Ingvar: Víkingur var lang mest spennandi félagið sem kom upp Anton Ingi Leifsson skrifar 18. janúar 2020 15:00 Ingvar Jónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Víking og mun verja mark liðsins á komandi leiktíð. Ingvar, sem hefur leikið átta A-landsleiki, kemur frá Viborg í Danmörku þar sem samningur hans var útrunninn. „Þetta er gríðarlega spennandi klúbbur sem hefur verið í miklum uppgang með spennandi þjálfarateymi og metnaðarfulla stjórn,“ sagði Ingvar við Arnar Björnsson eftir undirskriftina. „Ég er gífurlega spenntur að koma hér í Víking og hjálpa þeim að gera enn betri hluti.“ Ingvar hefur frá árinu 2014 leikið bæði í Noregi og nú síðast Danmörku. Hann er sáttur með ferilinn ytra. „Já, ég er mjög sáttur. Ég hef verið úti í fimm ár. Þetta hefur gengið upp og ofan en þetta er erfiður heimur og lítil meiðsli hér og þar geta sett strik í reikninginn.“ „Þetta hefur verið góð reynsla fyrir mig og fjölskylduna. Við höfum búið bæði í Noregi og Danmörku. Mér fannst þetta vera komið fínt og okkur langaði heim. Síðan kom þetta tækifæri upp og ég er spenntur.“ Ingvar segir að það hafi verið fleiri möguleikar í stöðunni og hann hafi velt þessu vel og lengi fyrir sér. „Ég hef alveg verið að skoða mín mál síðan síðasta sumar. Ég hef gefið mér góðan tíma í þetta og þetta er stór ákvörðun. Ég er þrítugur og ég vildi gera langan samning og einbeita mér að sama verkefninu. Ég gaf mér góðan tíma í þetta og Víkingur var lang mest spennandi félagið sem kom upp.“ Eins og áður segir hefur Ingvar verið í kringum A-landslið karla og hann segir að þótt það sé gaman að vera í honum sé hann ekki eingöngu að einbeita sér að því. „Það er ógeðslega gaman að vera hluti af landsliðshópnum. Ég hef verið inn og út að undanförnu svo það er ekki minn aðalfókus. Ef þjálfarinn telur að ég sé einn af þremur bestu markvörðunum sem völ er á, þá að sjálfsögðu er ég klár.“ Hann er spenntur fyrir komandi tímum í Víkinni. „Þeir sýndu síðasta sumar að þeir eru frábært fótboltalið með góða blöndu. Þeir sýndu að allt er mögulegt. Ég sé ekki afhverju við ættum ekki að geta barist um titlana sem eru í boði.“ „Mér finnst þetta mjög heillandi leikstíll sem Arnar vill spila og hlakka mikið til að spila æfingaleiki og þróa minn leik þar. Maður er mjög virkur í öllum leiknum svo mig hlakkar mikið til.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bikarmeistararnir krækja í Ingvar Jónsson og Atla Barkarson Bikarmeistarar Víkings hafa heldur betur styrkt sig en í dag var tilkynnt um komu Ingvars Jónssonar og Atla Barkarsonar. 18. janúar 2020 12:30 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Ingvar Jónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Víking og mun verja mark liðsins á komandi leiktíð. Ingvar, sem hefur leikið átta A-landsleiki, kemur frá Viborg í Danmörku þar sem samningur hans var útrunninn. „Þetta er gríðarlega spennandi klúbbur sem hefur verið í miklum uppgang með spennandi þjálfarateymi og metnaðarfulla stjórn,“ sagði Ingvar við Arnar Björnsson eftir undirskriftina. „Ég er gífurlega spenntur að koma hér í Víking og hjálpa þeim að gera enn betri hluti.“ Ingvar hefur frá árinu 2014 leikið bæði í Noregi og nú síðast Danmörku. Hann er sáttur með ferilinn ytra. „Já, ég er mjög sáttur. Ég hef verið úti í fimm ár. Þetta hefur gengið upp og ofan en þetta er erfiður heimur og lítil meiðsli hér og þar geta sett strik í reikninginn.“ „Þetta hefur verið góð reynsla fyrir mig og fjölskylduna. Við höfum búið bæði í Noregi og Danmörku. Mér fannst þetta vera komið fínt og okkur langaði heim. Síðan kom þetta tækifæri upp og ég er spenntur.“ Ingvar segir að það hafi verið fleiri möguleikar í stöðunni og hann hafi velt þessu vel og lengi fyrir sér. „Ég hef alveg verið að skoða mín mál síðan síðasta sumar. Ég hef gefið mér góðan tíma í þetta og þetta er stór ákvörðun. Ég er þrítugur og ég vildi gera langan samning og einbeita mér að sama verkefninu. Ég gaf mér góðan tíma í þetta og Víkingur var lang mest spennandi félagið sem kom upp.“ Eins og áður segir hefur Ingvar verið í kringum A-landslið karla og hann segir að þótt það sé gaman að vera í honum sé hann ekki eingöngu að einbeita sér að því. „Það er ógeðslega gaman að vera hluti af landsliðshópnum. Ég hef verið inn og út að undanförnu svo það er ekki minn aðalfókus. Ef þjálfarinn telur að ég sé einn af þremur bestu markvörðunum sem völ er á, þá að sjálfsögðu er ég klár.“ Hann er spenntur fyrir komandi tímum í Víkinni. „Þeir sýndu síðasta sumar að þeir eru frábært fótboltalið með góða blöndu. Þeir sýndu að allt er mögulegt. Ég sé ekki afhverju við ættum ekki að geta barist um titlana sem eru í boði.“ „Mér finnst þetta mjög heillandi leikstíll sem Arnar vill spila og hlakka mikið til að spila æfingaleiki og þróa minn leik þar. Maður er mjög virkur í öllum leiknum svo mig hlakkar mikið til.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bikarmeistararnir krækja í Ingvar Jónsson og Atla Barkarson Bikarmeistarar Víkings hafa heldur betur styrkt sig en í dag var tilkynnt um komu Ingvars Jónssonar og Atla Barkarsonar. 18. janúar 2020 12:30 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Bikarmeistararnir krækja í Ingvar Jónsson og Atla Barkarson Bikarmeistarar Víkings hafa heldur betur styrkt sig en í dag var tilkynnt um komu Ingvars Jónssonar og Atla Barkarsonar. 18. janúar 2020 12:30