Samkvæmt frétt á vef FÍB (Félags íslenskra bifreiðaeigenda) lækkaði meðalhraði á hringveginum um 0,7 km/klst á milli áranna 2017 og 2018.
Meðalhraðinn á hringveginum var 92,6 km/klst sumarið 2018. Meðalhraði er mældur á 14 stöðum, þarf af tveimur á höfuðborgðarsvæðinu, 11 á sjálfum hringveginum og einum utan hringvegar.
Af þremur stöðum þar sem meðalhraði hækkaði á milli ára er einn staður þar sem hraðinn hefur hækkað tvö ár í röð, það er á Hellisheiði.
Hlutfall ökumanna sem aka hraðar en 30 km/klst yfir hámarkshraða lækkaði um 0,5% sumarið 2018 frá fyrra ári. Mesta hækkun meðalhraða var á Reykjanesbraut við bensínstöð á Dalvegi. Þar hækkaði meðalhraði um 1,4 km/klst.
Mesta lækkun á meðalhraða var á hringveginum við Hvassafell í Norðurárdal. Þar lækkaði meðalhraðinn um 2,2 km/klst.
