Helgin gæti leitt í ljós hvort Vera sé uppruni draugahljóðsins dularfulla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. ágúst 2020 19:33 Það ætti að koma í ljós um helgina hvort að skútan Vera beri ábyrgð á dularfullu hljóði sem plagað hefur suma Akureyringa að undanförnu. Um fátt hefur verið meira rætt á Akureyri að undanförnu en þetta dularfulla hjlóð sem heyra má með því að smella hér. Ýmsir sökudólgar hafa verið nefndir til sögunnar, þar á meðal Vaðlaheiðargöng en þar á bæ telja menn útilokað að tækjabúnaður valdi hljóðinu Spjótin hafa helst beinst að skútunni Veru sem liggur við höfn í miðbænum, þar sem hljóðið heyrist hvað hæst. Raunar hafa aðgerðir heilbrigðisfirvalda í málinu helst snúið að skútunni. Þannig er mögulega talið að samspil vindsins og masturins geti orsakað hljóðið. Eftir úrbætur ár þar á, sneri hljóðið þó aftur. Færa átti skútuna en það hefur reynst þrautinni þyngri vegna veðurs sem á þó að ganga niður í nótt. Á morgun gætu Akureyringar hins vegar verið skrefið nærri ráðgátunni því þá verður mastrið og Vera á bak og burt. „Við förum á morgun, þá verður farið í siglingu og hún verður í siglingum fram undir miðjan september. Kemur eitthvað til Akureyrar en verður aðallega frá höfn,“ segir Þorkell Pálsson, skipstjóri skútunnar. Þorkell Pálsson er skipstjóri Veru.Vísir/Tryggvi Það mætti því álykta sem svo að ef ekkert hljóð heyrist á meðan Vera er í burtu sé lausnin fundin. Skipstjórinn bendir þó á að frásagnir af dularfullu hljóði a Akureyri séu í það minnsta frá árinu 2014, og ekki sé víst að hljóðið komi frá Veru. „Ef að svo er þá þykir það okkur mjög leitt. Mér skilst hins vegar að Akureyringar séu búnir að heyra þetta hljóð í mörg ár. Vera hefur ekki verið hérna við Ísland, kom hingað fyrst fyrir rúmu ári síðan,“ segir Þorkell. Það stendur þó ekki á skipstjóranum að gera úrbætur ef Vera reynist sökudólgurinn. „Neinei, við munum hjálpa til þess að komast til botns í þessu og ef það koma hljóð frá mastrinu þá munum við gera okkar best í að halda hljóðinu í lágmarki.“ Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Það ætti að koma í ljós um helgina hvort að skútan Vera beri ábyrgð á dularfullu hljóði sem plagað hefur suma Akureyringa að undanförnu. Um fátt hefur verið meira rætt á Akureyri að undanförnu en þetta dularfulla hjlóð sem heyra má með því að smella hér. Ýmsir sökudólgar hafa verið nefndir til sögunnar, þar á meðal Vaðlaheiðargöng en þar á bæ telja menn útilokað að tækjabúnaður valdi hljóðinu Spjótin hafa helst beinst að skútunni Veru sem liggur við höfn í miðbænum, þar sem hljóðið heyrist hvað hæst. Raunar hafa aðgerðir heilbrigðisfirvalda í málinu helst snúið að skútunni. Þannig er mögulega talið að samspil vindsins og masturins geti orsakað hljóðið. Eftir úrbætur ár þar á, sneri hljóðið þó aftur. Færa átti skútuna en það hefur reynst þrautinni þyngri vegna veðurs sem á þó að ganga niður í nótt. Á morgun gætu Akureyringar hins vegar verið skrefið nærri ráðgátunni því þá verður mastrið og Vera á bak og burt. „Við förum á morgun, þá verður farið í siglingu og hún verður í siglingum fram undir miðjan september. Kemur eitthvað til Akureyrar en verður aðallega frá höfn,“ segir Þorkell Pálsson, skipstjóri skútunnar. Þorkell Pálsson er skipstjóri Veru.Vísir/Tryggvi Það mætti því álykta sem svo að ef ekkert hljóð heyrist á meðan Vera er í burtu sé lausnin fundin. Skipstjórinn bendir þó á að frásagnir af dularfullu hljóði a Akureyri séu í það minnsta frá árinu 2014, og ekki sé víst að hljóðið komi frá Veru. „Ef að svo er þá þykir það okkur mjög leitt. Mér skilst hins vegar að Akureyringar séu búnir að heyra þetta hljóð í mörg ár. Vera hefur ekki verið hérna við Ísland, kom hingað fyrst fyrir rúmu ári síðan,“ segir Þorkell. Það stendur þó ekki á skipstjóranum að gera úrbætur ef Vera reynist sökudólgurinn. „Neinei, við munum hjálpa til þess að komast til botns í þessu og ef það koma hljóð frá mastrinu þá munum við gera okkar best í að halda hljóðinu í lágmarki.“
Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira