Segir spænsk stjórnvöld auka viðveru sína vegna funda þingmanna með Katalónum Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. janúar 2020 12:30 Rósa Björk hefur fundað með ýmsum fulltrúum katalónskra sjálfstæðissinna undanfarin misseri. Vísir Fulltrúar spænskra stjórnvalda buðu sér á fund íslenskra þingmanna með forseta katalónska þingsins á Íslandi á dögunum. Varaformaður utanríkismálanefndar segir ekkert launungarmál að spænsk stjórnvöld hafi aukið viðveru sína hér vegna velvildar íslenskrar þingmanna í garð Katalóníu. Tveir íslenskir þingmenn hafa öðrum fremur tekið upp málstað katalónskra sjálfstæðissinna hér á landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, og flokksbróðir hennar Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Steingrímur sem sendi meðal annars forsetum Alþjóðaþingmannasambandsins og Evrópuráðsþingsins bréf í október þar sem hann lýsti áhyggjum af þungum fangelsisdómi yfir fyrrum forseta Katalóníuþings, vegna þjóðaratkvæðagreiðslu og sjálfstæðisyfirlýsingar sem spænsk stjórnvöld töldu ólöglega. Rósa Björk segir ekki vanþörf á að halda merkjum Katalóna á lofti, við litla hrifningu spænskra stjórnvalda.. „Þegar Katalónar hafa komið hingað til lands, kjörnir fulltrúar, þá hafa spænsk yfirvöld yfirleitt reynt að senda sinn fulltrúa á þá fundi,“ segir Rósa Björk. Rósa og Steingrímur funduðu þannig hvort í sínu lagi með Josep Costa, forseta katalónska þingsins, þegar hann var hér á landinu í liðinni viku um áframhaldandi samskipti Íslendinga og Katalóna og hvernig halda megi uppi málstað Katalóníu á vettvangi Evrópuráðsþingsins, þar sem Rósa er varaforseti. Í aðdraganda fundanna barst Costa póstur frá spænskum stjórnvöldum um að fulltrúi þeirra ætlaði sér að sitja fundina. „Það er ekkert launungarmál að spænsk yfirvöld hafa aukið viðveru sína hér á Íslandi vegna þeirrar orðræðu sem ég og Steingrímur höfum haldið uppi. Við höfum nú verið mest áberandi í því,“ segir Rósa Björk. Spænsk stjórnvöld hafi til að mynda fjölgað í starfsliði sínu á Íslandi vegna þessa. „Það er meðal annars til þess að geta mætt á þá fundi sem við höfum verið að halda með Katalónum. Fulltrúi spænskra stjórnvalda reyndi til að mynda að sitja fund sem ég átti sem starfandi formaður utanríkismálanefndar fyrir rúmu ári,“ segir hún. Framgöngu spænskra stjórnvalda telur Rósa ekki endilega óeðlilega, enda sé Katalónía ekki sjálfstætt ríki. „En spænsk yfirvöld hafa kannski gengið svona harðara fram en maður myndi hafa ímyndað sér gagnvart okkur hér á íslenska þinginu,“ segir hún. Alþingi Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
Fulltrúar spænskra stjórnvalda buðu sér á fund íslenskra þingmanna með forseta katalónska þingsins á Íslandi á dögunum. Varaformaður utanríkismálanefndar segir ekkert launungarmál að spænsk stjórnvöld hafi aukið viðveru sína hér vegna velvildar íslenskrar þingmanna í garð Katalóníu. Tveir íslenskir þingmenn hafa öðrum fremur tekið upp málstað katalónskra sjálfstæðissinna hér á landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, og flokksbróðir hennar Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Steingrímur sem sendi meðal annars forsetum Alþjóðaþingmannasambandsins og Evrópuráðsþingsins bréf í október þar sem hann lýsti áhyggjum af þungum fangelsisdómi yfir fyrrum forseta Katalóníuþings, vegna þjóðaratkvæðagreiðslu og sjálfstæðisyfirlýsingar sem spænsk stjórnvöld töldu ólöglega. Rósa Björk segir ekki vanþörf á að halda merkjum Katalóna á lofti, við litla hrifningu spænskra stjórnvalda.. „Þegar Katalónar hafa komið hingað til lands, kjörnir fulltrúar, þá hafa spænsk yfirvöld yfirleitt reynt að senda sinn fulltrúa á þá fundi,“ segir Rósa Björk. Rósa og Steingrímur funduðu þannig hvort í sínu lagi með Josep Costa, forseta katalónska þingsins, þegar hann var hér á landinu í liðinni viku um áframhaldandi samskipti Íslendinga og Katalóna og hvernig halda megi uppi málstað Katalóníu á vettvangi Evrópuráðsþingsins, þar sem Rósa er varaforseti. Í aðdraganda fundanna barst Costa póstur frá spænskum stjórnvöldum um að fulltrúi þeirra ætlaði sér að sitja fundina. „Það er ekkert launungarmál að spænsk yfirvöld hafa aukið viðveru sína hér á Íslandi vegna þeirrar orðræðu sem ég og Steingrímur höfum haldið uppi. Við höfum nú verið mest áberandi í því,“ segir Rósa Björk. Spænsk stjórnvöld hafi til að mynda fjölgað í starfsliði sínu á Íslandi vegna þessa. „Það er meðal annars til þess að geta mætt á þá fundi sem við höfum verið að halda með Katalónum. Fulltrúi spænskra stjórnvalda reyndi til að mynda að sitja fund sem ég átti sem starfandi formaður utanríkismálanefndar fyrir rúmu ári,“ segir hún. Framgöngu spænskra stjórnvalda telur Rósa ekki endilega óeðlilega, enda sé Katalónía ekki sjálfstætt ríki. „En spænsk yfirvöld hafa kannski gengið svona harðara fram en maður myndi hafa ímyndað sér gagnvart okkur hér á íslenska þinginu,“ segir hún.
Alþingi Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira