Real Madrid að reyna að fá Sadio Mané frá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2020 12:30 Sadio Mané er kominn í hóp bestu leikmanna heims. Hér fagnar hann marki með Liverpool. EPA-EFE/PETER POWELL Real Madrid telur sig þurfa fleiri stórstjörnur í liðið sitt og samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá horfa menn norður til Liverpool borgar í leit sinni að næstu stórstjörnu spænska liðsins. Samkvæmt frétt Le 10 Sport þá er Real Madrid nefnilega byrjað að ræða við fulltrúa Sadio Mané. Sadio Mané er með samning við Liverpool til 2023 og Real Madrid þarf því að borga risastóra upphæð fyrir hann ætli félagið að fá Senegalann. Report: Real Madrid have approached Sadio Mane about an end-of-season movehttps://t.co/8EPK8JQi4z— beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) January 1, 2020 Real Madrid hefur misst frá sér stjörnuleikmenn og eða nokkrar stjörnur liðsins eru orðnir „gamlir.“ Það þarf að yngja upp í liðinu. Það munaði mikið um að sjá á eftir Cristiano Ronaldo til Juventus og nú er búist við því að félagið missi þá Gareth Bale og James Rodriguez í sumar. James Rodriguez hefur reyndar verið á láni undanfarin ár. Sadio Mané er sagður vera ofarlega á óskalista Zinedine Zidane og að þar fari leikmaður sem passar vel við hlið franska framherjans Karim Benzema. Það er orðrómur um það að Zinedine Zidane sé þegar búinn að tala við Sadio Mané um að hann komi til Real Madrid í sumar. Sadio Mané hefur spilað betur á hverju tímabili með Liverpool og á þessari leiktíð er hann með fjórtán mörk og átta stoðsendingar í öllum keppnum. Reports in France suggest Real Madrid have made contact with Liverpool over Sadio Mane. The gossip https://t.co/LkiQI9RWippic.twitter.com/y1RSpe6n6x— BBC Sport (@BBCSport) January 2, 2020 Liverpool hefur selt stórstjörnur til Spánar á síðustu árum, menn eins og Luis Suarez og Philippe Coutinho. Á þeim tíma sem er liðinn hefur Liverpool liðið unnið Meistaradeildina, orðið heimsmeistari félagsliða og er nú á góðri leið að verða Englandsmeistari í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Hvort að Liverpool sé tilbúið að selja hinn 27 ára gamla Sadio Mané rétt fyrir hans allra bestu ár verður aftur á móti að koma í ljós. Liverpool hefur allt til alls til að halda sér í hópi bestu liða Evrópu næstu árin undir stjórn Jürgen Klopp og Sadio Mané gæti komið sér ú guðatölu hjá félaginu vinni hann nokkra stóra titla í viðbót með enska félaginu. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira
Real Madrid telur sig þurfa fleiri stórstjörnur í liðið sitt og samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá horfa menn norður til Liverpool borgar í leit sinni að næstu stórstjörnu spænska liðsins. Samkvæmt frétt Le 10 Sport þá er Real Madrid nefnilega byrjað að ræða við fulltrúa Sadio Mané. Sadio Mané er með samning við Liverpool til 2023 og Real Madrid þarf því að borga risastóra upphæð fyrir hann ætli félagið að fá Senegalann. Report: Real Madrid have approached Sadio Mane about an end-of-season movehttps://t.co/8EPK8JQi4z— beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) January 1, 2020 Real Madrid hefur misst frá sér stjörnuleikmenn og eða nokkrar stjörnur liðsins eru orðnir „gamlir.“ Það þarf að yngja upp í liðinu. Það munaði mikið um að sjá á eftir Cristiano Ronaldo til Juventus og nú er búist við því að félagið missi þá Gareth Bale og James Rodriguez í sumar. James Rodriguez hefur reyndar verið á láni undanfarin ár. Sadio Mané er sagður vera ofarlega á óskalista Zinedine Zidane og að þar fari leikmaður sem passar vel við hlið franska framherjans Karim Benzema. Það er orðrómur um það að Zinedine Zidane sé þegar búinn að tala við Sadio Mané um að hann komi til Real Madrid í sumar. Sadio Mané hefur spilað betur á hverju tímabili með Liverpool og á þessari leiktíð er hann með fjórtán mörk og átta stoðsendingar í öllum keppnum. Reports in France suggest Real Madrid have made contact with Liverpool over Sadio Mane. The gossip https://t.co/LkiQI9RWippic.twitter.com/y1RSpe6n6x— BBC Sport (@BBCSport) January 2, 2020 Liverpool hefur selt stórstjörnur til Spánar á síðustu árum, menn eins og Luis Suarez og Philippe Coutinho. Á þeim tíma sem er liðinn hefur Liverpool liðið unnið Meistaradeildina, orðið heimsmeistari félagsliða og er nú á góðri leið að verða Englandsmeistari í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Hvort að Liverpool sé tilbúið að selja hinn 27 ára gamla Sadio Mané rétt fyrir hans allra bestu ár verður aftur á móti að koma í ljós. Liverpool hefur allt til alls til að halda sér í hópi bestu liða Evrópu næstu árin undir stjórn Jürgen Klopp og Sadio Mané gæti komið sér ú guðatölu hjá félaginu vinni hann nokkra stóra titla í viðbót með enska félaginu.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira