Reykjavíkurborg áfrýjar dómi í Shaken Baby-máli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2020 17:01 Reikna má með að málið verði tekið fyrir á Landsrétti síðar á árinu. Vísir/Egill Reykjavíkurborg hefur ákveðið að áfrýja dómi í Shaken Baby-máli sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 19. desember. Dómurinn sagði Barnavernd Reykjavíkur hafa brugðist skyldum sínum gagnvart fjölskyldunni. Var fjögurra manna fjölskyldunni dæmdar samtals átta milljónir króna í bætur. Frestur til að áfrýja dómum úr héraði til Landsréttar er fjórar vikur. Foreldrarnir voru sakaðir um að hafa hrist níu mánaða gamlan son þeirra í júní árið 2013. Lögreglan hætti rannsókn málsins tæpu ári síðar vegna þess að sönnunargögn þóttu ekki líkleg til sakfellingar. Svo fór að íslenska ríkið greiddi foreldrunum skaðabætur vegna ólögmætra aðgerða lögreglu og Barnaverndarstofu. Reykjavíkurborg hafnaði hins vegar bótakröfu foreldranna og barna þeirra vegna framferði Barnaverndar Reykjavíkur sem heyrir undir Barnaverndarstofu. Höfðaði fjögurra manna fjölskyldan mál á hendur Reykjavíkurborg sem lauk með sigri fjölskyldunnar. Foreldrarnir grétu í faðmlögum við dómsuppkvaðninguna. „Ég veit ekki hvort það voru gleðitár, spennufall, blanda af hvoru tveggja. En auðvitað ofboðslega mikil sorg að það hafi þurft þetta til. Það á ekki að vera þannig að almennir borgarar þurfi að ganga svona stíft á eftir rétti sínum gagnvart stjórnvaldi,“ segir móðir barnsins við fréttastofu. Fjölskyldan er nú á leið í næstu umferð fyrir Landsrétti. Barnavernd Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Fjölskylda í sárum hafði sigur gegn Reykjavíkurborg í Shaken Baby-máli Fjögurra manna fjölskylda hafði sigur í skaðabótamáli gegn Reykjavíkurborg. Foreldrarnir höfðu verið sakaðir um að hafa hrist barn sitt þannig að skaði hefði hlotist af. Málið umturnaði veröld fjölskyldunnar sem fékk dæmdar háar bætur í dag. 19. desember 2019 11:24 Móðirin sem lagði barnavernd í Shaken Baby-máli: Líður enn eins og fylgst sé með henni Foreldrar sem voru sakaðir um að hafa hrist ungbarn sitt harkalega táruðust þegar þau unnu mál sitt gegn barnavernd Reykjavíkur í dag. 19. desember 2019 19:00 Barnavernd brást skyldu sinni og málsmeðferðin fór úrskeiðis Barnavernd Reykjavíkur brást skyldu sinni í Shaken-baby máli en kveðinn var upp dómur í morgun í skaðabótamáli sem foreldrar og tvö börn þeirra höfðuðu á hendur íslenska ríkinu. 19. desember 2019 13:26 Fjölskylda sækir bætur vegna Shaken Baby-máls sem umturnaði lífi hennar Íslenska ríkið viðurkenndi að aðgerðir lögreglu og Barnaverndarstofu stofu hefðu verið ólögmætar en Reykjavíkurborgar neitar sök. 27. nóvember 2019 07:00 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að áfrýja dómi í Shaken Baby-máli sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 19. desember. Dómurinn sagði Barnavernd Reykjavíkur hafa brugðist skyldum sínum gagnvart fjölskyldunni. Var fjögurra manna fjölskyldunni dæmdar samtals átta milljónir króna í bætur. Frestur til að áfrýja dómum úr héraði til Landsréttar er fjórar vikur. Foreldrarnir voru sakaðir um að hafa hrist níu mánaða gamlan son þeirra í júní árið 2013. Lögreglan hætti rannsókn málsins tæpu ári síðar vegna þess að sönnunargögn þóttu ekki líkleg til sakfellingar. Svo fór að íslenska ríkið greiddi foreldrunum skaðabætur vegna ólögmætra aðgerða lögreglu og Barnaverndarstofu. Reykjavíkurborg hafnaði hins vegar bótakröfu foreldranna og barna þeirra vegna framferði Barnaverndar Reykjavíkur sem heyrir undir Barnaverndarstofu. Höfðaði fjögurra manna fjölskyldan mál á hendur Reykjavíkurborg sem lauk með sigri fjölskyldunnar. Foreldrarnir grétu í faðmlögum við dómsuppkvaðninguna. „Ég veit ekki hvort það voru gleðitár, spennufall, blanda af hvoru tveggja. En auðvitað ofboðslega mikil sorg að það hafi þurft þetta til. Það á ekki að vera þannig að almennir borgarar þurfi að ganga svona stíft á eftir rétti sínum gagnvart stjórnvaldi,“ segir móðir barnsins við fréttastofu. Fjölskyldan er nú á leið í næstu umferð fyrir Landsrétti.
Barnavernd Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Fjölskylda í sárum hafði sigur gegn Reykjavíkurborg í Shaken Baby-máli Fjögurra manna fjölskylda hafði sigur í skaðabótamáli gegn Reykjavíkurborg. Foreldrarnir höfðu verið sakaðir um að hafa hrist barn sitt þannig að skaði hefði hlotist af. Málið umturnaði veröld fjölskyldunnar sem fékk dæmdar háar bætur í dag. 19. desember 2019 11:24 Móðirin sem lagði barnavernd í Shaken Baby-máli: Líður enn eins og fylgst sé með henni Foreldrar sem voru sakaðir um að hafa hrist ungbarn sitt harkalega táruðust þegar þau unnu mál sitt gegn barnavernd Reykjavíkur í dag. 19. desember 2019 19:00 Barnavernd brást skyldu sinni og málsmeðferðin fór úrskeiðis Barnavernd Reykjavíkur brást skyldu sinni í Shaken-baby máli en kveðinn var upp dómur í morgun í skaðabótamáli sem foreldrar og tvö börn þeirra höfðuðu á hendur íslenska ríkinu. 19. desember 2019 13:26 Fjölskylda sækir bætur vegna Shaken Baby-máls sem umturnaði lífi hennar Íslenska ríkið viðurkenndi að aðgerðir lögreglu og Barnaverndarstofu stofu hefðu verið ólögmætar en Reykjavíkurborgar neitar sök. 27. nóvember 2019 07:00 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Fjölskylda í sárum hafði sigur gegn Reykjavíkurborg í Shaken Baby-máli Fjögurra manna fjölskylda hafði sigur í skaðabótamáli gegn Reykjavíkurborg. Foreldrarnir höfðu verið sakaðir um að hafa hrist barn sitt þannig að skaði hefði hlotist af. Málið umturnaði veröld fjölskyldunnar sem fékk dæmdar háar bætur í dag. 19. desember 2019 11:24
Móðirin sem lagði barnavernd í Shaken Baby-máli: Líður enn eins og fylgst sé með henni Foreldrar sem voru sakaðir um að hafa hrist ungbarn sitt harkalega táruðust þegar þau unnu mál sitt gegn barnavernd Reykjavíkur í dag. 19. desember 2019 19:00
Barnavernd brást skyldu sinni og málsmeðferðin fór úrskeiðis Barnavernd Reykjavíkur brást skyldu sinni í Shaken-baby máli en kveðinn var upp dómur í morgun í skaðabótamáli sem foreldrar og tvö börn þeirra höfðuðu á hendur íslenska ríkinu. 19. desember 2019 13:26
Fjölskylda sækir bætur vegna Shaken Baby-máls sem umturnaði lífi hennar Íslenska ríkið viðurkenndi að aðgerðir lögreglu og Barnaverndarstofu stofu hefðu verið ólögmætar en Reykjavíkurborgar neitar sök. 27. nóvember 2019 07:00