Unglingsstúlkan útskrifuð og ráðherrar fljúga vestur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2020 12:37 Aðgerðarstjórn almannavarna á norðanverðum Vestfjörðum er staðsett á slökkvistöðinni á Ísafirði. Vísir/Egill Búist er við því að opnað verði fyrir umferð um Flateyrarveg um þrjúleytið í dag en samgöngur eru óðum að komast í samt lag á Vestfjörðum. Unglingsstúlkan sem lenti í snjóflóðinu á Flateyri á þriðjudagskvöld var útskrifuð af heilbrigðisstofnun Vestfjarða í gærkvöldi og líður vel samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, segir að verið sé að sjá fyrir endann á flestum verkefnum sem sinnt hafi verið frá því á þriðjdagskvöld. „Áherslan er núna að opna Flateyrarveginn, tryggja öryggi þeirra sem eiga leið um vegina hér - íbúana og viðbragðsaðila sem enn eru að störfum. Við erum einnig að huga að andlega þættinum. Fólki er mörgu hverju brugðið. Við erum að sinna þeim þætti með aðstoð áfallateymis Rauða krossins.“ Áfallahópur Rauða krossins sé að fara yfir þau svæði og meta þann fjölda sem gæti þurft á slíkri þjónustu að halda. Aðstæður á Flateyri í gær.Haukur Sigurðsson Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að átta sig á þeirri tilfinningu sem fólkið á Flateyri og Suðureyri hafi upplifað að vera ekki öruggur. „Ég held við getum öll sett okkur í þau spor. Þegar maður er ekki öruggur er maður óttaleginn. En þegar griðastaður manns, heimili manns, er ekki öruggur þá stigmagnast óttinn. Við fundum þetta mjög sterkt á Flateyri í gær. Það er þetta sem við þurfum að leggja áherslu á að vinna að núna, þessi sálgæsla. Koma með skýrar upplýsingar og svör um einmitt þetta. Maður skilur þetta. Þetta eru eðlilegar spurningar og eðlilegar tilfinningar. Hins vegar verðum við í fyrsta lagi að átta okkur á því að varnargarðurinn varnaði því að þarna yrði algjört stórslys.“ Framundan séu upplýsingafundir með íbúum á mánudag. „Við tókum ákvörðun um það strax núna í morgun að við þurfum að veita ofanflóðasérfræðingum okkar andrými til þess að ná saman þessum gögnum. Átta okkur almennilega á því hvað við erum að tala um þannig að við förum með réttar upplýsingar og getum gefið sem bestar upplýsingar. Það eru fyrirhugaðir íbúafundir á Flateyri og Suðureyri strax á mánudag. Þá með öllum þeim sem að komu til að svara öllum þessum spurningum.“ Í framhaldinu þurfi að meta hvort þörf sé á að hafa íbúafundi víðar. „Þá jafnvel í samstarfi við nágrannasveitarfélögin okkar. Þótt Flateyri og Suðureyri hafi verið bæirnir sem áttu í hlut áttum við okkur á því að það getur líka verið að fólk sé að upplifa þennan skort á öryggi annars staðar þar sem eru ofanflóðarvarnir. Við þurfum líka að bera virðingu fyrir því og höfum heyrt af því. Flateyri var dálítið mikið í forgrunni í gær því þar urðu þessir atburðir og varð mannbjörg. En á Suðureyri þurfum við líka að gefa fólkinu gaum. Þar erum við að upplifa hættu sem kemur svolítið aftan að fólki. Flóð hinum megin í hlíðinni sem veldur þessari flóðbylgju.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru á leiðinni til Vestfjarða með þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag. Guðmundur segist hafa rætt við flesta úr ráðherraliðinu í gær. „Það er ákveðinn styrkur að heyra að fólk er með okkur. Eftir að hafa farið sjálfur yfir á Flateyri í gær held ég að það væri mjög hollt fyrir þau líka að fá líka svona góða tilfinningu fyrir því hvað við erum nákvæmlega að tala um. Það hjálpar okkur alltaf að meta aðstæður.“ Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Búist er við því að opnað verði fyrir umferð um Flateyrarveg um þrjúleytið í dag en samgöngur eru óðum að komast í samt lag á Vestfjörðum. Unglingsstúlkan sem lenti í snjóflóðinu á Flateyri á þriðjudagskvöld var útskrifuð af heilbrigðisstofnun Vestfjarða í gærkvöldi og líður vel samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, segir að verið sé að sjá fyrir endann á flestum verkefnum sem sinnt hafi verið frá því á þriðjdagskvöld. „Áherslan er núna að opna Flateyrarveginn, tryggja öryggi þeirra sem eiga leið um vegina hér - íbúana og viðbragðsaðila sem enn eru að störfum. Við erum einnig að huga að andlega þættinum. Fólki er mörgu hverju brugðið. Við erum að sinna þeim þætti með aðstoð áfallateymis Rauða krossins.“ Áfallahópur Rauða krossins sé að fara yfir þau svæði og meta þann fjölda sem gæti þurft á slíkri þjónustu að halda. Aðstæður á Flateyri í gær.Haukur Sigurðsson Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að átta sig á þeirri tilfinningu sem fólkið á Flateyri og Suðureyri hafi upplifað að vera ekki öruggur. „Ég held við getum öll sett okkur í þau spor. Þegar maður er ekki öruggur er maður óttaleginn. En þegar griðastaður manns, heimili manns, er ekki öruggur þá stigmagnast óttinn. Við fundum þetta mjög sterkt á Flateyri í gær. Það er þetta sem við þurfum að leggja áherslu á að vinna að núna, þessi sálgæsla. Koma með skýrar upplýsingar og svör um einmitt þetta. Maður skilur þetta. Þetta eru eðlilegar spurningar og eðlilegar tilfinningar. Hins vegar verðum við í fyrsta lagi að átta okkur á því að varnargarðurinn varnaði því að þarna yrði algjört stórslys.“ Framundan séu upplýsingafundir með íbúum á mánudag. „Við tókum ákvörðun um það strax núna í morgun að við þurfum að veita ofanflóðasérfræðingum okkar andrými til þess að ná saman þessum gögnum. Átta okkur almennilega á því hvað við erum að tala um þannig að við förum með réttar upplýsingar og getum gefið sem bestar upplýsingar. Það eru fyrirhugaðir íbúafundir á Flateyri og Suðureyri strax á mánudag. Þá með öllum þeim sem að komu til að svara öllum þessum spurningum.“ Í framhaldinu þurfi að meta hvort þörf sé á að hafa íbúafundi víðar. „Þá jafnvel í samstarfi við nágrannasveitarfélögin okkar. Þótt Flateyri og Suðureyri hafi verið bæirnir sem áttu í hlut áttum við okkur á því að það getur líka verið að fólk sé að upplifa þennan skort á öryggi annars staðar þar sem eru ofanflóðarvarnir. Við þurfum líka að bera virðingu fyrir því og höfum heyrt af því. Flateyri var dálítið mikið í forgrunni í gær því þar urðu þessir atburðir og varð mannbjörg. En á Suðureyri þurfum við líka að gefa fólkinu gaum. Þar erum við að upplifa hættu sem kemur svolítið aftan að fólki. Flóð hinum megin í hlíðinni sem veldur þessari flóðbylgju.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru á leiðinni til Vestfjarða með þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag. Guðmundur segist hafa rætt við flesta úr ráðherraliðinu í gær. „Það er ákveðinn styrkur að heyra að fólk er með okkur. Eftir að hafa farið sjálfur yfir á Flateyri í gær held ég að það væri mjög hollt fyrir þau líka að fá líka svona góða tilfinningu fyrir því hvað við erum nákvæmlega að tala um. Það hjálpar okkur alltaf að meta aðstæður.“
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira