Markasúpa í Reykjavíkurmótinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2020 22:30 Fylkir kom til baka og lagði Fjölni í miklum markaleik. Vísir/Daníel Þór Leikur Fylkis og Fjölnis í Egilshöllinni var mikið fyrir augað en bæði lið ákváðu að skilja varnarleikinn eftir heima. Kristófer Óskar Óskarsson kom Fjölni yfir á 17. mínútu leiksins og bætti við öðru marki sínu sem og Fjölnis á þeirri 26. Aðeins 14 mínútum síðar höfðu Fylkismenn jafnað metin þökk sé mörkum frá Valdimari Þór Ingimudnarssyni, úr vítaspyrnu, og Þórði Gunnari Hafþórssyni. Áður en fyrri hálfleikur var úti hafði Ingibergur Sigurðarson komið Fjölni yfir og staðan því 3-2 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði varamaðurinn Hákon Ingi Jónsson metin í 3-3 áður en varnarmennirnir Ásgeir Eyþórsson og Orri Svenn Stefánsson bættu við mörkum. Lokatölur 5-3 í hörku leik. Fjölnir er sem stendur með sex stig eftir fjóra leiki á meðan þetta var fyrsti sigur Fylkis en liðið hefur leikið þrjá leiki til þessa. Þá vann KR 2-0 sigur á Þrótti Reykjavík. Hjalti Sigurðsson fékk að líta rauða spjaldið strax á 6. mínútu leiksins en það kom ekki að sök fyrir KR-inga. Ástbjörn Þórðarson skoraði sex mínutum síðar og var það eina mark fyrri hálfleiks. Tobias Thomsen skoraði seinna mark KR undir lok leiksins en hann hafði komið inn á sem varamaður í hálfleik. Íslandsmeistarar KR stilltu upp nokkuð ungu byrjunarliði miðað við venjulega. Þeir Ómar Castaldo Einarsson, Oddur Ingi Bjarnason, Stefán Árni Geirsson, Hjalti Sigurðsson (sem spilaði aðeins sex mínútur) og Þorsteinn Örn Bernharðsson voru allir í byrjunarliði KR. Hvort Þorrablót KR-inga í gærkvöldi spili inn í ástæður þess að eldri leikmenn voru geymdir á bekknum í kvöld verður látið liggja milli hluta. Báðir þessir leikir voru í A-riðli. Í A-riðlinum kvenna megin unnu Ísalndsmeistarar Vals 4-1 sigur á 1. deildarliði Fjölnis en staðan var 1-1 í hálfleik. Ída Marín Hermannsdóttir hafði komið Val yfir á 17. mínútu en aðeins mínútu síðar jafnaði Sara Montoro metin. Það var svo á 56. mínútu sem Guðrún Karítas Sigurðardóttir kom Val í 2-1 áður en Hlín Eiríksdóttir bætti við tveimur mörkum og lokatölur því eins og áður kom fram 4-1. Var þetta fyrsti sigur Vals í mótinu eftir að hafa tapað óvænt 2-1 fyrir Fylki í 1. umferð. Fjölnir er án stiga eftir tvær umferðir. Íslenski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Leikur Fylkis og Fjölnis í Egilshöllinni var mikið fyrir augað en bæði lið ákváðu að skilja varnarleikinn eftir heima. Kristófer Óskar Óskarsson kom Fjölni yfir á 17. mínútu leiksins og bætti við öðru marki sínu sem og Fjölnis á þeirri 26. Aðeins 14 mínútum síðar höfðu Fylkismenn jafnað metin þökk sé mörkum frá Valdimari Þór Ingimudnarssyni, úr vítaspyrnu, og Þórði Gunnari Hafþórssyni. Áður en fyrri hálfleikur var úti hafði Ingibergur Sigurðarson komið Fjölni yfir og staðan því 3-2 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði varamaðurinn Hákon Ingi Jónsson metin í 3-3 áður en varnarmennirnir Ásgeir Eyþórsson og Orri Svenn Stefánsson bættu við mörkum. Lokatölur 5-3 í hörku leik. Fjölnir er sem stendur með sex stig eftir fjóra leiki á meðan þetta var fyrsti sigur Fylkis en liðið hefur leikið þrjá leiki til þessa. Þá vann KR 2-0 sigur á Þrótti Reykjavík. Hjalti Sigurðsson fékk að líta rauða spjaldið strax á 6. mínútu leiksins en það kom ekki að sök fyrir KR-inga. Ástbjörn Þórðarson skoraði sex mínutum síðar og var það eina mark fyrri hálfleiks. Tobias Thomsen skoraði seinna mark KR undir lok leiksins en hann hafði komið inn á sem varamaður í hálfleik. Íslandsmeistarar KR stilltu upp nokkuð ungu byrjunarliði miðað við venjulega. Þeir Ómar Castaldo Einarsson, Oddur Ingi Bjarnason, Stefán Árni Geirsson, Hjalti Sigurðsson (sem spilaði aðeins sex mínútur) og Þorsteinn Örn Bernharðsson voru allir í byrjunarliði KR. Hvort Þorrablót KR-inga í gærkvöldi spili inn í ástæður þess að eldri leikmenn voru geymdir á bekknum í kvöld verður látið liggja milli hluta. Báðir þessir leikir voru í A-riðli. Í A-riðlinum kvenna megin unnu Ísalndsmeistarar Vals 4-1 sigur á 1. deildarliði Fjölnis en staðan var 1-1 í hálfleik. Ída Marín Hermannsdóttir hafði komið Val yfir á 17. mínútu en aðeins mínútu síðar jafnaði Sara Montoro metin. Það var svo á 56. mínútu sem Guðrún Karítas Sigurðardóttir kom Val í 2-1 áður en Hlín Eiríksdóttir bætti við tveimur mörkum og lokatölur því eins og áður kom fram 4-1. Var þetta fyrsti sigur Vals í mótinu eftir að hafa tapað óvænt 2-1 fyrir Fylki í 1. umferð. Fjölnir er án stiga eftir tvær umferðir.
Íslenski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira