Erik Hamrén: Allir leikmennirnir hérna vilja vera þar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2020 23:00 Erik Hamrén valdi 23 leikmenn fyrir leikina á móti Kanada og El Salvador. Mynd/Youtube/KSÍ Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik á miðnætti í Kaliforníu þar sem liðið mætir Kanada í fyrri vináttulandsleik sínum í Bandaríkjaferð sinni. Ómars Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, ræddi við landsliðsþjálfarann Erik Hamrén fyrir leikinn en þetta er fyrri leikurinn af tveimur í ferðinni og sá seinni er á móti El Salvador á sunnudaginn. „Við stefnum á það að ná góðum úrslitum í þessum tveimur leikjum eins og við gerum í öllum leikjum sem við spilum. Þetta er líka hluti af undirbúningi okkar fyrir umspilsleikina í mars og fyrir Evrópukeppnina í sumar,“ sagði Erik Hamrén. „Sumir af þessum leikmönnum munu verða þar og allir leikmennirnir vilja vera þar. Það er gott að hitta þessa nýju leikmenn og það er líka gott að hitta eldri leikmennina til að hefja undirbúninginn fyrir umspilið,“ sagði Erik Hamrén „Hér fæ ég tækifæri til að sjá hvað þessir nýju menn geta inn á vellinum en ég fæ einnig að sjá hvernig mann þeir hafa geyma utan vallar. Ég held að þetta sé mjög góð leið til að gera það. Ungu strákarnir fá að sjá hvernig þetta gengur allt fyrir sig hjá A-landsliðinu,“ sagði Erik Hamrén. Í leikmannahópnum eru reynslumiklir leikmenn en einnig fullt af leikmönnum úr 21 árs landsliðinu. „Þetta er einn gluggi fyrir þá til að sýna sig fyrir mér en annar gluggi fyrir þá er auðvitað hvernig þeir eru að spila með sínum félagsliðum. Hér getum við séð þá í návígi og fáum að hitta þá. Með því að fá að tala við þá þá fæ ég að kynnast persónuleika þeirra betur,“ sagði Erik Hamrén. „Það hjálpar þeim að opna gluggann fyrir sig með því að standa sig vel í þessum leikjum,“ sagði Erik Hamrén en hann er ekki tilbúinn að lofa því að allir 23 leikmennirnir fái mínútur í leikjunum. „Ég get ekki lofað því í dag því ég þarf að sjá hvernig leikirnir þróast og hvernig þeir standa sig á æfingunum og hvort einhverjir meiðast. Ég ætla samt að reyna að nota eins marga og mögulegt er,“ sagði Erik Hamrén. Leikur Íslands og Kanada hefst á miðnætti að íslenskum tíma eða klukkan fjögur að staðartíma í Los Angeles. Leikið er á Championship Soccer Stadium í Irvine. Íslenska liðið mætir svo El Salvador á sunnudag. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik á miðnætti í Kaliforníu þar sem liðið mætir Kanada í fyrri vináttulandsleik sínum í Bandaríkjaferð sinni. Ómars Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, ræddi við landsliðsþjálfarann Erik Hamrén fyrir leikinn en þetta er fyrri leikurinn af tveimur í ferðinni og sá seinni er á móti El Salvador á sunnudaginn. „Við stefnum á það að ná góðum úrslitum í þessum tveimur leikjum eins og við gerum í öllum leikjum sem við spilum. Þetta er líka hluti af undirbúningi okkar fyrir umspilsleikina í mars og fyrir Evrópukeppnina í sumar,“ sagði Erik Hamrén. „Sumir af þessum leikmönnum munu verða þar og allir leikmennirnir vilja vera þar. Það er gott að hitta þessa nýju leikmenn og það er líka gott að hitta eldri leikmennina til að hefja undirbúninginn fyrir umspilið,“ sagði Erik Hamrén „Hér fæ ég tækifæri til að sjá hvað þessir nýju menn geta inn á vellinum en ég fæ einnig að sjá hvernig mann þeir hafa geyma utan vallar. Ég held að þetta sé mjög góð leið til að gera það. Ungu strákarnir fá að sjá hvernig þetta gengur allt fyrir sig hjá A-landsliðinu,“ sagði Erik Hamrén. Í leikmannahópnum eru reynslumiklir leikmenn en einnig fullt af leikmönnum úr 21 árs landsliðinu. „Þetta er einn gluggi fyrir þá til að sýna sig fyrir mér en annar gluggi fyrir þá er auðvitað hvernig þeir eru að spila með sínum félagsliðum. Hér getum við séð þá í návígi og fáum að hitta þá. Með því að fá að tala við þá þá fæ ég að kynnast persónuleika þeirra betur,“ sagði Erik Hamrén. „Það hjálpar þeim að opna gluggann fyrir sig með því að standa sig vel í þessum leikjum,“ sagði Erik Hamrén en hann er ekki tilbúinn að lofa því að allir 23 leikmennirnir fái mínútur í leikjunum. „Ég get ekki lofað því í dag því ég þarf að sjá hvernig leikirnir þróast og hvernig þeir standa sig á æfingunum og hvort einhverjir meiðast. Ég ætla samt að reyna að nota eins marga og mögulegt er,“ sagði Erik Hamrén. Leikur Íslands og Kanada hefst á miðnætti að íslenskum tíma eða klukkan fjögur að staðartíma í Los Angeles. Leikið er á Championship Soccer Stadium í Irvine. Íslenska liðið mætir svo El Salvador á sunnudag.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Sjá meira