Vonar að aðgerðateymi Þjóðkirkjunnar fái sem minnst af verkefnum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. janúar 2020 20:04 Þjóðkirkjan hefur stofnað nýtt aðgerðarteymi skipað óháðum einstaklingum, sem á að taka á öllum ofbeldismálum sem koma upp innan kirkjunnar. Formaður teymisins segir að með þessu sýni kirkjan frumkvæði gegn ofbeldi en hann vonar að nefndin fái sem minnst að gera. Kirkjuþing Þjóðkirkjunnar samþykkti í mars á síðasta ári starfsreglur og í framhaldi stefnu gegn aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni, ofbeldi og um meðferð kynferðisbrota inna þjóðkirkjunnar. Í nóvember var svo þriggja manna aðgerðarteymi skipað til að taka á slíkum málum. Teymið tekur við af fagráði kirkjunnar sem var skipað fulltrúum sem starfa innan hennar en þeir starfa nú allir utan þjóðkirkjunnar. „Þetta er eitt af þeim verkefnum sem maður tekur að sér þar sem maður vonast að maður hafi ekkert að gera. Við erum reiðubúin að taka við þeim fjölda sem kemur upp. Það má leggja ríka áherslu á að tilgangurinn með því að fá utanaðkomandi aðila er að sýna það í orði og á borði að það sé óháður aðili sem tekur á þessum málum. Kirkjan er búin að taka mjög skýra afstöðu gegn öllu ofbeldi,“ segir Bragi Björnsson, formaður aðgerðarteymis Þjóðkirkjunnar. Teymið vinnur nú að heimasíðu þar sem verður sérstakur hnappur til að tilkynna um ofbeldi á Kirkjan.is en þangað til hún verður tilbúin verður hægt að senda ábendingar á fulltrúa í teyminu eða mannauðsstjóra Þjóðkirkjunnar. Við gerum okkur held ég alveg grein fyrir því að við erum að fara inn í viðkvæmustu og erfiðustu málin sem koma upp í samfélaginu. Við viljum taka á þeim af festu og heiðarleika.“ segir Bragi.Í raun og veru er það einu heimildirnar sem við höfum að gefa álit okkar á atvikinu og koma með tillögur um hvernig sé best að leysa það. Ég ítreka það að eitt meginhlutverk teymisins er að styðja við þolendur, segir Bragi Björnsson, formaður aðgerðarteymis Þjóðkirkjunnar. Kynferðisofbeldi Þjóðkirkjan Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Þjóðkirkjan hefur stofnað nýtt aðgerðarteymi skipað óháðum einstaklingum, sem á að taka á öllum ofbeldismálum sem koma upp innan kirkjunnar. Formaður teymisins segir að með þessu sýni kirkjan frumkvæði gegn ofbeldi en hann vonar að nefndin fái sem minnst að gera. Kirkjuþing Þjóðkirkjunnar samþykkti í mars á síðasta ári starfsreglur og í framhaldi stefnu gegn aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni, ofbeldi og um meðferð kynferðisbrota inna þjóðkirkjunnar. Í nóvember var svo þriggja manna aðgerðarteymi skipað til að taka á slíkum málum. Teymið tekur við af fagráði kirkjunnar sem var skipað fulltrúum sem starfa innan hennar en þeir starfa nú allir utan þjóðkirkjunnar. „Þetta er eitt af þeim verkefnum sem maður tekur að sér þar sem maður vonast að maður hafi ekkert að gera. Við erum reiðubúin að taka við þeim fjölda sem kemur upp. Það má leggja ríka áherslu á að tilgangurinn með því að fá utanaðkomandi aðila er að sýna það í orði og á borði að það sé óháður aðili sem tekur á þessum málum. Kirkjan er búin að taka mjög skýra afstöðu gegn öllu ofbeldi,“ segir Bragi Björnsson, formaður aðgerðarteymis Þjóðkirkjunnar. Teymið vinnur nú að heimasíðu þar sem verður sérstakur hnappur til að tilkynna um ofbeldi á Kirkjan.is en þangað til hún verður tilbúin verður hægt að senda ábendingar á fulltrúa í teyminu eða mannauðsstjóra Þjóðkirkjunnar. Við gerum okkur held ég alveg grein fyrir því að við erum að fara inn í viðkvæmustu og erfiðustu málin sem koma upp í samfélaginu. Við viljum taka á þeim af festu og heiðarleika.“ segir Bragi.Í raun og veru er það einu heimildirnar sem við höfum að gefa álit okkar á atvikinu og koma með tillögur um hvernig sé best að leysa það. Ég ítreka það að eitt meginhlutverk teymisins er að styðja við þolendur, segir Bragi Björnsson, formaður aðgerðarteymis Þjóðkirkjunnar.
Kynferðisofbeldi Þjóðkirkjan Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira