Segir spænsk stjórnvöld auka viðveru sína vegna funda þingmanna með Katalónum Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. janúar 2020 12:30 Rósa Björk hefur fundað með ýmsum fulltrúum katalónskra sjálfstæðissinna undanfarin misseri. Vísir Fulltrúar spænskra stjórnvalda buðu sér á fund íslenskra þingmanna með forseta katalónska þingsins á Íslandi á dögunum. Varaformaður utanríkismálanefndar segir ekkert launungarmál að spænsk stjórnvöld hafi aukið viðveru sína hér vegna velvildar íslenskrar þingmanna í garð Katalóníu. Tveir íslenskir þingmenn hafa öðrum fremur tekið upp málstað katalónskra sjálfstæðissinna hér á landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, og flokksbróðir hennar Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Steingrímur sem sendi meðal annars forsetum Alþjóðaþingmannasambandsins og Evrópuráðsþingsins bréf í október þar sem hann lýsti áhyggjum af þungum fangelsisdómi yfir fyrrum forseta Katalóníuþings, vegna þjóðaratkvæðagreiðslu og sjálfstæðisyfirlýsingar sem spænsk stjórnvöld töldu ólöglega. Rósa Björk segir ekki vanþörf á að halda merkjum Katalóna á lofti, við litla hrifningu spænskra stjórnvalda.. „Þegar Katalónar hafa komið hingað til lands, kjörnir fulltrúar, þá hafa spænsk yfirvöld yfirleitt reynt að senda sinn fulltrúa á þá fundi,“ segir Rósa Björk. Rósa og Steingrímur funduðu þannig hvort í sínu lagi með Josep Costa, forseta katalónska þingsins, þegar hann var hér á landinu í liðinni viku um áframhaldandi samskipti Íslendinga og Katalóna og hvernig halda megi uppi málstað Katalóníu á vettvangi Evrópuráðsþingsins, þar sem Rósa er varaforseti. Í aðdraganda fundanna barst Costa póstur frá spænskum stjórnvöldum um að fulltrúi þeirra ætlaði sér að sitja fundina. „Það er ekkert launungarmál að spænsk yfirvöld hafa aukið viðveru sína hér á Íslandi vegna þeirrar orðræðu sem ég og Steingrímur höfum haldið uppi. Við höfum nú verið mest áberandi í því,“ segir Rósa Björk. Spænsk stjórnvöld hafi til að mynda fjölgað í starfsliði sínu á Íslandi vegna þessa. „Það er meðal annars til þess að geta mætt á þá fundi sem við höfum verið að halda með Katalónum. Fulltrúi spænskra stjórnvalda reyndi til að mynda að sitja fund sem ég átti sem starfandi formaður utanríkismálanefndar fyrir rúmu ári,“ segir hún. Framgöngu spænskra stjórnvalda telur Rósa ekki endilega óeðlilega, enda sé Katalónía ekki sjálfstætt ríki. „En spænsk yfirvöld hafa kannski gengið svona harðara fram en maður myndi hafa ímyndað sér gagnvart okkur hér á íslenska þinginu,“ segir hún. Alþingi Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Fulltrúar spænskra stjórnvalda buðu sér á fund íslenskra þingmanna með forseta katalónska þingsins á Íslandi á dögunum. Varaformaður utanríkismálanefndar segir ekkert launungarmál að spænsk stjórnvöld hafi aukið viðveru sína hér vegna velvildar íslenskrar þingmanna í garð Katalóníu. Tveir íslenskir þingmenn hafa öðrum fremur tekið upp málstað katalónskra sjálfstæðissinna hér á landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, og flokksbróðir hennar Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Steingrímur sem sendi meðal annars forsetum Alþjóðaþingmannasambandsins og Evrópuráðsþingsins bréf í október þar sem hann lýsti áhyggjum af þungum fangelsisdómi yfir fyrrum forseta Katalóníuþings, vegna þjóðaratkvæðagreiðslu og sjálfstæðisyfirlýsingar sem spænsk stjórnvöld töldu ólöglega. Rósa Björk segir ekki vanþörf á að halda merkjum Katalóna á lofti, við litla hrifningu spænskra stjórnvalda.. „Þegar Katalónar hafa komið hingað til lands, kjörnir fulltrúar, þá hafa spænsk yfirvöld yfirleitt reynt að senda sinn fulltrúa á þá fundi,“ segir Rósa Björk. Rósa og Steingrímur funduðu þannig hvort í sínu lagi með Josep Costa, forseta katalónska þingsins, þegar hann var hér á landinu í liðinni viku um áframhaldandi samskipti Íslendinga og Katalóna og hvernig halda megi uppi málstað Katalóníu á vettvangi Evrópuráðsþingsins, þar sem Rósa er varaforseti. Í aðdraganda fundanna barst Costa póstur frá spænskum stjórnvöldum um að fulltrúi þeirra ætlaði sér að sitja fundina. „Það er ekkert launungarmál að spænsk yfirvöld hafa aukið viðveru sína hér á Íslandi vegna þeirrar orðræðu sem ég og Steingrímur höfum haldið uppi. Við höfum nú verið mest áberandi í því,“ segir Rósa Björk. Spænsk stjórnvöld hafi til að mynda fjölgað í starfsliði sínu á Íslandi vegna þessa. „Það er meðal annars til þess að geta mætt á þá fundi sem við höfum verið að halda með Katalónum. Fulltrúi spænskra stjórnvalda reyndi til að mynda að sitja fund sem ég átti sem starfandi formaður utanríkismálanefndar fyrir rúmu ári,“ segir hún. Framgöngu spænskra stjórnvalda telur Rósa ekki endilega óeðlilega, enda sé Katalónía ekki sjálfstætt ríki. „En spænsk yfirvöld hafa kannski gengið svona harðara fram en maður myndi hafa ímyndað sér gagnvart okkur hér á íslenska þinginu,“ segir hún.
Alþingi Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira