Nýju bakaríi á Selfossi líkt við að mæta á tónleika með Eagles Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. janúar 2020 19:30 Nýtt bakarí í eigu tveggja bakara hefur opnað í húsinu sem Guðna bakarí á Selfossi var rekið í tæp fimmtíu ár . Ungu bakararnir lærðu á sínum tíma hjá Guðna. Snúðar verða eitt af aðalmerkjum bakarísins. Það eru þeir Guðmundur Helgi Harðarson frá Haga í Grímsnesi og Kjartan Ásbjörnsson frá Selfossi, sem eiga og reka bakaríið, sem heitir G.K. bakarí og opnaði í gær, 2.janúar. Selfyssingar og nærsveitamenn hafa saknað gamla bakarísins síðustu misseri en Guðmundur og Kjartan, sem lærðu báðir að baka í Guðnabakarí hafa nú látið drauminn rætast og opnað nýtt bakarí í húsi síns gamla læriföðurs. „Við ætlum bara að gera sem okkur þykir gott og okkur þykir skemmtilegt enda verður þetta blanda af því sem við lærðum hér og blanda af því af þeirri vitneskju, sem við höfum sankað að okkur í gegnum árin á þeim stöðum sem við höfum verið“, segir Guðmundur og bætir við; „Þetta verður eins og að koma á tónleika með Eagles, þú vilt alltaf heyra það klassíska, þau veist að Hotel California kemur í endann og svo kemur alltaf eitthvað á undan, stundum skemmtilegt og gott og annað er leiðinlegt, en það er alltaf eitthvað sem þú getur gengið að sé topp“. Snúðar verða eitt af aðalsmerkjum nýja bakarísins.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kjartan og Guðmundur munu leggja mikla áherslu á gæði snúðanna því þeir segja að ef snúðurinn er ekki góður þá er bakaríið ekki gott. „Við verðum bara með besta bakaríið, það er ekkert flókið, við ætlum bara að bjóða upp á góðar vörur og reyna að halda verði í lágmarki, halda öllum ánægðum líka“, segir Kjartan. Árborg Veitingastaðir Verslun Bakarí Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Nýtt bakarí í eigu tveggja bakara hefur opnað í húsinu sem Guðna bakarí á Selfossi var rekið í tæp fimmtíu ár . Ungu bakararnir lærðu á sínum tíma hjá Guðna. Snúðar verða eitt af aðalmerkjum bakarísins. Það eru þeir Guðmundur Helgi Harðarson frá Haga í Grímsnesi og Kjartan Ásbjörnsson frá Selfossi, sem eiga og reka bakaríið, sem heitir G.K. bakarí og opnaði í gær, 2.janúar. Selfyssingar og nærsveitamenn hafa saknað gamla bakarísins síðustu misseri en Guðmundur og Kjartan, sem lærðu báðir að baka í Guðnabakarí hafa nú látið drauminn rætast og opnað nýtt bakarí í húsi síns gamla læriföðurs. „Við ætlum bara að gera sem okkur þykir gott og okkur þykir skemmtilegt enda verður þetta blanda af því sem við lærðum hér og blanda af því af þeirri vitneskju, sem við höfum sankað að okkur í gegnum árin á þeim stöðum sem við höfum verið“, segir Guðmundur og bætir við; „Þetta verður eins og að koma á tónleika með Eagles, þú vilt alltaf heyra það klassíska, þau veist að Hotel California kemur í endann og svo kemur alltaf eitthvað á undan, stundum skemmtilegt og gott og annað er leiðinlegt, en það er alltaf eitthvað sem þú getur gengið að sé topp“. Snúðar verða eitt af aðalsmerkjum nýja bakarísins.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kjartan og Guðmundur munu leggja mikla áherslu á gæði snúðanna því þeir segja að ef snúðurinn er ekki góður þá er bakaríið ekki gott. „Við verðum bara með besta bakaríið, það er ekkert flókið, við ætlum bara að bjóða upp á góðar vörur og reyna að halda verði í lágmarki, halda öllum ánægðum líka“, segir Kjartan.
Árborg Veitingastaðir Verslun Bakarí Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira