Guðmundur: Við megum ekki mála allt svart Anton Ingi Leifsson skrifar 17. janúar 2020 16:46 Gummi brúnaþungur í dag. vísir/getty Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segir að Ísland hafi einfaldlega tapað fyrir betri lið í dag er liðið tapaði fyrir Slóvenum. „Við töpuðum fyrir betra liði en við erum í dag. Þeir eru með meiri reynslu og leikmenn sem spila í stærstu liðum Evrópu,“ sagði Guðmundur eftir leikinn. „Mér fannst byrjunin arfaslök. Það er ekkert að grín að lenda 7-2 undir en liðið sýndi svakalegan karakter að vinna sig til baka. Ég var mjög sáttur með það.“ „Við komumst yfir en missum tvisvar boltann illa á klaufalegan hátt. Það var dýrt. Þarna vantaði rútínu og aga. Síðan var ekki einfalt að gera mörk í sóknarleiknum. Það vantaði mörk frá Aroni og skyttunum til að létta á þessu.“ „Við komum skotunum ekki almennilega á markið. Við fáum færi en við misnotum of mikið af færum. Þetta eru bara þrjú mörk í lokin og það má engu muna.“ „Varnarlega þá erum við að mæta besta sóknarliði heims maður á móti manni. Það var stefnan í hálfleik að þétta aðeins varnarleikinn í hálfleik og það tókst á köflum ágætlega en svo kom eitthvað upp úr engu hjá þeim.“ Guðmundur segir að menn þurfi að vera hreinskilnir; Slóvenarnir séu einfaldlega með betra lið en við erum núna. „Við verðum að líta þannig á það að þeir voru betri en við í dag. Við getum ekki farið fram úr okkur. Reynsluboltarnir styðja við yngri drengina og við þurfum að halda áfram gegn Portúgal. Við fengum þetta tækifæri í milliriðli og þurfum að nýta þessa fyrir ungu drengina.“ Aron Pálmarsson hefur ekki náð sér á strik eftir góða byrjun en hefði Guðmundur átt að hvíla hann meira í keppninni? „Það að komast hingað þurfti ofboðslega mikið til. Þetta voru erfiðir andstæðingar í riðlinum og það gafst ekki tími. Við vorum að berjast fyrir tveimur stigum gegn Ungverjum og við höfum ekki sömu breidd og hin liðin. Heldur ekki sömu rútínu. Ef við skiptum mikið hefur það áhrif á leik okkar. Við megum ekki mála allt svart. Ég var ánægður með nokkuð í okkar leik.“ EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir tapið: „Mætti halda að Íslendingar hafi dottið í það en ekki Svíar“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði sínum öðrum leik í röð er liðið tapaði sínum fyrsta leik í milliriðli gegn Slóveníu í dag, 30-27. 17. janúar 2020 16:35 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segir að Ísland hafi einfaldlega tapað fyrir betri lið í dag er liðið tapaði fyrir Slóvenum. „Við töpuðum fyrir betra liði en við erum í dag. Þeir eru með meiri reynslu og leikmenn sem spila í stærstu liðum Evrópu,“ sagði Guðmundur eftir leikinn. „Mér fannst byrjunin arfaslök. Það er ekkert að grín að lenda 7-2 undir en liðið sýndi svakalegan karakter að vinna sig til baka. Ég var mjög sáttur með það.“ „Við komumst yfir en missum tvisvar boltann illa á klaufalegan hátt. Það var dýrt. Þarna vantaði rútínu og aga. Síðan var ekki einfalt að gera mörk í sóknarleiknum. Það vantaði mörk frá Aroni og skyttunum til að létta á þessu.“ „Við komum skotunum ekki almennilega á markið. Við fáum færi en við misnotum of mikið af færum. Þetta eru bara þrjú mörk í lokin og það má engu muna.“ „Varnarlega þá erum við að mæta besta sóknarliði heims maður á móti manni. Það var stefnan í hálfleik að þétta aðeins varnarleikinn í hálfleik og það tókst á köflum ágætlega en svo kom eitthvað upp úr engu hjá þeim.“ Guðmundur segir að menn þurfi að vera hreinskilnir; Slóvenarnir séu einfaldlega með betra lið en við erum núna. „Við verðum að líta þannig á það að þeir voru betri en við í dag. Við getum ekki farið fram úr okkur. Reynsluboltarnir styðja við yngri drengina og við þurfum að halda áfram gegn Portúgal. Við fengum þetta tækifæri í milliriðli og þurfum að nýta þessa fyrir ungu drengina.“ Aron Pálmarsson hefur ekki náð sér á strik eftir góða byrjun en hefði Guðmundur átt að hvíla hann meira í keppninni? „Það að komast hingað þurfti ofboðslega mikið til. Þetta voru erfiðir andstæðingar í riðlinum og það gafst ekki tími. Við vorum að berjast fyrir tveimur stigum gegn Ungverjum og við höfum ekki sömu breidd og hin liðin. Heldur ekki sömu rútínu. Ef við skiptum mikið hefur það áhrif á leik okkar. Við megum ekki mála allt svart. Ég var ánægður með nokkuð í okkar leik.“
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir tapið: „Mætti halda að Íslendingar hafi dottið í það en ekki Svíar“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði sínum öðrum leik í röð er liðið tapaði sínum fyrsta leik í milliriðli gegn Slóveníu í dag, 30-27. 17. janúar 2020 16:35 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Twitter eftir tapið: „Mætti halda að Íslendingar hafi dottið í það en ekki Svíar“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði sínum öðrum leik í röð er liðið tapaði sínum fyrsta leik í milliriðli gegn Slóveníu í dag, 30-27. 17. janúar 2020 16:35