Ávöxtun lífeyrisjóðs í fortíð hafi ekki áhrif á framtíðarávöxtun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2020 16:00 Gylfi Magnússon dósent við Viðskíptafræðideild H.Í. segir ekki vænlegt til árangurs að velja sér lífeyrissjóð út frá fortíðarávöxtun. Vísir/Vilhelm Fólk sem getur valið í hvaða lífeyrissjóð það greiðir ætti ekki að byggja valið á fortíðarávöxtun lífeyrissjóðsins samkvæmt nýrri könnun dósents við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Betra gæti verið að byggja valið á öðrum þáttum eins og samsetningu sjóðsfélaga. Vegna tengingar lífeyrissjóða við verkalýðsfélög geta íslenskir launþegar í flestum tilfellum ekki fært sig á milli lífeyrissjóða þegar kemur að greiðslu skylduiðgjalds nema með því að færa sig milli starfa og ganga í nýtt verkalýðsfélag. Hluti launþega á þó slíkt val einkum þeir sem eru sjálfstætt starfandi. Í nýjustu grein Gylfa Magnússonar dósents við Viðskiptafræðideild H.Í. í Tímariti um viðskipti og efnahagsmál og byggir á gögnum um ávöxtun allra íslenskra samtryggingasjóða á árunum 1997 til 2017 kemur fram að ekki er vænlegt til árangur að velja lífeyrissjóð út frá fortíðarávöxtun. „Það er ekki hægt að spá fyrir um framtíðarávöxtun út frá fortíðarávöxtun. Það virtist vera meira eða minna tilviljun hvort að sjóður væri yfir meðaltali eitt árið ef hann var yfir meðaltali árið á undan. Þannig að það virðist vera heppni eða tilviljun hvernig lífeyrissjóðir raðast eftir ávöxtun. Þannig að fyrir þá sem eru að velja lífeyrissjóð virðist ekki vera gagnlegt að liggja yfir tölum um fortíðarávöxtun því hún segir voða lítið eða nokkuð um framtíðarávöxtun.,“ segir Gylfi. Hann segir að í auglýsingum lífeyrissjóða sé gjarnan bent á fortíðarávöxtun. Það ætti hins vegar að setja fyrirvara á slíkar upplýsingar. Gylfi segir að fólk ætti að skoða vel fjárfestingarleiðir lífeyrissjóða og samsetningu sjóðsfélaga. „Það skiptir verulega máli hvort við erum að greiða í samtryggingasjóð þar sem líkur eru á að aðrir sjóðsfélagar verði mjög langlífir. Það er svona kalhæðni örlaganna að það er heldur óheppilegt að vera í lífeyrissjóði með fólki sem lifir mjög lengi,“ segir hann. Gylfi segir mikilvægt að fólk fylgist vel með lífeyrissjóði sem það greiðir í og greiði viðbótarlífeyrissparnað þegar það er ungt. „Það getur munað verulegum upphæðum á útgreiðslum úr lífeyrissjóðum þegar fólk fer á eftirlaunaaldur, þetta er ákveðið happdrætti fyrir þá sem geta ekki valið sér lífeyrissjóð sjálfir,“ segir hann að lokum. Viðskipti Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Fólk sem getur valið í hvaða lífeyrissjóð það greiðir ætti ekki að byggja valið á fortíðarávöxtun lífeyrissjóðsins samkvæmt nýrri könnun dósents við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Betra gæti verið að byggja valið á öðrum þáttum eins og samsetningu sjóðsfélaga. Vegna tengingar lífeyrissjóða við verkalýðsfélög geta íslenskir launþegar í flestum tilfellum ekki fært sig á milli lífeyrissjóða þegar kemur að greiðslu skylduiðgjalds nema með því að færa sig milli starfa og ganga í nýtt verkalýðsfélag. Hluti launþega á þó slíkt val einkum þeir sem eru sjálfstætt starfandi. Í nýjustu grein Gylfa Magnússonar dósents við Viðskiptafræðideild H.Í. í Tímariti um viðskipti og efnahagsmál og byggir á gögnum um ávöxtun allra íslenskra samtryggingasjóða á árunum 1997 til 2017 kemur fram að ekki er vænlegt til árangur að velja lífeyrissjóð út frá fortíðarávöxtun. „Það er ekki hægt að spá fyrir um framtíðarávöxtun út frá fortíðarávöxtun. Það virtist vera meira eða minna tilviljun hvort að sjóður væri yfir meðaltali eitt árið ef hann var yfir meðaltali árið á undan. Þannig að það virðist vera heppni eða tilviljun hvernig lífeyrissjóðir raðast eftir ávöxtun. Þannig að fyrir þá sem eru að velja lífeyrissjóð virðist ekki vera gagnlegt að liggja yfir tölum um fortíðarávöxtun því hún segir voða lítið eða nokkuð um framtíðarávöxtun.,“ segir Gylfi. Hann segir að í auglýsingum lífeyrissjóða sé gjarnan bent á fortíðarávöxtun. Það ætti hins vegar að setja fyrirvara á slíkar upplýsingar. Gylfi segir að fólk ætti að skoða vel fjárfestingarleiðir lífeyrissjóða og samsetningu sjóðsfélaga. „Það skiptir verulega máli hvort við erum að greiða í samtryggingasjóð þar sem líkur eru á að aðrir sjóðsfélagar verði mjög langlífir. Það er svona kalhæðni örlaganna að það er heldur óheppilegt að vera í lífeyrissjóði með fólki sem lifir mjög lengi,“ segir hann. Gylfi segir mikilvægt að fólk fylgist vel með lífeyrissjóði sem það greiðir í og greiði viðbótarlífeyrissparnað þegar það er ungt. „Það getur munað verulegum upphæðum á útgreiðslum úr lífeyrissjóðum þegar fólk fer á eftirlaunaaldur, þetta er ákveðið happdrætti fyrir þá sem geta ekki valið sér lífeyrissjóð sjálfir,“ segir hann að lokum.
Viðskipti Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira