Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Kristján Már Unnarsson skrifar 14. janúar 2020 21:30 Bæirnir Kollavík og Borgir eru við Kollavíkurvatn. Grafík/Hafsteinn Þórðarson, Stöð 2. Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar sveitabæja við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir og óttast um silungsveiði í vatninu. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2. Stöðuvatnið kallast Kollavíkurvatn og er miðja vegu milli Raufarhafnar og Þórshafnar, inn af Kollavík. Í víkinni eru tveir bæir, Kollavík og Borgir. Á kortinu fyrir ofan sést hvernig sjávarkambur sem kallast Möl hefur girt víkina frá Þistilfirði og myndað stöðuvatn fyrir innan, en vatnið hefur verið rómað fyrir silungsveiði. Hér sést hvernig sjávarkamburinn, sem kallast Möl, girðir Kollavíkurvatn frá Þistilfirði, en myndin var tekin fyrir þremur árum ofan af Viðarfjalli.Mynd/Christopher Taylor. Svarthvít ljósmynd, sem Christopher Taylor tók fyrir þremur árum, sýnir vel hvernig Mölin lokaði af Kollavíkurvatn fyrir innan. En núna óttast bændurnir að silungsveiðin sé fyrir bí eftir að brimið rauf stórt skarð í Mölina í illviðrinu þann 10. desember og breytti stöðuvatninu í sjávarlón. Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum, sem tók ljósmyndina hér fyrir neðan á dögunum, segir vatnið núna orðið brimsalt. Myndin sýnir hvar aldan brotnar í skarðinu.Mynd/Vigdís Sigurðardóttir, Borgum. Skarðið var fyrst á eftir talið fimmtíu til eitthundrað metra breitt. Jakobína Ketilsdóttir, bóndi í Kollavík, segir að skarðið hafi síðan stækkað. Þegar menn skoðuðu það í dag hafi menn áætlað það allt að tvöhundruð metra breitt. Kollavík og Kollavíkurvatn. Bærinn Borgir og Viðarfjall til hægri. Fjær sést yfir Þistilfjörð í Gunnólfsvíkurfjall og Þórshöfn.Mynd/Álfhildur Eiríksdóttir. Húsfreyjurnar líkja þessu við náttúruhamfarir en Eiríkur Kristjánsson, bóndi í Borgum og eiginmaður Vigdísar, segir að þarna gæti kannski komið góð höfn í staðinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Óveður 10. og 11. desember 2019 Svalbarðshreppur Veður Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar sveitabæja við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir og óttast um silungsveiði í vatninu. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2. Stöðuvatnið kallast Kollavíkurvatn og er miðja vegu milli Raufarhafnar og Þórshafnar, inn af Kollavík. Í víkinni eru tveir bæir, Kollavík og Borgir. Á kortinu fyrir ofan sést hvernig sjávarkambur sem kallast Möl hefur girt víkina frá Þistilfirði og myndað stöðuvatn fyrir innan, en vatnið hefur verið rómað fyrir silungsveiði. Hér sést hvernig sjávarkamburinn, sem kallast Möl, girðir Kollavíkurvatn frá Þistilfirði, en myndin var tekin fyrir þremur árum ofan af Viðarfjalli.Mynd/Christopher Taylor. Svarthvít ljósmynd, sem Christopher Taylor tók fyrir þremur árum, sýnir vel hvernig Mölin lokaði af Kollavíkurvatn fyrir innan. En núna óttast bændurnir að silungsveiðin sé fyrir bí eftir að brimið rauf stórt skarð í Mölina í illviðrinu þann 10. desember og breytti stöðuvatninu í sjávarlón. Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum, sem tók ljósmyndina hér fyrir neðan á dögunum, segir vatnið núna orðið brimsalt. Myndin sýnir hvar aldan brotnar í skarðinu.Mynd/Vigdís Sigurðardóttir, Borgum. Skarðið var fyrst á eftir talið fimmtíu til eitthundrað metra breitt. Jakobína Ketilsdóttir, bóndi í Kollavík, segir að skarðið hafi síðan stækkað. Þegar menn skoðuðu það í dag hafi menn áætlað það allt að tvöhundruð metra breitt. Kollavík og Kollavíkurvatn. Bærinn Borgir og Viðarfjall til hægri. Fjær sést yfir Þistilfjörð í Gunnólfsvíkurfjall og Þórshöfn.Mynd/Álfhildur Eiríksdóttir. Húsfreyjurnar líkja þessu við náttúruhamfarir en Eiríkur Kristjánsson, bóndi í Borgum og eiginmaður Vigdísar, segir að þarna gæti kannski komið góð höfn í staðinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Óveður 10. og 11. desember 2019 Svalbarðshreppur Veður Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira