Real Madrid að reyna að fá Sadio Mané frá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2020 12:30 Sadio Mané er kominn í hóp bestu leikmanna heims. Hér fagnar hann marki með Liverpool. EPA-EFE/PETER POWELL Real Madrid telur sig þurfa fleiri stórstjörnur í liðið sitt og samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá horfa menn norður til Liverpool borgar í leit sinni að næstu stórstjörnu spænska liðsins. Samkvæmt frétt Le 10 Sport þá er Real Madrid nefnilega byrjað að ræða við fulltrúa Sadio Mané. Sadio Mané er með samning við Liverpool til 2023 og Real Madrid þarf því að borga risastóra upphæð fyrir hann ætli félagið að fá Senegalann. Report: Real Madrid have approached Sadio Mane about an end-of-season movehttps://t.co/8EPK8JQi4z— beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) January 1, 2020 Real Madrid hefur misst frá sér stjörnuleikmenn og eða nokkrar stjörnur liðsins eru orðnir „gamlir.“ Það þarf að yngja upp í liðinu. Það munaði mikið um að sjá á eftir Cristiano Ronaldo til Juventus og nú er búist við því að félagið missi þá Gareth Bale og James Rodriguez í sumar. James Rodriguez hefur reyndar verið á láni undanfarin ár. Sadio Mané er sagður vera ofarlega á óskalista Zinedine Zidane og að þar fari leikmaður sem passar vel við hlið franska framherjans Karim Benzema. Það er orðrómur um það að Zinedine Zidane sé þegar búinn að tala við Sadio Mané um að hann komi til Real Madrid í sumar. Sadio Mané hefur spilað betur á hverju tímabili með Liverpool og á þessari leiktíð er hann með fjórtán mörk og átta stoðsendingar í öllum keppnum. Reports in France suggest Real Madrid have made contact with Liverpool over Sadio Mane. The gossip https://t.co/LkiQI9RWippic.twitter.com/y1RSpe6n6x— BBC Sport (@BBCSport) January 2, 2020 Liverpool hefur selt stórstjörnur til Spánar á síðustu árum, menn eins og Luis Suarez og Philippe Coutinho. Á þeim tíma sem er liðinn hefur Liverpool liðið unnið Meistaradeildina, orðið heimsmeistari félagsliða og er nú á góðri leið að verða Englandsmeistari í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Hvort að Liverpool sé tilbúið að selja hinn 27 ára gamla Sadio Mané rétt fyrir hans allra bestu ár verður aftur á móti að koma í ljós. Liverpool hefur allt til alls til að halda sér í hópi bestu liða Evrópu næstu árin undir stjórn Jürgen Klopp og Sadio Mané gæti komið sér ú guðatölu hjá félaginu vinni hann nokkra stóra titla í viðbót með enska félaginu. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira
Real Madrid telur sig þurfa fleiri stórstjörnur í liðið sitt og samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá horfa menn norður til Liverpool borgar í leit sinni að næstu stórstjörnu spænska liðsins. Samkvæmt frétt Le 10 Sport þá er Real Madrid nefnilega byrjað að ræða við fulltrúa Sadio Mané. Sadio Mané er með samning við Liverpool til 2023 og Real Madrid þarf því að borga risastóra upphæð fyrir hann ætli félagið að fá Senegalann. Report: Real Madrid have approached Sadio Mane about an end-of-season movehttps://t.co/8EPK8JQi4z— beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) January 1, 2020 Real Madrid hefur misst frá sér stjörnuleikmenn og eða nokkrar stjörnur liðsins eru orðnir „gamlir.“ Það þarf að yngja upp í liðinu. Það munaði mikið um að sjá á eftir Cristiano Ronaldo til Juventus og nú er búist við því að félagið missi þá Gareth Bale og James Rodriguez í sumar. James Rodriguez hefur reyndar verið á láni undanfarin ár. Sadio Mané er sagður vera ofarlega á óskalista Zinedine Zidane og að þar fari leikmaður sem passar vel við hlið franska framherjans Karim Benzema. Það er orðrómur um það að Zinedine Zidane sé þegar búinn að tala við Sadio Mané um að hann komi til Real Madrid í sumar. Sadio Mané hefur spilað betur á hverju tímabili með Liverpool og á þessari leiktíð er hann með fjórtán mörk og átta stoðsendingar í öllum keppnum. Reports in France suggest Real Madrid have made contact with Liverpool over Sadio Mane. The gossip https://t.co/LkiQI9RWippic.twitter.com/y1RSpe6n6x— BBC Sport (@BBCSport) January 2, 2020 Liverpool hefur selt stórstjörnur til Spánar á síðustu árum, menn eins og Luis Suarez og Philippe Coutinho. Á þeim tíma sem er liðinn hefur Liverpool liðið unnið Meistaradeildina, orðið heimsmeistari félagsliða og er nú á góðri leið að verða Englandsmeistari í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Hvort að Liverpool sé tilbúið að selja hinn 27 ára gamla Sadio Mané rétt fyrir hans allra bestu ár verður aftur á móti að koma í ljós. Liverpool hefur allt til alls til að halda sér í hópi bestu liða Evrópu næstu árin undir stjórn Jürgen Klopp og Sadio Mané gæti komið sér ú guðatölu hjá félaginu vinni hann nokkra stóra titla í viðbót með enska félaginu.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira