Snjóflóðið á Flateyri hafi líklega verið stærra en flóðið árið 1995 Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. janúar 2020 20:29 Frá höfninni á Flateyri í dag. Önundur Hafsteinn Pálsson Forsætisráðherra segir að henni og ráðherrum í ríkisstjórn hennar, sem heimsóttu snjóflóðasvæðin á Vestfjörðum í dag, hafi verið tjáð að annað flóðið á Flateyri á þriðjudag hafi líklega verið stærra en flóðið 1995, þar sem tuttugu fórust. Þá verði framkvæmd áætlana um uppbyggingu ofanflóðavarna flýtt. Ráðherrarnir hafa að mestu leyti dvalið á Flateyri í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að tjónið af snjóflóðunum væri svakalegt en um leið hefði hún skynjað mikla samheldni í hópi íbúa á Flateyri, sem hafi svo sannarlega tekið höndum saman. Ofanflóðavarnir á Vestfjörðum, sem og annars staðar á landinu, hafa sætt nokkurri gagnrýni eftir að flóðin féllu síðla kvölds á þriðjudag. Komið hefur fram að bæði flóðin á Flateyri féllu yfir varnargarðinn og þá þurrkaðist atvinnulíf bæjarins nær út á örskömmum tíma þegar annað flóðið kom inn í höfnina. Innt eftir því hvernig ríkisstjórnin hyggist bregðast við gagnrýninni sagði Katrín að sérstaklega verði farið aðstæðurnar sem nú hafa skapast á Flateyri. „[…] flóðið núna, nú er okkur sagt það í dag að þetta flóð hafi líklega verið stærra en flóðið 1995 sem grandaði tuttugu manns, þannig að maður sér það að þetta skiptir máli. En að sjálfsögðu verður farið yfir allt hættumat í kjölfar þessa alls og síðan hvað varðar ofanflóðasjóðinn og uppbyggingu annars staðar þá liggur fyrir að henni átti að vera lokið 2010 en því var svo frestað. En við höfum ákveðið að við munum taka þau plön til gagngerrar skoðunar á vettvangi ríkisstjórnar, þannig að unnt verði að flýta þeim.“ Viðtalið við Katrínu má sjá í spilaranum hér að neðan. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði að það hefði verið gott fyrir ráðherrana að hitta fólkið á svæðinu og finna æðruleysið og kraftinn sem þar væri að finna. Þegar greiningar liggi fyrir hjá sérfræðingum komi í ljós hvað hægt verði að gera á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Þá verði flóðin nú áminning um að ekki megi dvelja við áætlanir um úrbætur á ofanflóðavörnum á landinu. Viðtalið við Sigurð Inga má sjá í heild hér að neðan. Önundur Hafsteinn Pálsson tók drónamyndirnar sem fylgja viðtalinu. Fram kom á vef Veðurstofu Íslands á sjötta tímanum í dag að flóðin tvö úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili á Flateyri væru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum. Snjóathugunarmenn og sérfræðingar Veðurstofunnar hafa í gær og dag unnið við mælingar á snjóflóðunum. Þá sagði jafnframt á vef Veðurstofunnar að mælingar á rúmmáli flóðanna liggi ekki fyrir en út frá tiltækum upplýsingum sé áætlað að Skollahvilftarflóðið kunni að vera sambærilegt að stærð við flóðið sem féll úr Skollahvilft í október 1995. Flóðið úr Innra-Bæjargili hafi verið mun minna að rúmmáli enda upptakasvæði þess minna. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30 Snjóflóðin tvö með þeim allra stærstu sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum Flóðin úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili eru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum 16. janúar 2020 17:51 Svona er staðan á Flateyri í dag Vestfirðingar eru farnir að geta ferðast meira á milli staða en opnað hefur verið fyrir umferð um fjölmarga vegi í dag. 16. janúar 2020 14:41 Unglingsstúlkan útskrifuð og ráðherrar fljúga vestur Búist er við því að opnað verði fyrir umferð um Flateyrarveg um þrjúleytið í dag en samgöngur eru óðum að komast í samt lag á Vestfjörðum. 