Körfubolti

Tryggvi og félagar steinlágu í Andorra

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason.
Tryggvi Snær Hlinason. Vísir/Getty

Íslenski landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason lék rúmar 12 mínútur fyrir Zaragoza í dag þegar liðið heimsótti MoraBanc Andorra í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Tryggvi hafði sig lítið í frammi á þessum tólf mínútum; tók eitt frákast en skoraði ekkert stig og klikkaði tveimur skottilraunum sínum í leiknum.

Zaragoza í harðri baráttu við Real Madrid og Barcelona á toppnum á meðan MoraBanc Andorra, sem er eins og nafnið gefur til kynna frá Andorra en spilar í spænsku úrvalsdeildinni, er rétt fyrir ofan miðja deild.

Heimamenn voru engu að síður miklu öflugri í dag og unnu stórsigur, 106-78. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×