Líkt og komið hefur fram varð gríðarlegt tjón í höfninni við Flateyri eftir að annað af tveimur snjóflóðum sem féll við bæinn á þriðjudaginn fór í höfnina.
Meirihluti smábátaflotans varð fyrir flóðina og líkt og sjá má á meðfylgjandi drónamyndbandi sem Önundur Pálsson tók í dag mara bátarnir hálfir í kafi. Þá má enn sjá leifarnar af snjóflóðinu í höfninni.
Líkt og komið hefur fram telur Veðurstofan að snjóflóðin tvö séu með alla stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðargarða í heiminum öllum.
Flóðið sem fór í höfnina féll úr Skollahvilft fyrir ofan Flateyri og er talið að það hafi farið á allt að 200 kílómetra hraða á klukkustund niður hlíðina.
Sá hraði er meiri en gert ráð fyrir við hönnun varnargarðana sem verja byggðina fyrir snjóflóðum.
