Þarf að breyta Seðlabankanum til að koma starfsfólki fyrir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. janúar 2020 13:00 Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið eru nú ein stofnun sem starfar undir nafni seðlabankans. Ráðast þarf í breytingar á húsnæði Seðlabanka Íslands til að skapa rými fyrir allt starfsfólk nýrrar sameinaðar stofnunar. Fjármálaeftirlitið er ekki lengur til þar sem það sameinaðist seðlabankanum undir nafni Seðlabanka Íslands um áramótin. Ný lög um stofnunina tóku gildi í gær og samkvæmt þeim eru verkefni seðlabankans eðli málsins samkvæmt orðin heldur fleiri en áður. Sameinuð stofnun á meðal annars að stuðla að stöðugu verðlagi, fjármálastöðugleika og fylgjast með starfsemi eftirlitsskyldra aðila. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir mest um skipulagsbreytingar í fyrsta kasti. Varaseðlabankastjórar verða þrír og er Unnur Gunnarsdóttir, sem hefur verið forstjóri Fjármálaeftirlitsins, ein þeirra. Þá mun fjármálastöðugleikanefnd mun taka ákvarðanir um þjóðhagsvarúð. „Helsti kosturinn er að núna verður bara ein stofnun sem verður í ábyrgð fyrir fjármálastöðugleika í landinu, sem þá fylgist með fjármálakerfinu frá öllum hliðum," segir Ásgeir og bætir við að samlegðaráhrifin séu einnig mikil varðandi mannauð. Þegar allir starfsmenn seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins eru taldir saman veðrur heildarfjöldi starfsmanna nýrrar stofnunar 290. Ásgeir segir von á einhverri hagræðingu. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm „Yfirlýst markmið þessarar sameiningar er ekki að fækka starfsfólki. Við erum í raun að auka skilvirkni í því starfi sem við erum að sinna. Það verður náttúrulega einhver breyting á því hvernig stofnunin starfar en það eru engar fjöldauppsagnir eða verulegar breytingar," segir Ásgeir. Starfsemin er enn rekin á tveimur stöðum; í Seðlabanka Íslands við Kalkofnsveg og við Katrínartún þar sem Fjármálaeftirlitið hefur verið til húsa. Stefnt er að því að sameina starfsemina alla í seðlabankanum og er undirbúningur að því hafinn. Ásgeir segir að skoðað hafi verið hvort stækka eigi seðlabankahúsið. Það verði þó væntanlega ekki gert á næstunni heldur verður reynt að nýta húsakostinn betur. „Það liggur fyrir að ef við ætlum að koma öllu þessu fólki fyrir í einu húsi þurfum við að fara í ákveðnar breytingar og endurskipulagningu á húsakostinum hér. Það mun taka einhvern tíma. Það er erfitt að segja nákvæmlega um hvaða tímaramma við erum að tala en það verður vonandi ekki innan margra ára," segir Ásgeir. Reykjavík Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Ráðast þarf í breytingar á húsnæði Seðlabanka Íslands til að skapa rými fyrir allt starfsfólk nýrrar sameinaðar stofnunar. Fjármálaeftirlitið er ekki lengur til þar sem það sameinaðist seðlabankanum undir nafni Seðlabanka Íslands um áramótin. Ný lög um stofnunina tóku gildi í gær og samkvæmt þeim eru verkefni seðlabankans eðli málsins samkvæmt orðin heldur fleiri en áður. Sameinuð stofnun á meðal annars að stuðla að stöðugu verðlagi, fjármálastöðugleika og fylgjast með starfsemi eftirlitsskyldra aðila. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir mest um skipulagsbreytingar í fyrsta kasti. Varaseðlabankastjórar verða þrír og er Unnur Gunnarsdóttir, sem hefur verið forstjóri Fjármálaeftirlitsins, ein þeirra. Þá mun fjármálastöðugleikanefnd mun taka ákvarðanir um þjóðhagsvarúð. „Helsti kosturinn er að núna verður bara ein stofnun sem verður í ábyrgð fyrir fjármálastöðugleika í landinu, sem þá fylgist með fjármálakerfinu frá öllum hliðum," segir Ásgeir og bætir við að samlegðaráhrifin séu einnig mikil varðandi mannauð. Þegar allir starfsmenn seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins eru taldir saman veðrur heildarfjöldi starfsmanna nýrrar stofnunar 290. Ásgeir segir von á einhverri hagræðingu. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm „Yfirlýst markmið þessarar sameiningar er ekki að fækka starfsfólki. Við erum í raun að auka skilvirkni í því starfi sem við erum að sinna. Það verður náttúrulega einhver breyting á því hvernig stofnunin starfar en það eru engar fjöldauppsagnir eða verulegar breytingar," segir Ásgeir. Starfsemin er enn rekin á tveimur stöðum; í Seðlabanka Íslands við Kalkofnsveg og við Katrínartún þar sem Fjármálaeftirlitið hefur verið til húsa. Stefnt er að því að sameina starfsemina alla í seðlabankanum og er undirbúningur að því hafinn. Ásgeir segir að skoðað hafi verið hvort stækka eigi seðlabankahúsið. Það verði þó væntanlega ekki gert á næstunni heldur verður reynt að nýta húsakostinn betur. „Það liggur fyrir að ef við ætlum að koma öllu þessu fólki fyrir í einu húsi þurfum við að fara í ákveðnar breytingar og endurskipulagningu á húsakostinum hér. Það mun taka einhvern tíma. Það er erfitt að segja nákvæmlega um hvaða tímaramma við erum að tala en það verður vonandi ekki innan margra ára," segir Ásgeir.
Reykjavík Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira