Breytir dómkröfunni í samræmi við innborgun ríkisins Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. janúar 2020 14:00 Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar. Vísir/Egill Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, eins þeirra sem sýknaðir voru af ákæru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segir að bætur í málinu sem von er á frá ríkinu á grundvelli nýrra laga breyti ekki málarekstrinum. Guðjón hafi samþykkt bæturnar og krafa hans á hendur ríkinu muni lækka sem þeim nemur.Fréttablaðið greindi frá því í morgun að búast megi við að bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum verði greiddar út síðar í þessum mánuði. Bæturnar verða greiddar á grundvelli nýsamþykktra laga, sem heimila að bætur á bilinu frá 15 til 224 milljónum til þriggja málsaðila sem enn eru á lífi, og til maka og barna hinna tveggja látnu. Þá kemur greiðsla bóta á grundvelli laganna ekki í veg fyrir að bótaþegar höfði sérstakt bótamál fyrir dómstólum til heimtingar frekari bóta. Guðjón Skarphéðinsson hefur stefnt ríkinu til heimtingar bóta og þá krefst Kristján Viðar Júlíusson einnig bóta upp á 1,6 milljarða króna. Frá fyrirtöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti.Vísir/Vilhelm Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Guðjóns segir að ákvörðun ríkisins hafi ekki áhrif á málareksturinn sjálfan. Krafa hans, sem er rúmur einn milljarður króna, muni þó lækka. „Umbjóðandi minn Guðjón Skarphéðinsson höfðaði mál gegn ríkinu fyrir alllöngu. Núna hefur ríkið ákveðið að borga upp í kröfurnar og af því leiðir að ég mun breyta dómkröfunum í samræmi við það og lækka þær sem nemur innborguninni.“ Í Fréttablaðinu kemur fram að Guðjón muni fá 145 milljónir króna í bætur frá ríkinu. Ragnar segir það ekki munu koma til með að breytast. „Umbjóðandi minn, Guðjón, hefur samþykkt það, en þetta breytir engu um dómsmálið vegna þess að lögin gera ekki ráð fyrir því og heldur ekki tilboð forsætisráðherra að þetta sé fullnaðargreiðsla. Þetta er eingöngu innágreiðsla, uppígreiðsla eins og það er kallað.“ Guðjón stefndi ríkinu til greiðslu bótanna í júní síðastliðnum. Krafa hans var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í október síðastliðnum og næsta fyrirtaka í málinu er nú í janúar. Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Krafa ríkisins óbreytt um sinn Fyrirtaka var í máli Guðjóns Skarphéðinssonar gegn íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 25. október 2019 06:00 Katrín segist til í að hitta Klúbbmenn Þá hafi þeir þegar fengið bætur og afsökunarbeiðni. 22. október 2019 18:14 Telur Guðmundar- og Geirfinnsmálið byggjast á misskilningi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir alla hafa gleymt því að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir ýmislegt annað. 2. október 2019 19:07 Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, eins þeirra sem sýknaðir voru af ákæru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segir að bætur í málinu sem von er á frá ríkinu á grundvelli nýrra laga breyti ekki málarekstrinum. Guðjón hafi samþykkt bæturnar og krafa hans á hendur ríkinu muni lækka sem þeim nemur.Fréttablaðið greindi frá því í morgun að búast megi við að bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum verði greiddar út síðar í þessum mánuði. Bæturnar verða greiddar á grundvelli nýsamþykktra laga, sem heimila að bætur á bilinu frá 15 til 224 milljónum til þriggja málsaðila sem enn eru á lífi, og til maka og barna hinna tveggja látnu. Þá kemur greiðsla bóta á grundvelli laganna ekki í veg fyrir að bótaþegar höfði sérstakt bótamál fyrir dómstólum til heimtingar frekari bóta. Guðjón Skarphéðinsson hefur stefnt ríkinu til heimtingar bóta og þá krefst Kristján Viðar Júlíusson einnig bóta upp á 1,6 milljarða króna. Frá fyrirtöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti.Vísir/Vilhelm Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Guðjóns segir að ákvörðun ríkisins hafi ekki áhrif á málareksturinn sjálfan. Krafa hans, sem er rúmur einn milljarður króna, muni þó lækka. „Umbjóðandi minn Guðjón Skarphéðinsson höfðaði mál gegn ríkinu fyrir alllöngu. Núna hefur ríkið ákveðið að borga upp í kröfurnar og af því leiðir að ég mun breyta dómkröfunum í samræmi við það og lækka þær sem nemur innborguninni.“ Í Fréttablaðinu kemur fram að Guðjón muni fá 145 milljónir króna í bætur frá ríkinu. Ragnar segir það ekki munu koma til með að breytast. „Umbjóðandi minn, Guðjón, hefur samþykkt það, en þetta breytir engu um dómsmálið vegna þess að lögin gera ekki ráð fyrir því og heldur ekki tilboð forsætisráðherra að þetta sé fullnaðargreiðsla. Þetta er eingöngu innágreiðsla, uppígreiðsla eins og það er kallað.“ Guðjón stefndi ríkinu til greiðslu bótanna í júní síðastliðnum. Krafa hans var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í október síðastliðnum og næsta fyrirtaka í málinu er nú í janúar.
Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Krafa ríkisins óbreytt um sinn Fyrirtaka var í máli Guðjóns Skarphéðinssonar gegn íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 25. október 2019 06:00 Katrín segist til í að hitta Klúbbmenn Þá hafi þeir þegar fengið bætur og afsökunarbeiðni. 22. október 2019 18:14 Telur Guðmundar- og Geirfinnsmálið byggjast á misskilningi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir alla hafa gleymt því að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir ýmislegt annað. 2. október 2019 19:07 Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Krafa ríkisins óbreytt um sinn Fyrirtaka var í máli Guðjóns Skarphéðinssonar gegn íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 25. október 2019 06:00
Katrín segist til í að hitta Klúbbmenn Þá hafi þeir þegar fengið bætur og afsökunarbeiðni. 22. október 2019 18:14
Telur Guðmundar- og Geirfinnsmálið byggjast á misskilningi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir alla hafa gleymt því að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir ýmislegt annað. 2. október 2019 19:07
Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55