„Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. janúar 2020 01:09 Frá Flateyri í kvöld. Mynd/Aðsend. „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ Svona lýsir Steinunn Guðný Einarsdóttir íbúi á Flateyri því hvernig sjónin var út um gluggann á heimili hennar í kvöld eftir að seinna snjóflóðið af tveimur féll við Flateyri.Þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum með stuttu millibili seint í kvöld, eitt í hlíðinni til móts við Suðureyri og tvö við Flateyri. Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna flóðanna og björgunarsveitir kallaðar út. Annað snjóflóðið féll að hluta á hús í jaðri bæjarins. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu voru þrír í húsinu þegar flóðið féll en þeim hefur öllum verið komið út, óhultum. Samkvæmt upplýsingum frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra þurfti að grafa unglingsstúlku út úr húsinu en enginn var alvarlegra slasaður. Hélt að eiginmaðurinn hefði keyrt á bílskúrshurðina Fyrra snjóflóðið við Flateyri féll um klukkan ellefu í kvöld og segir Steinunn Guðný að maður hennar hafi heyrt drunur þegar það féll. Því næst fengu þau tilkynningu um að brunavarnarkerfið í bát þeirra í höfninni á Flateyri hafi farið í gang. Svo virðist sem að snjóflóðið hafi fallið á og í höfnina og brunaði eiginmaður hennar því niður að höfninni. „Svo var ég búinn að heyra í honum að það væru allir bátar farnir úr höfninni. Báturinn okkar og allt sem fyrir því varð skilst mér,“ segir Steinunn en samkvæmt upplýsingum frá bæjarstjóranum á Ísafirði er ljóst að mikið tjón varð á höfninni. Skömmu seinna kom féll svo seinna snjóflóðið. Steinunn og fjölskylda hennar búa í efstu götunni á Flateyri. „Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur. Ég hélt að maðurinn minn hefði keyrt á bílskúrshurðina,“ segir Steinunn Guðný. „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn,“ segir Steinunn Guðný. Frá höfninni í Flateyri nú undir miðnætti. Bátar hafa losnað frá bryggju.Aðsend Varðskip á leiðinni með björgunarsveitarmenn Svo virðist sem að einhver hluti seinna snjóflóðsins hafi flætt yfir snjóflóðarvarnargarðinn sem þó bægði meginþunga snjóflóðsins frá bænum. Eftir að seinna snjóflóðið féll segist Steinunn Guðný hafa fært sig um set neðar á eyrina, í hús foreldra hennar. „Það er allir á fullu hér.“ Varðskipið Þór er lagt af stað frá Ísafirði til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn, auk þriggja lögreglumanna, og þá verður þyrla einnig send frá Reykjavík. Ekki hafa fengist nákvæmar upplýsingar um slys á fólki en eins og staðan er núna er ekki talið að neinn hafi slasast alvarlega. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
„Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ Svona lýsir Steinunn Guðný Einarsdóttir íbúi á Flateyri því hvernig sjónin var út um gluggann á heimili hennar í kvöld eftir að seinna snjóflóðið af tveimur féll við Flateyri.Þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum með stuttu millibili seint í kvöld, eitt í hlíðinni til móts við Suðureyri og tvö við Flateyri. Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna flóðanna og björgunarsveitir kallaðar út. Annað snjóflóðið féll að hluta á hús í jaðri bæjarins. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu voru þrír í húsinu þegar flóðið féll en þeim hefur öllum verið komið út, óhultum. Samkvæmt upplýsingum frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra þurfti að grafa unglingsstúlku út úr húsinu en enginn var alvarlegra slasaður. Hélt að eiginmaðurinn hefði keyrt á bílskúrshurðina Fyrra snjóflóðið við Flateyri féll um klukkan ellefu í kvöld og segir Steinunn Guðný að maður hennar hafi heyrt drunur þegar það féll. Því næst fengu þau tilkynningu um að brunavarnarkerfið í bát þeirra í höfninni á Flateyri hafi farið í gang. Svo virðist sem að snjóflóðið hafi fallið á og í höfnina og brunaði eiginmaður hennar því niður að höfninni. „Svo var ég búinn að heyra í honum að það væru allir bátar farnir úr höfninni. Báturinn okkar og allt sem fyrir því varð skilst mér,“ segir Steinunn en samkvæmt upplýsingum frá bæjarstjóranum á Ísafirði er ljóst að mikið tjón varð á höfninni. Skömmu seinna kom féll svo seinna snjóflóðið. Steinunn og fjölskylda hennar búa í efstu götunni á Flateyri. „Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur. Ég hélt að maðurinn minn hefði keyrt á bílskúrshurðina,“ segir Steinunn Guðný. „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn,“ segir Steinunn Guðný. Frá höfninni í Flateyri nú undir miðnætti. Bátar hafa losnað frá bryggju.Aðsend Varðskip á leiðinni með björgunarsveitarmenn Svo virðist sem að einhver hluti seinna snjóflóðsins hafi flætt yfir snjóflóðarvarnargarðinn sem þó bægði meginþunga snjóflóðsins frá bænum. Eftir að seinna snjóflóðið féll segist Steinunn Guðný hafa fært sig um set neðar á eyrina, í hús foreldra hennar. „Það er allir á fullu hér.“ Varðskipið Þór er lagt af stað frá Ísafirði til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn, auk þriggja lögreglumanna, og þá verður þyrla einnig send frá Reykjavík. Ekki hafa fengist nákvæmar upplýsingar um slys á fólki en eins og staðan er núna er ekki talið að neinn hafi slasast alvarlega. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Þrjú stór snjóflóð við Flateyri og Suðureyri með skömmu millibili Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna snjóflóða sem féllu á Vestfjörðum nú seint í kvöld. 14. janúar 2020 23:55 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þrjú stór snjóflóð við Flateyri og Suðureyri með skömmu millibili Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna snjóflóða sem féllu á Vestfjörðum nú seint í kvöld. 14. janúar 2020 23:55
Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59