16. janúar 2020 12:37 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Forsætisráðherra segir að henni og ráðherrum í ríkisstjórn hennar, sem heimsóttu snjóflóðasvæðin á Vestfjörðum í dag, hafi verið tjáð að annað flóðið á Flateyri á þriðjudag hafi líklega verið stærra en flóðið 1995, þar sem tuttugu fórust. Þá verði framkvæmd áætlana um uppbyggingu ofanflóðavarna flýtt. Ráðherrarnir hafa að mestu leyti dvalið á Flateyri í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að tjónið af snjóflóðunum væri svakalegt en um leið hefði hún skynjað mikla samheldni í hópi íbúa á Flateyri, sem hafi svo sannarlega tekið höndum saman. Ofanflóðavarnir á Vestfjörðum, sem og annars staðar á landinu, hafa sætt nokkurri gagnrýni eftir að flóðin féllu síðla kvölds á þriðjudag. Komið hefur fram að bæði flóðin á Flateyri féllu yfir varnargarðinn og þá þurrkaðist atvinnulíf bæjarins nær út á örskömmum tíma þegar annað flóðið kom inn í höfnina. Innt eftir því hvernig ríkisstjórnin hyggist bregðast við gagnrýninni sagði Katrín að sérstaklega verði farið aðstæðurnar sem nú hafa skapast á Flateyri. „[…] flóðið núna, nú er okkur sagt það í dag að þetta flóð hafi líklega verið stærra en flóðið 1995 sem grandaði tuttugu manns, þannig að maður sér það að þetta skiptir máli. En að sjálfsögðu verður farið yfir allt hættumat í kjölfar þessa alls og síðan hvað varðar ofanflóðasjóðinn og uppbyggingu annars staðar þá liggur fyrir að henni átti að vera lokið 2010 en því var svo frestað. En við höfum ákveðið að við munum taka þau plön til gagngerrar skoðunar á vettvangi ríkisstjórnar, þannig að unnt verði að flýta þeim.“ Viðtalið við Katrínu má sjá í spilaranum hér að neðan. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði að það hefði verið gott fyrir ráðherrana að hitta fólkið á svæðinu og finna æðruleysið og kraftinn sem þar væri að finna. Þegar greiningar liggi fyrir hjá sérfræðingum komi í ljós hvað hægt verði að gera á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Þá verði flóðin nú áminning um að ekki megi dvelja við áætlanir um úrbætur á ofanflóðavörnum á landinu. Viðtalið við Sigurð Inga má sjá í heild hér að neðan. Önundur Hafsteinn Pálsson tók drónamyndirnar sem fylgja viðtalinu. Fram kom á vef Veðurstofu Íslands á sjötta tímanum í dag að flóðin tvö úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili á Flateyri væru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum. Snjóathugunarmenn og sérfræðingar Veðurstofunnar hafa í gær og dag unnið við mælingar á snjóflóðunum. Þá sagði jafnframt á vef Veðurstofunnar að mælingar á rúmmáli flóðanna liggi ekki fyrir en út frá tiltækum upplýsingum sé áætlað að Skollahvilftarflóðið kunni að vera sambærilegt að stærð við flóðið sem féll úr Skollahvilft í október 1995. Flóðið úr Innra-Bæjargili hafi verið mun minna að rúmmáli enda upptakasvæði þess minna.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30 Snjóflóðin tvö með þeim allra stærstu sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum Flóðin úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili eru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum 16. janúar 2020 17:51 Svona er staðan á Flateyri í dag Vestfirðingar eru farnir að geta ferðast meira á milli staða en opnað hefur verið fyrir umferð um fjölmarga vegi í dag. 16. janúar 2020 14:41 Unglingsstúlkan útskrifuð og ráðherrar fljúga vestur Búist er við því að opnað verði fyrir umferð um Flateyrarveg um þrjúleytið í dag en samgöngur eru óðum að komast í samt lag á Vestfjörðum. 16. janúar 2020 12:37 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30
Snjóflóðin tvö með þeim allra stærstu sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum Flóðin úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili eru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum 16. janúar 2020 17:51
Svona er staðan á Flateyri í dag Vestfirðingar eru farnir að geta ferðast meira á milli staða en opnað hefur verið fyrir umferð um fjölmarga vegi í dag. 16. janúar 2020 14:41
Unglingsstúlkan útskrifuð og ráðherrar fljúga vestur Búist er við því að opnað verði fyrir umferð um Flateyrarveg um þrjúleytið í dag en samgöngur eru óðum að komast í samt lag á Vestfjörðum. 16. janúar 2020 12:37