynd, sem birtist í DV, hefur hann sig til flugs og lætur vaða á ungverska markið.skjáskot af timarit.isÍslendingar héldu HM 1995 og ætluðu sér stóra hluti á heimavelli. Og byrjunin lofaði góðu. Ísland vann örugga sigra á Bandaríkjunum í Túnis í fyrstu tveimur leikjum sínum á HM og mætti svo Ungverjalandi í þeim þriðja. Ungverjar skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins en það var í eina skiptið sem þeir voru með forystuna. Íslendingar unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 11-9. Ísland var áfram með frumkvæðið í seinni hálfleik en Ungverjaland minnkaði muninn í 21-20 þegar lítið var eftir. Þá tók Valdimar Grímsson til sinna ráða og kláraði leikinn. Hann var markahæstur Íslendinga með níu mörk. Ísland vann á endanum þriggja marka sigur, 23-20, en þetta var í fyrsta sinn sem Ísland vann fyrstu þrjá leiki sína á HM. Svo fór allt í steik, Ísland tapaði fjórum síðustu leikjum sínum á HM og endaði í 14. sæti sem þóttu mikil vonbrigði. Eftir HM 1995 hætti Þorbergur Aðalsteinsson sem landsliðsþjálfari og við starfi hans tók Þorbjörn Jensson.Mörk Íslands: Valdimar Grímsson 9/5, Júlíus Jónasson 5, Geir Sveinsson 4, Sigurður Sveinsson 3, Dagur Sigurðsson 1, Jón Kristjánsson 1.Ísland 32-26 Ungverjaland, HM 2011Ísland byrjaði HM 2011 á því að vinna sex marka sigur á Ungverjalandi.vísir/epaÍsland hefur aldrei farið jafn vel af stað á stórmóti og á HM 2011. Ísland vann alla fimm leiki sína í B-riðli með samtals 38 mörkum og leit hrikalega vel út. Í fyrsta leiknum á HM 2011 sigraði Ísland Ungverjaland með sex marka mun, 32-26. Staðan í hálfleik var 14-11, Íslendingum í vil. Aron Pálmarsson fór mikinn í seinni hálfleik og skoraði þá sjö af átta mörkum sínum. Alexander Petersson skoraði fimm mörk og var stórgóður í vörninni. „Vörnin var frábær hjá okkur í þessum leik og ég var sáttur við hana eiginlega allan tímann,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson við Fréttablaðið eftir leikinn. Eftir frábæra byrjun á mótinu fór loftið úr íslensku blöðrunni og Íslendingar töpuðu síðustu fjórum leikjum sínum á mótinu. Niðurstaðan var samt 6. sæti sem er næstbesti árangur Íslands á HM.Mörk Íslands: Aron Pálmarsson 8, Alexander Petersson 5, Guðjón Valur Sigurðsson 4, Arnór Atlason 4, Ólafur Stefánsson 4/1, Róbert Gunnarsson 3, Ingimundur Ingimundarson 2, Þórir Ólafsson 1, Snorri Steinn Guðjónsson 1/1.Ísland 33-34 Ungverjaland, ÓL 2012Róbert Gunnarsson í baráttu við ungverska varnarmenn í leiknum hræðilega á Ólympíuleikunum í London fyrir átta árum.vísir/epaLeikurinn sem má ekki tala um. Voldemortinn í sögu íslenska handboltalandsliðsins. Það er of sárt að rifja hann upp. Pass.Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 8, Aron Pálmarsson 6, Róbert Gunnarsson 5, Arnór Atlason 4, Ólafur Stefánsson 3.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn