Ávöxtun lífeyrisjóðs í fortíð hafi ekki áhrif á framtíðarávöxtun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2020 16:00 Gylfi Magnússon dósent við Viðskíptafræðideild H.Í. segir ekki vænlegt til árangurs að velja sér lífeyrissjóð út frá fortíðarávöxtun. Vísir/Vilhelm Fólk sem getur valið í hvaða lífeyrissjóð það greiðir ætti ekki að byggja valið á fortíðarávöxtun lífeyrissjóðsins samkvæmt nýrri könnun dósents við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Betra gæti verið að byggja valið á öðrum þáttum eins og samsetningu sjóðsfélaga. Vegna tengingar lífeyrissjóða við verkalýðsfélög geta íslenskir launþegar í flestum tilfellum ekki fært sig á milli lífeyrissjóða þegar kemur að greiðslu skylduiðgjalds nema með því að færa sig milli starfa og ganga í nýtt verkalýðsfélag. Hluti launþega á þó slíkt val einkum þeir sem eru sjálfstætt starfandi. Í nýjustu grein Gylfa Magnússonar dósents við Viðskiptafræðideild H.Í. í Tímariti um viðskipti og efnahagsmál og byggir á gögnum um ávöxtun allra íslenskra samtryggingasjóða á árunum 1997 til 2017 kemur fram að ekki er vænlegt til árangur að velja lífeyrissjóð út frá fortíðarávöxtun. „Það er ekki hægt að spá fyrir um framtíðarávöxtun út frá fortíðarávöxtun. Það virtist vera meira eða minna tilviljun hvort að sjóður væri yfir meðaltali eitt árið ef hann var yfir meðaltali árið á undan. Þannig að það virðist vera heppni eða tilviljun hvernig lífeyrissjóðir raðast eftir ávöxtun. Þannig að fyrir þá sem eru að velja lífeyrissjóð virðist ekki vera gagnlegt að liggja yfir tölum um fortíðarávöxtun því hún segir voða lítið eða nokkuð um framtíðarávöxtun.,“ segir Gylfi. Hann segir að í auglýsingum lífeyrissjóða sé gjarnan bent á fortíðarávöxtun. Það ætti hins vegar að setja fyrirvara á slíkar upplýsingar. Gylfi segir að fólk ætti að skoða vel fjárfestingarleiðir lífeyrissjóða og samsetningu sjóðsfélaga. „Það skiptir verulega máli hvort við erum að greiða í samtryggingasjóð þar sem líkur eru á að aðrir sjóðsfélagar verði mjög langlífir. Það er svona kalhæðni örlaganna að það er heldur óheppilegt að vera í lífeyrissjóði með fólki sem lifir mjög lengi,“ segir hann. Gylfi segir mikilvægt að fólk fylgist vel með lífeyrissjóði sem það greiðir í og greiði viðbótarlífeyrissparnað þegar það er ungt. „Það getur munað verulegum upphæðum á útgreiðslum úr lífeyrissjóðum þegar fólk fer á eftirlaunaaldur, þetta er ákveðið happdrætti fyrir þá sem geta ekki valið sér lífeyrissjóð sjálfir,“ segir hann að lokum. Viðskipti Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Fólk sem getur valið í hvaða lífeyrissjóð það greiðir ætti ekki að byggja valið á fortíðarávöxtun lífeyrissjóðsins samkvæmt nýrri könnun dósents við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Betra gæti verið að byggja valið á öðrum þáttum eins og samsetningu sjóðsfélaga. Vegna tengingar lífeyrissjóða við verkalýðsfélög geta íslenskir launþegar í flestum tilfellum ekki fært sig á milli lífeyrissjóða þegar kemur að greiðslu skylduiðgjalds nema með því að færa sig milli starfa og ganga í nýtt verkalýðsfélag. Hluti launþega á þó slíkt val einkum þeir sem eru sjálfstætt starfandi. Í nýjustu grein Gylfa Magnússonar dósents við Viðskiptafræðideild H.Í. í Tímariti um viðskipti og efnahagsmál og byggir á gögnum um ávöxtun allra íslenskra samtryggingasjóða á árunum 1997 til 2017 kemur fram að ekki er vænlegt til árangur að velja lífeyrissjóð út frá fortíðarávöxtun. „Það er ekki hægt að spá fyrir um framtíðarávöxtun út frá fortíðarávöxtun. Það virtist vera meira eða minna tilviljun hvort að sjóður væri yfir meðaltali eitt árið ef hann var yfir meðaltali árið á undan. Þannig að það virðist vera heppni eða tilviljun hvernig lífeyrissjóðir raðast eftir ávöxtun. Þannig að fyrir þá sem eru að velja lífeyrissjóð virðist ekki vera gagnlegt að liggja yfir tölum um fortíðarávöxtun því hún segir voða lítið eða nokkuð um framtíðarávöxtun.,“ segir Gylfi. Hann segir að í auglýsingum lífeyrissjóða sé gjarnan bent á fortíðarávöxtun. Það ætti hins vegar að setja fyrirvara á slíkar upplýsingar. Gylfi segir að fólk ætti að skoða vel fjárfestingarleiðir lífeyrissjóða og samsetningu sjóðsfélaga. „Það skiptir verulega máli hvort við erum að greiða í samtryggingasjóð þar sem líkur eru á að aðrir sjóðsfélagar verði mjög langlífir. Það er svona kalhæðni örlaganna að það er heldur óheppilegt að vera í lífeyrissjóði með fólki sem lifir mjög lengi,“ segir hann. Gylfi segir mikilvægt að fólk fylgist vel með lífeyrissjóði sem það greiðir í og greiði viðbótarlífeyrissparnað þegar það er ungt. „Það getur munað verulegum upphæðum á útgreiðslum úr lífeyrissjóðum þegar fólk fer á eftirlaunaaldur, þetta er ákveðið happdrætti fyrir þá sem geta ekki valið sér lífeyrissjóð sjálfir,“ segir hann að lokum.
Viðskipti Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira