Dæmi um að fólk neyðist til að láta brenna jarðneskar leifar barns síns Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 4. janúar 2020 07:00 Helena Rós Sigmarsdóttir og Elín Björg Birgisdóttir. Vísir/Egill Dæmi eru um að fólk neyðist til að láta brenna jarðneskar leifar barns síns sem lætur lífið erlendis þar sem kostnaðurinn við að flytja líkið heim sé gríðarlegur. Birta, landssamtök foreldra sem misst hafa börn eða ungmenni skyndilega, standa fyrir styrktartónleikum í Lindakirkju í dag og rennur allur ágóði til foreldra sem missa barn sitt erlendis. Formaður Birtu segir að kostnaðurinn sem því fylgir að flytja líkið heim sé gríðarlegur. „Við fáum þessa foreldra oft til okkar og við vitum alveg hvað þetta er gríðarlegur fjárhagslegur baggi ofan á allt annað,“ segir Helena Rós Sigmarsdóttir formaður Birtu. Áfallið og sorgin að missa barn séu gríðarleg. Bera harm sinn í hljóði „Ég missi son inn fyrir níu árum þegar hann verður fyrir lest í Noregi og það var náttúrulega gríðarlegur kostnaður að koma honum heim,“ segir Elín Björg Birgisdóttir. „Kostnaður hjá okkur var sjálfsagt í kringum tvær milljónir.“ Fjölskylda Elínar kemur úr litlu bæjarfélagi og fór af stað söfnun til að styðja fjölskylduna fjárhagslega. Hún veit þó að það eru ekki allir í þeim sporum. Helena segir að það gerist reglulega að Íslendingar missi börn sín erlendis. „Þetta er yfirleitt ekki herskár hópur foreldra og þeir bera yfirleitt harm sinn í hljóði en þetta eru alveg nokkur skipti á ári.“ Dæmi séu um að fólk neyðist til að brenna jarðneskar leifar barns síns. „Til þess að komast hjá þessum kannski ókljúfanlega kostnaði sem fylgir því að fá útfararþjónustu erlendis til að sjá um kistuna og jafnvel að smyrja líkið og þann frágang sem þarf áður en það er flutt til Íslands. Þetta er bara svo sorglegt að það er ekki hægt að tala um þetta.“ Elín segir að hún hefði ekki geta hugsað sér að þurfa að brenna lík sonar síns. „Við höfðum ekki rætt um þetta, hvort að hann hefði viljað láta brenna sig, og það var allavega okkar tilfinning þá að við vildum ekki gera það.“ Það er frítt inn á tónleikana í dag og er tekið við frjálsum framlögum á staðnum. Allir sem koma fram á tónleikunum gefa vinnu sína. Á meðal þeirra sem koma fram eru Gréta Salóme og stjörnur framtíðarinnar, Elsa Waage, Þóra Gísladóttir, Þorbjörn Rúnarsson, Margrét Hrafnsdóttir, Vígþór Sjafnar Zóphóníasson, Björn Kristinsson og Fjarðartónar. Tónlistarstjóri er Keith Reed. Tónleikarnir hefjast klukkan 16 í Lindakirkju en nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á Facebook. Íslendingar erlendis Kirkjugarðar Mest lesið Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fleiri fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Sjá meira
Dæmi eru um að fólk neyðist til að láta brenna jarðneskar leifar barns síns sem lætur lífið erlendis þar sem kostnaðurinn við að flytja líkið heim sé gríðarlegur. Birta, landssamtök foreldra sem misst hafa börn eða ungmenni skyndilega, standa fyrir styrktartónleikum í Lindakirkju í dag og rennur allur ágóði til foreldra sem missa barn sitt erlendis. Formaður Birtu segir að kostnaðurinn sem því fylgir að flytja líkið heim sé gríðarlegur. „Við fáum þessa foreldra oft til okkar og við vitum alveg hvað þetta er gríðarlegur fjárhagslegur baggi ofan á allt annað,“ segir Helena Rós Sigmarsdóttir formaður Birtu. Áfallið og sorgin að missa barn séu gríðarleg. Bera harm sinn í hljóði „Ég missi son inn fyrir níu árum þegar hann verður fyrir lest í Noregi og það var náttúrulega gríðarlegur kostnaður að koma honum heim,“ segir Elín Björg Birgisdóttir. „Kostnaður hjá okkur var sjálfsagt í kringum tvær milljónir.“ Fjölskylda Elínar kemur úr litlu bæjarfélagi og fór af stað söfnun til að styðja fjölskylduna fjárhagslega. Hún veit þó að það eru ekki allir í þeim sporum. Helena segir að það gerist reglulega að Íslendingar missi börn sín erlendis. „Þetta er yfirleitt ekki herskár hópur foreldra og þeir bera yfirleitt harm sinn í hljóði en þetta eru alveg nokkur skipti á ári.“ Dæmi séu um að fólk neyðist til að brenna jarðneskar leifar barns síns. „Til þess að komast hjá þessum kannski ókljúfanlega kostnaði sem fylgir því að fá útfararþjónustu erlendis til að sjá um kistuna og jafnvel að smyrja líkið og þann frágang sem þarf áður en það er flutt til Íslands. Þetta er bara svo sorglegt að það er ekki hægt að tala um þetta.“ Elín segir að hún hefði ekki geta hugsað sér að þurfa að brenna lík sonar síns. „Við höfðum ekki rætt um þetta, hvort að hann hefði viljað láta brenna sig, og það var allavega okkar tilfinning þá að við vildum ekki gera það.“ Það er frítt inn á tónleikana í dag og er tekið við frjálsum framlögum á staðnum. Allir sem koma fram á tónleikunum gefa vinnu sína. Á meðal þeirra sem koma fram eru Gréta Salóme og stjörnur framtíðarinnar, Elsa Waage, Þóra Gísladóttir, Þorbjörn Rúnarsson, Margrét Hrafnsdóttir, Vígþór Sjafnar Zóphóníasson, Björn Kristinsson og Fjarðartónar. Tónlistarstjóri er Keith Reed. Tónleikarnir hefjast klukkan 16 í Lindakirkju en nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á Facebook.
Íslendingar erlendis Kirkjugarðar Mest lesið Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fleiri fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Sjá meira