Tölvuþrjótar hóta að selja Instagram-reikninginn og eyða öllum myndum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. janúar 2020 19:00 Arna Ýr Jónsdóttir áhrifavaldur segir tölvuþrjót blokka aðgang að Instagramminu hennar og ætli að eyða myndum og selja reikninginn. Tölvuþrjótar sem hökkuðu sig inn á Instagram ungrar konu með tugi þúsunda fylgjenda hóta að selja reikninginn og eyða öllum myndum. Konan sem hefur notað Instagram í atvinnuskyni segir bæði um persónulegt og fjárhagslegt tjón að ræða. „Kærastinn minn ætlaði að skoða Instagrammið mitt í morgun og sá þá að það var horfið. Hann lét mig vita og þegar ég ætla að skrá mig inn var það ekki hægt, það var eins og einhver annar væri inná því. Ég kannaði þá netfangið mitt sem er tengt Instagramminu og komst að því að annar hafði skráð sig inná það,“ segir Arna Ýr Jónsdóttir, fegurðardrottning og áhrifavaldur. Sá sem hafði hakkað reikninginn hennar er skráður í Bandaríkjunum. Tölvuþrjóturinn breytti netfanginu sem Instagrammið var tengt við þannig að Arna missir þannig stjórn á samfélagsmiðlinum. „Þegar ég kannaði svo tölvupóstinn minn sá ég skilaboð frá manni þar sem kom fram að ég hefði tvo klukkutíma til að svara honum, annars myndi hann eyða myndunum á Instagramminu og selja reikninginn. Hann er nú ekki klárari en svo að eftir um 20 mínútur lét hann mig vita að ég hefði klukkustund til að svara.“ Arna Ýr hefur birt hundruð mynda á Instagram-reikningi sínum og tjónið er því tilfinnanlegt. Arna Ýr svaraði ekki skilaboðunum þannig að hakkarinn sendi að skilaboð í dag um að hann ætli að eyða myndunum og selja reikninginn. Arna, sem hefur notað Instagrammið í atvinnuskyni með því að kynna vörur og ráð í foreldrahlutverkinu, segir tjónið tilfinnanlegt. Einn af tölvupóstunum sem Arna Ýr fékk sendan frá þrjótunum. „Það hefur tekið mig fjögur ár að byggja upp þetta Instagram og ég er með fimmtíu og fimmþúsund fylgendur. Ég hef notað það til að kynna vörur fyrir fyrirtæki og til að gefa foreldrum ráð í uppeldishlutverkinu og þannig unnið mér inn tekjur. Ég var að klára fæðingarorlof og er að fara í háskóla í haust þannig að ég ætlaði að vinna gegnum þennan miðil en ef ég endurheimti ekki reikninginn getur það orðið erfitt en alls ekki útilokað,“ segir Arna Ýr. Arna hafði beint samband við Instagram í dag og var beðinn um ítarlegar upplýsingar eins og vegabréfsmynd. Hún vonar að þetta verði til þess að reikningurinn verði opnaður fyrir hana á ný. Hægt er að fara inná haveibeenpwned.com til að kanna hvort tölvuþrjótar séu að skoða persónuleg gögn. Forvarnir mikilvægar Sérfræðingar í netglæpum sem fréttastofa hafði samband við í dag segja að tilfelli sem þetta séu nokkuð algeng. Í flestum tilvikum komist tölvuþrjótarnir þá yfir lykilorð viðkomandi. Dæmi séu um að þeir hafi komist yfir þau með því að hakka sig inná stórar þjónustuveitur sem geyma slíkar upplýsingar eða ef notendur eru með auðveld lykilorð eða nota þau víða. Þeir benda á að samfélagsmiðlarnir bjóði oft upp á ágætis varnir og fólk þurfi að nota þær. Þá sé hægt að kanna hvort að þrjótar hafi verið að skoða gögn viðkomandi með því að fara inná vefsíðuna haveibeenpwned.com. Bent er á að ef hakkarar komist yfir samfélagsmiðla sé best fyrir fólk að hafa beint samband við viðkomandi fyrirtæki og biðja um að reikningarnir séu opnaðir. Netöryggi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Arna Ýr á von á sínu fyrsta barni Arna Ýr Jónsdóttir, fyrrum Ungfrú Ísland og Miss Universe Iceland, á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum Vigni Þór Bollasyni. 8. desember 2018 21:45 Kjóllinn sem tryggir þér sigur í Miss Universe Iceland Birta Abiba Þórhallsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ á laugardagskvöldið. 2. september 2019 12:30 Móðurmál: Arna Ýr segir góða reynslu af meðgöngu vera tabú Arna Ýr fyrirsæta og fegurðardrotting og kærasti hennar Vignir eignuðust í sumar sitt fyrsta barn. Arna Ýr er fjórði viðmælandi Móðurmáls. 17. september 2019 20:30 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira
Tölvuþrjótar sem hökkuðu sig inn á Instagram ungrar konu með tugi þúsunda fylgjenda hóta að selja reikninginn og eyða öllum myndum. Konan sem hefur notað Instagram í atvinnuskyni segir bæði um persónulegt og fjárhagslegt tjón að ræða. „Kærastinn minn ætlaði að skoða Instagrammið mitt í morgun og sá þá að það var horfið. Hann lét mig vita og þegar ég ætla að skrá mig inn var það ekki hægt, það var eins og einhver annar væri inná því. Ég kannaði þá netfangið mitt sem er tengt Instagramminu og komst að því að annar hafði skráð sig inná það,“ segir Arna Ýr Jónsdóttir, fegurðardrottning og áhrifavaldur. Sá sem hafði hakkað reikninginn hennar er skráður í Bandaríkjunum. Tölvuþrjóturinn breytti netfanginu sem Instagrammið var tengt við þannig að Arna missir þannig stjórn á samfélagsmiðlinum. „Þegar ég kannaði svo tölvupóstinn minn sá ég skilaboð frá manni þar sem kom fram að ég hefði tvo klukkutíma til að svara honum, annars myndi hann eyða myndunum á Instagramminu og selja reikninginn. Hann er nú ekki klárari en svo að eftir um 20 mínútur lét hann mig vita að ég hefði klukkustund til að svara.“ Arna Ýr hefur birt hundruð mynda á Instagram-reikningi sínum og tjónið er því tilfinnanlegt. Arna Ýr svaraði ekki skilaboðunum þannig að hakkarinn sendi að skilaboð í dag um að hann ætli að eyða myndunum og selja reikninginn. Arna, sem hefur notað Instagrammið í atvinnuskyni með því að kynna vörur og ráð í foreldrahlutverkinu, segir tjónið tilfinnanlegt. Einn af tölvupóstunum sem Arna Ýr fékk sendan frá þrjótunum. „Það hefur tekið mig fjögur ár að byggja upp þetta Instagram og ég er með fimmtíu og fimmþúsund fylgendur. Ég hef notað það til að kynna vörur fyrir fyrirtæki og til að gefa foreldrum ráð í uppeldishlutverkinu og þannig unnið mér inn tekjur. Ég var að klára fæðingarorlof og er að fara í háskóla í haust þannig að ég ætlaði að vinna gegnum þennan miðil en ef ég endurheimti ekki reikninginn getur það orðið erfitt en alls ekki útilokað,“ segir Arna Ýr. Arna hafði beint samband við Instagram í dag og var beðinn um ítarlegar upplýsingar eins og vegabréfsmynd. Hún vonar að þetta verði til þess að reikningurinn verði opnaður fyrir hana á ný. Hægt er að fara inná haveibeenpwned.com til að kanna hvort tölvuþrjótar séu að skoða persónuleg gögn. Forvarnir mikilvægar Sérfræðingar í netglæpum sem fréttastofa hafði samband við í dag segja að tilfelli sem þetta séu nokkuð algeng. Í flestum tilvikum komist tölvuþrjótarnir þá yfir lykilorð viðkomandi. Dæmi séu um að þeir hafi komist yfir þau með því að hakka sig inná stórar þjónustuveitur sem geyma slíkar upplýsingar eða ef notendur eru með auðveld lykilorð eða nota þau víða. Þeir benda á að samfélagsmiðlarnir bjóði oft upp á ágætis varnir og fólk þurfi að nota þær. Þá sé hægt að kanna hvort að þrjótar hafi verið að skoða gögn viðkomandi með því að fara inná vefsíðuna haveibeenpwned.com. Bent er á að ef hakkarar komist yfir samfélagsmiðla sé best fyrir fólk að hafa beint samband við viðkomandi fyrirtæki og biðja um að reikningarnir séu opnaðir.
Netöryggi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Arna Ýr á von á sínu fyrsta barni Arna Ýr Jónsdóttir, fyrrum Ungfrú Ísland og Miss Universe Iceland, á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum Vigni Þór Bollasyni. 8. desember 2018 21:45 Kjóllinn sem tryggir þér sigur í Miss Universe Iceland Birta Abiba Þórhallsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ á laugardagskvöldið. 2. september 2019 12:30 Móðurmál: Arna Ýr segir góða reynslu af meðgöngu vera tabú Arna Ýr fyrirsæta og fegurðardrotting og kærasti hennar Vignir eignuðust í sumar sitt fyrsta barn. Arna Ýr er fjórði viðmælandi Móðurmáls. 17. september 2019 20:30 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira
Arna Ýr á von á sínu fyrsta barni Arna Ýr Jónsdóttir, fyrrum Ungfrú Ísland og Miss Universe Iceland, á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum Vigni Þór Bollasyni. 8. desember 2018 21:45
Kjóllinn sem tryggir þér sigur í Miss Universe Iceland Birta Abiba Þórhallsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ á laugardagskvöldið. 2. september 2019 12:30
Móðurmál: Arna Ýr segir góða reynslu af meðgöngu vera tabú Arna Ýr fyrirsæta og fegurðardrotting og kærasti hennar Vignir eignuðust í sumar sitt fyrsta barn. Arna Ýr er fjórði viðmælandi Móðurmáls. 17. september 2019 20:30