Unglingsstúlkan útskrifuð og ráðherrar fljúga vestur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2020 12:37 Aðgerðarstjórn almannavarna á norðanverðum Vestfjörðum er staðsett á slökkvistöðinni á Ísafirði. Vísir/Egill Búist er við því að opnað verði fyrir umferð um Flateyrarveg um þrjúleytið í dag en samgöngur eru óðum að komast í samt lag á Vestfjörðum. Unglingsstúlkan sem lenti í snjóflóðinu á Flateyri á þriðjudagskvöld var útskrifuð af heilbrigðisstofnun Vestfjarða í gærkvöldi og líður vel samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, segir að verið sé að sjá fyrir endann á flestum verkefnum sem sinnt hafi verið frá því á þriðjdagskvöld. „Áherslan er núna að opna Flateyrarveginn, tryggja öryggi þeirra sem eiga leið um vegina hér - íbúana og viðbragðsaðila sem enn eru að störfum. Við erum einnig að huga að andlega þættinum. Fólki er mörgu hverju brugðið. Við erum að sinna þeim þætti með aðstoð áfallateymis Rauða krossins.“ Áfallahópur Rauða krossins sé að fara yfir þau svæði og meta þann fjölda sem gæti þurft á slíkri þjónustu að halda. Aðstæður á Flateyri í gær.Haukur Sigurðsson Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að átta sig á þeirri tilfinningu sem fólkið á Flateyri og Suðureyri hafi upplifað að vera ekki öruggur. „Ég held við getum öll sett okkur í þau spor. Þegar maður er ekki öruggur er maður óttaleginn. En þegar griðastaður manns, heimili manns, er ekki öruggur þá stigmagnast óttinn. Við fundum þetta mjög sterkt á Flateyri í gær. Það er þetta sem við þurfum að leggja áherslu á að vinna að núna, þessi sálgæsla. Koma með skýrar upplýsingar og svör um einmitt þetta. Maður skilur þetta. Þetta eru eðlilegar spurningar og eðlilegar tilfinningar. Hins vegar verðum við í fyrsta lagi að átta okkur á því að varnargarðurinn varnaði því að þarna yrði algjört stórslys.“ Framundan séu upplýsingafundir með íbúum á mánudag. „Við tókum ákvörðun um það strax núna í morgun að við þurfum að veita ofanflóðasérfræðingum okkar andrými til þess að ná saman þessum gögnum. Átta okkur almennilega á því hvað við erum að tala um þannig að við förum með réttar upplýsingar og getum gefið sem bestar upplýsingar. Það eru fyrirhugaðir íbúafundir á Flateyri og Suðureyri strax á mánudag. Þá með öllum þeim sem að komu til að svara öllum þessum spurningum.“ Í framhaldinu þurfi að meta hvort þörf sé á að hafa íbúafundi víðar. „Þá jafnvel í samstarfi við nágrannasveitarfélögin okkar. Þótt Flateyri og Suðureyri hafi verið bæirnir sem áttu í hlut áttum við okkur á því að það getur líka verið að fólk sé að upplifa þennan skort á öryggi annars staðar þar sem eru ofanflóðarvarnir. Við þurfum líka að bera virðingu fyrir því og höfum heyrt af því. Flateyri var dálítið mikið í forgrunni í gær því þar urðu þessir atburðir og varð mannbjörg. En á Suðureyri þurfum við líka að gefa fólkinu gaum. Þar erum við að upplifa hættu sem kemur svolítið aftan að fólki. Flóð hinum megin í hlíðinni sem veldur þessari flóðbylgju.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru á leiðinni til Vestfjarða með þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag. Guðmundur segist hafa rætt við flesta úr ráðherraliðinu í gær. „Það er ákveðinn styrkur að heyra að fólk er með okkur. Eftir að hafa farið sjálfur yfir á Flateyri í gær held ég að það væri mjög hollt fyrir þau líka að fá líka svona góða tilfinningu fyrir því hvað við erum nákvæmlega að tala um. Það hjálpar okkur alltaf að meta aðstæður.“ Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Búist er við því að opnað verði fyrir umferð um Flateyrarveg um þrjúleytið í dag en samgöngur eru óðum að komast í samt lag á Vestfjörðum. Unglingsstúlkan sem lenti í snjóflóðinu á Flateyri á þriðjudagskvöld var útskrifuð af heilbrigðisstofnun Vestfjarða í gærkvöldi og líður vel samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, segir að verið sé að sjá fyrir endann á flestum verkefnum sem sinnt hafi verið frá því á þriðjdagskvöld. „Áherslan er núna að opna Flateyrarveginn, tryggja öryggi þeirra sem eiga leið um vegina hér - íbúana og viðbragðsaðila sem enn eru að störfum. Við erum einnig að huga að andlega þættinum. Fólki er mörgu hverju brugðið. Við erum að sinna þeim þætti með aðstoð áfallateymis Rauða krossins.“ Áfallahópur Rauða krossins sé að fara yfir þau svæði og meta þann fjölda sem gæti þurft á slíkri þjónustu að halda. Aðstæður á Flateyri í gær.Haukur Sigurðsson Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að átta sig á þeirri tilfinningu sem fólkið á Flateyri og Suðureyri hafi upplifað að vera ekki öruggur. „Ég held við getum öll sett okkur í þau spor. Þegar maður er ekki öruggur er maður óttaleginn. En þegar griðastaður manns, heimili manns, er ekki öruggur þá stigmagnast óttinn. Við fundum þetta mjög sterkt á Flateyri í gær. Það er þetta sem við þurfum að leggja áherslu á að vinna að núna, þessi sálgæsla. Koma með skýrar upplýsingar og svör um einmitt þetta. Maður skilur þetta. Þetta eru eðlilegar spurningar og eðlilegar tilfinningar. Hins vegar verðum við í fyrsta lagi að átta okkur á því að varnargarðurinn varnaði því að þarna yrði algjört stórslys.“ Framundan séu upplýsingafundir með íbúum á mánudag. „Við tókum ákvörðun um það strax núna í morgun að við þurfum að veita ofanflóðasérfræðingum okkar andrými til þess að ná saman þessum gögnum. Átta okkur almennilega á því hvað við erum að tala um þannig að við förum með réttar upplýsingar og getum gefið sem bestar upplýsingar. Það eru fyrirhugaðir íbúafundir á Flateyri og Suðureyri strax á mánudag. Þá með öllum þeim sem að komu til að svara öllum þessum spurningum.“ Í framhaldinu þurfi að meta hvort þörf sé á að hafa íbúafundi víðar. „Þá jafnvel í samstarfi við nágrannasveitarfélögin okkar. Þótt Flateyri og Suðureyri hafi verið bæirnir sem áttu í hlut áttum við okkur á því að það getur líka verið að fólk sé að upplifa þennan skort á öryggi annars staðar þar sem eru ofanflóðarvarnir. Við þurfum líka að bera virðingu fyrir því og höfum heyrt af því. Flateyri var dálítið mikið í forgrunni í gær því þar urðu þessir atburðir og varð mannbjörg. En á Suðureyri þurfum við líka að gefa fólkinu gaum. Þar erum við að upplifa hættu sem kemur svolítið aftan að fólki. Flóð hinum megin í hlíðinni sem veldur þessari flóðbylgju.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru á leiðinni til Vestfjarða með þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag. Guðmundur segist hafa rætt við flesta úr ráðherraliðinu í gær. „Það er ákveðinn styrkur að heyra að fólk er með okkur. Eftir að hafa farið sjálfur yfir á Flateyri í gær held ég að það væri mjög hollt fyrir þau líka að fá líka svona góða tilfinningu fyrir því hvað við erum nákvæmlega að tala um. Það hjálpar okkur alltaf að meta aðstæður.“
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira