Breytir dómkröfunni í samræmi við innborgun ríkisins Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. janúar 2020 14:00 Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar. Vísir/Egill Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, eins þeirra sem sýknaðir voru af ákæru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segir að bætur í málinu sem von er á frá ríkinu á grundvelli nýrra laga breyti ekki málarekstrinum. Guðjón hafi samþykkt bæturnar og krafa hans á hendur ríkinu muni lækka sem þeim nemur.Fréttablaðið greindi frá því í morgun að búast megi við að bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum verði greiddar út síðar í þessum mánuði. Bæturnar verða greiddar á grundvelli nýsamþykktra laga, sem heimila að bætur á bilinu frá 15 til 224 milljónum til þriggja málsaðila sem enn eru á lífi, og til maka og barna hinna tveggja látnu. Þá kemur greiðsla bóta á grundvelli laganna ekki í veg fyrir að bótaþegar höfði sérstakt bótamál fyrir dómstólum til heimtingar frekari bóta. Guðjón Skarphéðinsson hefur stefnt ríkinu til heimtingar bóta og þá krefst Kristján Viðar Júlíusson einnig bóta upp á 1,6 milljarða króna. Frá fyrirtöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti.Vísir/Vilhelm Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Guðjóns segir að ákvörðun ríkisins hafi ekki áhrif á málareksturinn sjálfan. Krafa hans, sem er rúmur einn milljarður króna, muni þó lækka. „Umbjóðandi minn Guðjón Skarphéðinsson höfðaði mál gegn ríkinu fyrir alllöngu. Núna hefur ríkið ákveðið að borga upp í kröfurnar og af því leiðir að ég mun breyta dómkröfunum í samræmi við það og lækka þær sem nemur innborguninni.“ Í Fréttablaðinu kemur fram að Guðjón muni fá 145 milljónir króna í bætur frá ríkinu. Ragnar segir það ekki munu koma til með að breytast. „Umbjóðandi minn, Guðjón, hefur samþykkt það, en þetta breytir engu um dómsmálið vegna þess að lögin gera ekki ráð fyrir því og heldur ekki tilboð forsætisráðherra að þetta sé fullnaðargreiðsla. Þetta er eingöngu innágreiðsla, uppígreiðsla eins og það er kallað.“ Guðjón stefndi ríkinu til greiðslu bótanna í júní síðastliðnum. Krafa hans var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í október síðastliðnum og næsta fyrirtaka í málinu er nú í janúar. Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Krafa ríkisins óbreytt um sinn Fyrirtaka var í máli Guðjóns Skarphéðinssonar gegn íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 25. október 2019 06:00 Katrín segist til í að hitta Klúbbmenn Þá hafi þeir þegar fengið bætur og afsökunarbeiðni. 22. október 2019 18:14 Telur Guðmundar- og Geirfinnsmálið byggjast á misskilningi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir alla hafa gleymt því að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir ýmislegt annað. 2. október 2019 19:07 Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, eins þeirra sem sýknaðir voru af ákæru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segir að bætur í málinu sem von er á frá ríkinu á grundvelli nýrra laga breyti ekki málarekstrinum. Guðjón hafi samþykkt bæturnar og krafa hans á hendur ríkinu muni lækka sem þeim nemur.Fréttablaðið greindi frá því í morgun að búast megi við að bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum verði greiddar út síðar í þessum mánuði. Bæturnar verða greiddar á grundvelli nýsamþykktra laga, sem heimila að bætur á bilinu frá 15 til 224 milljónum til þriggja málsaðila sem enn eru á lífi, og til maka og barna hinna tveggja látnu. Þá kemur greiðsla bóta á grundvelli laganna ekki í veg fyrir að bótaþegar höfði sérstakt bótamál fyrir dómstólum til heimtingar frekari bóta. Guðjón Skarphéðinsson hefur stefnt ríkinu til heimtingar bóta og þá krefst Kristján Viðar Júlíusson einnig bóta upp á 1,6 milljarða króna. Frá fyrirtöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti.Vísir/Vilhelm Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Guðjóns segir að ákvörðun ríkisins hafi ekki áhrif á málareksturinn sjálfan. Krafa hans, sem er rúmur einn milljarður króna, muni þó lækka. „Umbjóðandi minn Guðjón Skarphéðinsson höfðaði mál gegn ríkinu fyrir alllöngu. Núna hefur ríkið ákveðið að borga upp í kröfurnar og af því leiðir að ég mun breyta dómkröfunum í samræmi við það og lækka þær sem nemur innborguninni.“ Í Fréttablaðinu kemur fram að Guðjón muni fá 145 milljónir króna í bætur frá ríkinu. Ragnar segir það ekki munu koma til með að breytast. „Umbjóðandi minn, Guðjón, hefur samþykkt það, en þetta breytir engu um dómsmálið vegna þess að lögin gera ekki ráð fyrir því og heldur ekki tilboð forsætisráðherra að þetta sé fullnaðargreiðsla. Þetta er eingöngu innágreiðsla, uppígreiðsla eins og það er kallað.“ Guðjón stefndi ríkinu til greiðslu bótanna í júní síðastliðnum. Krafa hans var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í október síðastliðnum og næsta fyrirtaka í málinu er nú í janúar.
Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Krafa ríkisins óbreytt um sinn Fyrirtaka var í máli Guðjóns Skarphéðinssonar gegn íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 25. október 2019 06:00 Katrín segist til í að hitta Klúbbmenn Þá hafi þeir þegar fengið bætur og afsökunarbeiðni. 22. október 2019 18:14 Telur Guðmundar- og Geirfinnsmálið byggjast á misskilningi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir alla hafa gleymt því að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir ýmislegt annað. 2. október 2019 19:07 Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Krafa ríkisins óbreytt um sinn Fyrirtaka var í máli Guðjóns Skarphéðinssonar gegn íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 25. október 2019 06:00
Katrín segist til í að hitta Klúbbmenn Þá hafi þeir þegar fengið bætur og afsökunarbeiðni. 22. október 2019 18:14
Telur Guðmundar- og Geirfinnsmálið byggjast á misskilningi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir alla hafa gleymt því að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir ýmislegt annað. 2. október 2019 19:07
Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55