Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Kristján Már Unnarsson skrifar 14. janúar 2020 21:30 Bæirnir Kollavík og Borgir eru við Kollavíkurvatn. Grafík/Hafsteinn Þórðarson, Stöð 2. Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar sveitabæja við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir og óttast um silungsveiði í vatninu. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2. Stöðuvatnið kallast Kollavíkurvatn og er miðja vegu milli Raufarhafnar og Þórshafnar, inn af Kollavík. Í víkinni eru tveir bæir, Kollavík og Borgir. Á kortinu fyrir ofan sést hvernig sjávarkambur sem kallast Möl hefur girt víkina frá Þistilfirði og myndað stöðuvatn fyrir innan, en vatnið hefur verið rómað fyrir silungsveiði. Hér sést hvernig sjávarkamburinn, sem kallast Möl, girðir Kollavíkurvatn frá Þistilfirði, en myndin var tekin fyrir þremur árum ofan af Viðarfjalli.Mynd/Christopher Taylor. Svarthvít ljósmynd, sem Christopher Taylor tók fyrir þremur árum, sýnir vel hvernig Mölin lokaði af Kollavíkurvatn fyrir innan. En núna óttast bændurnir að silungsveiðin sé fyrir bí eftir að brimið rauf stórt skarð í Mölina í illviðrinu þann 10. desember og breytti stöðuvatninu í sjávarlón. Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum, sem tók ljósmyndina hér fyrir neðan á dögunum, segir vatnið núna orðið brimsalt. Myndin sýnir hvar aldan brotnar í skarðinu.Mynd/Vigdís Sigurðardóttir, Borgum. Skarðið var fyrst á eftir talið fimmtíu til eitthundrað metra breitt. Jakobína Ketilsdóttir, bóndi í Kollavík, segir að skarðið hafi síðan stækkað. Þegar menn skoðuðu það í dag hafi menn áætlað það allt að tvöhundruð metra breitt. Kollavík og Kollavíkurvatn. Bærinn Borgir og Viðarfjall til hægri. Fjær sést yfir Þistilfjörð í Gunnólfsvíkurfjall og Þórshöfn.Mynd/Álfhildur Eiríksdóttir. Húsfreyjurnar líkja þessu við náttúruhamfarir en Eiríkur Kristjánsson, bóndi í Borgum og eiginmaður Vigdísar, segir að þarna gæti kannski komið góð höfn í staðinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Óveður 10. og 11. desember 2019 Svalbarðshreppur Veður Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar sveitabæja við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir og óttast um silungsveiði í vatninu. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2. Stöðuvatnið kallast Kollavíkurvatn og er miðja vegu milli Raufarhafnar og Þórshafnar, inn af Kollavík. Í víkinni eru tveir bæir, Kollavík og Borgir. Á kortinu fyrir ofan sést hvernig sjávarkambur sem kallast Möl hefur girt víkina frá Þistilfirði og myndað stöðuvatn fyrir innan, en vatnið hefur verið rómað fyrir silungsveiði. Hér sést hvernig sjávarkamburinn, sem kallast Möl, girðir Kollavíkurvatn frá Þistilfirði, en myndin var tekin fyrir þremur árum ofan af Viðarfjalli.Mynd/Christopher Taylor. Svarthvít ljósmynd, sem Christopher Taylor tók fyrir þremur árum, sýnir vel hvernig Mölin lokaði af Kollavíkurvatn fyrir innan. En núna óttast bændurnir að silungsveiðin sé fyrir bí eftir að brimið rauf stórt skarð í Mölina í illviðrinu þann 10. desember og breytti stöðuvatninu í sjávarlón. Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum, sem tók ljósmyndina hér fyrir neðan á dögunum, segir vatnið núna orðið brimsalt. Myndin sýnir hvar aldan brotnar í skarðinu.Mynd/Vigdís Sigurðardóttir, Borgum. Skarðið var fyrst á eftir talið fimmtíu til eitthundrað metra breitt. Jakobína Ketilsdóttir, bóndi í Kollavík, segir að skarðið hafi síðan stækkað. Þegar menn skoðuðu það í dag hafi menn áætlað það allt að tvöhundruð metra breitt. Kollavík og Kollavíkurvatn. Bærinn Borgir og Viðarfjall til hægri. Fjær sést yfir Þistilfjörð í Gunnólfsvíkurfjall og Þórshöfn.Mynd/Álfhildur Eiríksdóttir. Húsfreyjurnar líkja þessu við náttúruhamfarir en Eiríkur Kristjánsson, bóndi í Borgum og eiginmaður Vigdísar, segir að þarna gæti kannski komið góð höfn í staðinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Óveður 10. og 11. desember 2019 Svalbarðshreppur Veður Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira