Darri Freyr: Hátíðarbragur á þessu Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 5. janúar 2020 19:15 Darri var sáttur með sigurinn. vísir/bára Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, var rólegur eftir sigurinn gegn Skallagrím í fyrsta leik eftir jólafríið í Dominos deild kvenna í körfubolta. Skallagrímur leiddi nokkrum sinnum í leiknum en tapaði að lokum með tólf stigum fyrir Íslandsmeisturunum, 70-58. „Já, það var hátíðarbragur á þessu eins og við var að búast. Gerum eðlileg mistök eftir að hafa verið frá leik í smá tíma, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Darri um slaka byrjun sinna stúlkna, en þær voru fjórum stigum undir eftir fyrstu tíu mínúturnar. Valur náði hægt og rólega vopnum sínum eftir því sem leið á leikinn og juku forystuna allt fram til enda leiksins. Þar skipti mestu pressuvörn sem Darri setti upp í seinni hálfleik. „Náðum síðan að skrúfa upp varnarleikinn og þá sérstaklega í fjórða leikhluta þar sem við höldum þeim í átta stigum,“ sagði hann um lok leiksins. Skallagrímur virtist lýjast seinustu fimmtán mínúturnar og spiluðu ekki mörgum leikmönnum í dag. Valur nýtti aðeins meiri dýpt sína en þó ekki mjög mikið. „Spiluðum reyndar bara sjö leikmönnum í dag en fengum helling frá þessum tveimur af bekknum og auðvitað skiptir það máli,“ sagði Darri um framlag Dagbjartar Samúelsdóttur og Sylvíu Rún Hálfdánardóttur. „Við erum stoltar af því að vera með marga leikmenn sem geta stigið upp og spilað,“ bætti hann við, enda er Sylvía landsliðskona sem myndi líklegast vera í byrjunarliði allra annarra félaga í úrvalsdeild kvenna. Darri Freyr var ekki lengi að fá tæknivillu dæmda á sig í leiknum og var mjög heitur í skapinu fyrstu mínútur leiksins. Hann róaði sig aðeins eftir það. „Já, ef ég hefði fengið aðra hefði ég bara farið út, þess vegna róaðist ég snemma. Þegar maður fær tæknivillu svona fljótlega þá verður maður bara að þegja,“ sagði hann um atvikið og hélt síðan inn í klefa að ræða við sitt lið. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur 70-58 Skallagrímur | Lið ársins byrjar nýtt ár á sigri Topplið Valskvenna og lið ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna fékk Skallagrím í heimsókn í fyrstu umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta á nýju ári. 5. janúar 2020 18:45 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, var rólegur eftir sigurinn gegn Skallagrím í fyrsta leik eftir jólafríið í Dominos deild kvenna í körfubolta. Skallagrímur leiddi nokkrum sinnum í leiknum en tapaði að lokum með tólf stigum fyrir Íslandsmeisturunum, 70-58. „Já, það var hátíðarbragur á þessu eins og við var að búast. Gerum eðlileg mistök eftir að hafa verið frá leik í smá tíma, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Darri um slaka byrjun sinna stúlkna, en þær voru fjórum stigum undir eftir fyrstu tíu mínúturnar. Valur náði hægt og rólega vopnum sínum eftir því sem leið á leikinn og juku forystuna allt fram til enda leiksins. Þar skipti mestu pressuvörn sem Darri setti upp í seinni hálfleik. „Náðum síðan að skrúfa upp varnarleikinn og þá sérstaklega í fjórða leikhluta þar sem við höldum þeim í átta stigum,“ sagði hann um lok leiksins. Skallagrímur virtist lýjast seinustu fimmtán mínúturnar og spiluðu ekki mörgum leikmönnum í dag. Valur nýtti aðeins meiri dýpt sína en þó ekki mjög mikið. „Spiluðum reyndar bara sjö leikmönnum í dag en fengum helling frá þessum tveimur af bekknum og auðvitað skiptir það máli,“ sagði Darri um framlag Dagbjartar Samúelsdóttur og Sylvíu Rún Hálfdánardóttur. „Við erum stoltar af því að vera með marga leikmenn sem geta stigið upp og spilað,“ bætti hann við, enda er Sylvía landsliðskona sem myndi líklegast vera í byrjunarliði allra annarra félaga í úrvalsdeild kvenna. Darri Freyr var ekki lengi að fá tæknivillu dæmda á sig í leiknum og var mjög heitur í skapinu fyrstu mínútur leiksins. Hann róaði sig aðeins eftir það. „Já, ef ég hefði fengið aðra hefði ég bara farið út, þess vegna róaðist ég snemma. Þegar maður fær tæknivillu svona fljótlega þá verður maður bara að þegja,“ sagði hann um atvikið og hélt síðan inn í klefa að ræða við sitt lið.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur 70-58 Skallagrímur | Lið ársins byrjar nýtt ár á sigri Topplið Valskvenna og lið ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna fékk Skallagrím í heimsókn í fyrstu umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta á nýju ári. 5. janúar 2020 18:45 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur 70-58 Skallagrímur | Lið ársins byrjar nýtt ár á sigri Topplið Valskvenna og lið ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna fékk Skallagrím í heimsókn í fyrstu umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta á nýju ári. 5. janúar 2020 18:45