Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar: „Kveikir alveg gríðarlega sterkar og miklar tilfinningar“ Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2020 08:48 Guðmundur Gunnarsson segir Vestfirðinga enn vera að hrósa happi yfir því að allir hafi sloppið ómeiddir úr þessum snjóflóðum sem féllu á Flateyri og Súgandafirði í gærkvöldi. MAGNÚS EINAR Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir Vestfirðinga enn vera að hrósa happi yfir því að allir hafi sloppið ómeiddir úr þessum snjóflóðum sem féllu á Flateyri og Súgandafirði í gærkvöldi. „Það er eitthvað sem er þakkarvert og eitthvað sem við getum seint fullþakkað þeim sem voru þarna á vettvangi og unnu þetta þrekvirki,“ segir Guðmundur, en hann var í viðtali í Bítinu í morgun. „Það er held ég öllum ljóst að það er ekkert grín þegar svona kraftar fara af stað og það verður að setja í samhengi að þarna erum við að tala um byggð, á Flateyri, þar sem svona snjóflóð og allt sem að því tengist – þetta kveikir alveg gríðarlega sterkar og miklar tilfinningar, bæði hjá þeim sem að búa þarna, þeim sem hafa búið þarna, þeim sem hafa tengingar hingað og eiginlega hjá Vestfirðingum öllum. En það eru, held ég að ég leyfi mér að segja, vel flestir sem þessu tengjast, í hálfgerðu áfalli. Við erum samt ofboðslega þakklát fyrir það að ekki fór verr. Það er þá óumdeilt að þarna skiptu varnargarðarnir sköpum,“ segir Guðmundur. Vísar hann þar í snjóflóðin sem féllu á Súðavík og Flateyri árið 1995. Meta tjón í birtingu Guðmundur segir það nú vera í fókus núna að hlúa vel að því fólki sem eru á þessum stöðum. „Fjölskyldan sem lenti í flóðinu er á leiðinni til Ísafjarðar. Það er verið að reyna að halda eins vel utan um þau eins og kostur er. Það var gert strax á vettvangi af miklum myndarbrag. Það sem er í áherslu núna að öðru leyti er að í birtingu munum við fara að meta þetta umtalsverða eignartjón. Bæði í höfninni, á skipum og bátum, og eignartjón líka á húsum. Það skellur líka þessi flóðbylgja á Suðureyri þar sem er vitað að varð umtalsvert eignartjón einnig.“ Guðmundur segir að á sama tíma séu Vestfirðingar að glíma við að það að veður er enn vont. Áfram þurfi að vera á vaktinni og eru sérfræðingar að meta hvort að hætta steðji að svæðum og hvort opna eigi vegi. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira
Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir Vestfirðinga enn vera að hrósa happi yfir því að allir hafi sloppið ómeiddir úr þessum snjóflóðum sem féllu á Flateyri og Súgandafirði í gærkvöldi. „Það er eitthvað sem er þakkarvert og eitthvað sem við getum seint fullþakkað þeim sem voru þarna á vettvangi og unnu þetta þrekvirki,“ segir Guðmundur, en hann var í viðtali í Bítinu í morgun. „Það er held ég öllum ljóst að það er ekkert grín þegar svona kraftar fara af stað og það verður að setja í samhengi að þarna erum við að tala um byggð, á Flateyri, þar sem svona snjóflóð og allt sem að því tengist – þetta kveikir alveg gríðarlega sterkar og miklar tilfinningar, bæði hjá þeim sem að búa þarna, þeim sem hafa búið þarna, þeim sem hafa tengingar hingað og eiginlega hjá Vestfirðingum öllum. En það eru, held ég að ég leyfi mér að segja, vel flestir sem þessu tengjast, í hálfgerðu áfalli. Við erum samt ofboðslega þakklát fyrir það að ekki fór verr. Það er þá óumdeilt að þarna skiptu varnargarðarnir sköpum,“ segir Guðmundur. Vísar hann þar í snjóflóðin sem féllu á Súðavík og Flateyri árið 1995. Meta tjón í birtingu Guðmundur segir það nú vera í fókus núna að hlúa vel að því fólki sem eru á þessum stöðum. „Fjölskyldan sem lenti í flóðinu er á leiðinni til Ísafjarðar. Það er verið að reyna að halda eins vel utan um þau eins og kostur er. Það var gert strax á vettvangi af miklum myndarbrag. Það sem er í áherslu núna að öðru leyti er að í birtingu munum við fara að meta þetta umtalsverða eignartjón. Bæði í höfninni, á skipum og bátum, og eignartjón líka á húsum. Það skellur líka þessi flóðbylgja á Suðureyri þar sem er vitað að varð umtalsvert eignartjón einnig.“ Guðmundur segir að á sama tíma séu Vestfirðingar að glíma við að það að veður er enn vont. Áfram þurfi að vera á vaktinni og eru sérfræðingar að meta hvort að hætta steðji að svæðum og hvort opna eigi vegi.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira