Kalla út herinn vegna fannfergis eftir sprengilægð á Nýfundnalandi Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2020 13:51 Íbúi í St. John's mokar leið að húsi sínu í gær. Bílar grófust í fönn og almenn umferð var bönnuð vegna fannfergisins. AP/Andrew Vaughan/The Canadian Press Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og herinn kallaður út vegna ógurlegs fannfergis sem gerði á Nýfundnalandi við austurströnd Kanada. Snjókoman sem féll þar er sú mesta sem mælst hefur á þessum slóðum. Á sumum stöðum hefur snjódýptin náð hátt á fjórða metra. Snjó kyngdi niður í stormi sem gekk yfir Nýfundnaland og Labrador, austasta hérað Kanada á föstudag. Í höfuðstaðnum St. John‘s var met slegið yfir sólahringssnjókomu þegar 76,2 sentímetrar féllu. Fyrra met var sett í apríl 1999 en þá féllu 68,4 sentímetrar snævar. Lægðin er nú sögð stefna að Grænlandi. Dwight Ball, forsætisráðherra Nýfundnalands og Labradors, lýsti yfir neyðarástandi og óskaði eftir aðstoð kanadíska hersins á laugardag. Fyrirtækjum var haldið lokuðum og umferð annarra farartækja en viðbragðsaðila var bönnuð. Skaflar við hraðbrautir voru allt að fjórir og hálfur metri að dýpt, að sögn Washington Post. Ófært er víða um eyjuna og grófust bílar og hús í fönn. AP-fréttastofan segir að 26 ára gamals karlmanns sé saknað eftir að hann hugðist ganga heim til vinar sínar í Roaches Line, um sjötíu kílómetra vestur af St. John‘s. Ball hvatti íbúa til að halda sig heima við, huga að nágrönnum sínum og hjálpa þeim að ryðja snjó frá húsum og brunahönum. Enn er unnið að því að moka og ryðja vegi, koma á rafmagni þar sem því sló út og tryggja heilbrigðisþjónustu. Aldrei upplifað annan eins storm Danny Breen, borgarstjóri í St. John‘s var forviða yfir snjókomunni og sagðist aldrei hafa upplifað annan eins storm þrátt fyrir að hafa búið í borginni alla sína ævi. Þegar snjóplógur kom til að ryðja götuna hans í gærmorgun segist Breen aðeins hafa heyrt í plóginum en ekki séð vegna þess hversu mikill snjór var úti. „Nýfundnalendingar eiga eftir að tala um þetta í mjög, mjög langan tíma,“ segir Ashley Brauweiler, veðurfræðingur hjá kanadíska útvarpið CBC á Nýfundnalandi. Útsendingar CBC féllu niður þegar rafmagn fór af stöðinni í storminum. Hún segir Washington Post að starfsmenn hafi ekki komist út um tíma vegna þess hversu mikill snjór hafði safnast saman fyrir utan dyrnar. Veðurofsinn var mikill í storminum á föstudag og reyndist því framan af erfitt að mæla snjódýptina vegna foks og skafrennings. Á alþjóðaflugvellinum í St. John‘s mældist vindur á bilinu 33-43 m/s þegar verst lét. Veðurfræðingar segja að um svonefnda sprengilægð hafi verið að ræða. Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) áætlar að loftþrýstingur í miðju lægðarinnar hafi minnst náð 954 millíbörum á aðfararnótt laugardags og hafði þá fallið um meira en 54 millíbör á innan við tveimur sólarhringum. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hvatti íbúa á Nýfundnalandi og Labrador að gæta sín og hlusta á yfirvöld. Landsyfirvöld væru reiðubúin til aðstoðar. „Við komumst í gegnum þetta saman,“ tísti Trudeau. Sprengilægðin sem gekk yfir á föstudag dembdi snjó yfir St. John's þannig að íbúar þurftu að vaða hann langt upp fyrir hné.AP/Andrew Vaughan/The Canadian Press Kanada Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og herinn kallaður út vegna ógurlegs fannfergis sem gerði á Nýfundnalandi við austurströnd Kanada. Snjókoman sem féll þar er sú mesta sem mælst hefur á þessum slóðum. Á sumum stöðum hefur snjódýptin náð hátt á fjórða metra. Snjó kyngdi niður í stormi sem gekk yfir Nýfundnaland og Labrador, austasta hérað Kanada á föstudag. Í höfuðstaðnum St. John‘s var met slegið yfir sólahringssnjókomu þegar 76,2 sentímetrar féllu. Fyrra met var sett í apríl 1999 en þá féllu 68,4 sentímetrar snævar. Lægðin er nú sögð stefna að Grænlandi. Dwight Ball, forsætisráðherra Nýfundnalands og Labradors, lýsti yfir neyðarástandi og óskaði eftir aðstoð kanadíska hersins á laugardag. Fyrirtækjum var haldið lokuðum og umferð annarra farartækja en viðbragðsaðila var bönnuð. Skaflar við hraðbrautir voru allt að fjórir og hálfur metri að dýpt, að sögn Washington Post. Ófært er víða um eyjuna og grófust bílar og hús í fönn. AP-fréttastofan segir að 26 ára gamals karlmanns sé saknað eftir að hann hugðist ganga heim til vinar sínar í Roaches Line, um sjötíu kílómetra vestur af St. John‘s. Ball hvatti íbúa til að halda sig heima við, huga að nágrönnum sínum og hjálpa þeim að ryðja snjó frá húsum og brunahönum. Enn er unnið að því að moka og ryðja vegi, koma á rafmagni þar sem því sló út og tryggja heilbrigðisþjónustu. Aldrei upplifað annan eins storm Danny Breen, borgarstjóri í St. John‘s var forviða yfir snjókomunni og sagðist aldrei hafa upplifað annan eins storm þrátt fyrir að hafa búið í borginni alla sína ævi. Þegar snjóplógur kom til að ryðja götuna hans í gærmorgun segist Breen aðeins hafa heyrt í plóginum en ekki séð vegna þess hversu mikill snjór var úti. „Nýfundnalendingar eiga eftir að tala um þetta í mjög, mjög langan tíma,“ segir Ashley Brauweiler, veðurfræðingur hjá kanadíska útvarpið CBC á Nýfundnalandi. Útsendingar CBC féllu niður þegar rafmagn fór af stöðinni í storminum. Hún segir Washington Post að starfsmenn hafi ekki komist út um tíma vegna þess hversu mikill snjór hafði safnast saman fyrir utan dyrnar. Veðurofsinn var mikill í storminum á föstudag og reyndist því framan af erfitt að mæla snjódýptina vegna foks og skafrennings. Á alþjóðaflugvellinum í St. John‘s mældist vindur á bilinu 33-43 m/s þegar verst lét. Veðurfræðingar segja að um svonefnda sprengilægð hafi verið að ræða. Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) áætlar að loftþrýstingur í miðju lægðarinnar hafi minnst náð 954 millíbörum á aðfararnótt laugardags og hafði þá fallið um meira en 54 millíbör á innan við tveimur sólarhringum. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hvatti íbúa á Nýfundnalandi og Labrador að gæta sín og hlusta á yfirvöld. Landsyfirvöld væru reiðubúin til aðstoðar. „Við komumst í gegnum þetta saman,“ tísti Trudeau. Sprengilægðin sem gekk yfir á föstudag dembdi snjó yfir St. John's þannig að íbúar þurftu að vaða hann langt upp fyrir hné.AP/Andrew Vaughan/The Canadian Press
Kanada Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent